Árás á blaðamann skaði umsókn Svartfellinga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 11:00 Johannes Hahn hitti Oliveru Lakic á heimili hennar í gær. Vísir/EPA Skotárásin sem gerð var á þriðjudag á Oliveru Lakic, 49 ára blaðamann sem skrifar um skipulagða glæpastarfsemi í dagblaðið Vijesti, hefur teflt umsókn Svartfjallalands um aðild að Evrópusambandinu í hættu. Evrópusambandið hvatti Svartfellinga í gær til þess að rannsaka málið til hlítar. „Þetta hefur áhrif á stöðu og orðspor ríkisins. Við horfum til þessa máls og búumst við því að það verði rannsakað ofan í kjölinn,“ sagði Johannes Hahn, stækkunarstjóri ESB, við blaðamenn í gær eftir heimsókn sína á fréttastofu Vijesti. Fyrir liggur að skipulögð glæpastarfsemi og spilling standa Svartfellingum einna helst fyrir þrifum í umsóknarferlinu. Þremur köflum aðildarviðræðna hefur verið lokað en þrjátíu standa enn eftir. Umsóknarferlið hófst árið 2005, en þá var Svartfjallaland enn í ríkjasambandi við Serbíu. Eftir að Svartfellingar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2006 hófust aðildarviðræður á ný á byrjunarreit. Blaðamenn, aðgerðasinnar og stjórnarandstæðingar hafa mótmælt í höfuðborginni Podgorica undanfarna daga. Milo Djukanovic, nýkjörinn forseti, hefur fordæmt árásina. Lakic er nú komin heim af sjúkrahúsi eftir árás þriðjudagsins. Þetta var hins vegar ekki fyrsta skipti sem ráðist hefur verið á hana. Árið 2012 gekk árásarmaður í skrokk á henni fyrir utan heimili hennar í höfuðborginni. Hann fékk níu mánaða fangelsisdóm. Ráðist hefur verið á annan tug blaðamanna í Svartfjallalandi undanfarin fimmtán ár, samkvæmt Reuters. Til að mynda var Dusko Jovanovic, ritstjóri stjórnarandstöðublaðsins Dan, skotinn til bana þegar hann gekk út af fréttastofunni þann 27. maí árið 2004. – þea Birtist í Fréttablaðinu Serbía Svartfjallaland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Skotárásin sem gerð var á þriðjudag á Oliveru Lakic, 49 ára blaðamann sem skrifar um skipulagða glæpastarfsemi í dagblaðið Vijesti, hefur teflt umsókn Svartfjallalands um aðild að Evrópusambandinu í hættu. Evrópusambandið hvatti Svartfellinga í gær til þess að rannsaka málið til hlítar. „Þetta hefur áhrif á stöðu og orðspor ríkisins. Við horfum til þessa máls og búumst við því að það verði rannsakað ofan í kjölinn,“ sagði Johannes Hahn, stækkunarstjóri ESB, við blaðamenn í gær eftir heimsókn sína á fréttastofu Vijesti. Fyrir liggur að skipulögð glæpastarfsemi og spilling standa Svartfellingum einna helst fyrir þrifum í umsóknarferlinu. Þremur köflum aðildarviðræðna hefur verið lokað en þrjátíu standa enn eftir. Umsóknarferlið hófst árið 2005, en þá var Svartfjallaland enn í ríkjasambandi við Serbíu. Eftir að Svartfellingar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2006 hófust aðildarviðræður á ný á byrjunarreit. Blaðamenn, aðgerðasinnar og stjórnarandstæðingar hafa mótmælt í höfuðborginni Podgorica undanfarna daga. Milo Djukanovic, nýkjörinn forseti, hefur fordæmt árásina. Lakic er nú komin heim af sjúkrahúsi eftir árás þriðjudagsins. Þetta var hins vegar ekki fyrsta skipti sem ráðist hefur verið á hana. Árið 2012 gekk árásarmaður í skrokk á henni fyrir utan heimili hennar í höfuðborginni. Hann fékk níu mánaða fangelsisdóm. Ráðist hefur verið á annan tug blaðamanna í Svartfjallalandi undanfarin fimmtán ár, samkvæmt Reuters. Til að mynda var Dusko Jovanovic, ritstjóri stjórnarandstöðublaðsins Dan, skotinn til bana þegar hann gekk út af fréttastofunni þann 27. maí árið 2004. – þea
Birtist í Fréttablaðinu Serbía Svartfjallaland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira