Það þarf af rannsaka einkavæðingu Granda Reinhold Richter skrifar 10. maí 2018 20:28 Við þurfum að gera upp við nýfrjálshyggjuna, ekki bara hvernig skattar hinna ríku voru lækkaðir og þannig grafið undan velferðarkerfinu, heldur líka hvernig örfáar fjölskyldur náðu að sölsa undir sig almannaeigur. Fyrir okkur Reykvíkinga vegur salan á Bæjarútgerðinni þar þyngst. Sú sala markaði upphaf nýfrjálshyggjunnar og einkavæðingar almannaeigna í Reykjavík. Fjölskyldur Kristjáns Loftssonar og viðskiptafélaga seldu sinn hlut sinn í HB-Granda um daginn á 21,7 milljarð króna til Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Hlut sinn í HBGranda eignuðust Kristján og félagar 1988 þegar þeir keyptu ásamt Sjóvá 78% hlut Reykjavíkurborgar í Granda. Davíð Oddsson borgarstjóri seldi þessu fólki hlut borgarbúa í Granda á 500 milljónir króna árið 1988. Á núvirði eru þetta um 2.070 milljónir króna. Og hlutirnir sem voru seldir um daginn eru aðeins partur af því sem Davíð seldi árið 1988. Ætli Kristján og félagar hafi ekki greitt um 1.400 milljónir króna á núvirði fyrir það sem þeir voru að selja fyrir 21.700 milljónir króna. Þeir högnuðust því um meira en 20 milljarða króna í gegnum klíkuskap. Það er kallað klíkuræði, óligarkismi, þar sem einkavinir valdhafa hagnast af að sölsa undir sig almannaeigur. Þetta er ástandið í Rússlandi og víða í Austur-Evrópu, en þetta ástand hefur varað í marga áratugi á Íslandi. Og dæmið sé líklega enn verra. Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri og bjargaði Ísbirninum frá gjaldþroti 1985, með því að sameina það fyrirtæki inn í Bæjarútgerð Reykjavíkur, yfirtók borgarsjóður miklar skuldir af fyrirtækinu, hátt í 1,5 milljarð króna á núvirði. Það mætti því halda því fram að Davíð borgarstjóri hafi selt hlut borgarbúa á nánast ekki neitt. Sama hlut og var seldur um daginn á 21,7 milljarð króna. Það mætti gera eitthvað fyrir þá upphæð. Eitthvað gáfulegra en að gefa Kristjáni Loftssyni og félögum. Ég efast um að borgarbúar myndi kjósa þá niðurstöðu í dag. Það má benda á að nota mætti 20 milljarða sem 20% stofnframlag til byggingar fjögur til fimm þúsund íbúða. Þótt við getum ekki endurheimt þessar eignir, né náð hagnaðinum af þeim sem sölsuðu þær undir sig, þá er alla vega betra að þekkja söguna. Hvernig eignir almennings voru færðar til örfárra á nýfrjálshyggjuárunum. Reykjavíkingar eiga rétt á að vita hvað varð um eigur þeirra. Bæjarútgerð Reykjavíkur var stofnuð eftir stríð til að tryggja sjómönnum og verkafólki í Reykjavík vinnu. Hún var rekin með sóma fram undir lok áttunda áratuginn, þegar hún lenti í vanda eins og flest útgerðarfyrirtæki landsins. Þrátt fyrir útfærslu landhelginnar dróst afli saman og offjárfesting sligaði útgerðina. Kvótakerfið var einmitt sett á til að draga úr fjárfestingum og minnka kostnað við veiðarnar. En áður en hagkvæmni kvótakerfisins náði að bæta rekstur bæjarútgerðanna voru þær seldar, ekki bara í Reykjavík heldur líka í Hafnarfirði, á Akureyri og víðar. Það voru því einkaaðilar, í flestum tilfellum innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn, sem tóku inn hagnaðinn af kvótakerfinu. Almenningur, eigendur bæjarútgerðanna, fékk ekkert. Einkavæðing bæjarútgerðanna var ekkert síður blóðug en einkavæðing bankanna á sínum tíma. Það voru bæjarútgerðir og útgerðir samvinnuhreyfingarinnar sem komu fótunum undir Íslendinga eftir stríð. Þær voru stofnaðar til að tryggja fólki atvinnu. Í dag eru þessar almannaeigur og fyrrum félagslegar eignir komnar í hendur örfárra fjölskyldna sem veigra sér ekki við að loka fiskvinnslustöðvum og segja upp tugum og hundruðum starfsmanna ef þær halda að þær geti grætt á því. Einkavæðingin snýst því ekki aðeins um krónur og aura heldur líka um að fólk geti búið við öryggi og trausta afkomu.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður hjá Ísal og frambjóðandi sósíalista í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sjávarútvegur Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Við þurfum að gera upp við nýfrjálshyggjuna, ekki bara hvernig skattar hinna ríku voru lækkaðir og þannig grafið undan velferðarkerfinu, heldur líka hvernig örfáar fjölskyldur náðu að sölsa undir sig almannaeigur. Fyrir okkur Reykvíkinga vegur salan á Bæjarútgerðinni þar þyngst. Sú sala markaði upphaf nýfrjálshyggjunnar og einkavæðingar almannaeigna í Reykjavík. Fjölskyldur Kristjáns Loftssonar og viðskiptafélaga seldu sinn hlut sinn í HB-Granda um daginn á 21,7 milljarð króna til Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Hlut sinn í HBGranda eignuðust Kristján og félagar 1988 þegar þeir keyptu ásamt Sjóvá 78% hlut Reykjavíkurborgar í Granda. Davíð Oddsson borgarstjóri seldi þessu fólki hlut borgarbúa í Granda á 500 milljónir króna árið 1988. Á núvirði eru þetta um 2.070 milljónir króna. Og hlutirnir sem voru seldir um daginn eru aðeins partur af því sem Davíð seldi árið 1988. Ætli Kristján og félagar hafi ekki greitt um 1.400 milljónir króna á núvirði fyrir það sem þeir voru að selja fyrir 21.700 milljónir króna. Þeir högnuðust því um meira en 20 milljarða króna í gegnum klíkuskap. Það er kallað klíkuræði, óligarkismi, þar sem einkavinir valdhafa hagnast af að sölsa undir sig almannaeigur. Þetta er ástandið í Rússlandi og víða í Austur-Evrópu, en þetta ástand hefur varað í marga áratugi á Íslandi. Og dæmið sé líklega enn verra. Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri og bjargaði Ísbirninum frá gjaldþroti 1985, með því að sameina það fyrirtæki inn í Bæjarútgerð Reykjavíkur, yfirtók borgarsjóður miklar skuldir af fyrirtækinu, hátt í 1,5 milljarð króna á núvirði. Það mætti því halda því fram að Davíð borgarstjóri hafi selt hlut borgarbúa á nánast ekki neitt. Sama hlut og var seldur um daginn á 21,7 milljarð króna. Það mætti gera eitthvað fyrir þá upphæð. Eitthvað gáfulegra en að gefa Kristjáni Loftssyni og félögum. Ég efast um að borgarbúar myndi kjósa þá niðurstöðu í dag. Það má benda á að nota mætti 20 milljarða sem 20% stofnframlag til byggingar fjögur til fimm þúsund íbúða. Þótt við getum ekki endurheimt þessar eignir, né náð hagnaðinum af þeim sem sölsuðu þær undir sig, þá er alla vega betra að þekkja söguna. Hvernig eignir almennings voru færðar til örfárra á nýfrjálshyggjuárunum. Reykjavíkingar eiga rétt á að vita hvað varð um eigur þeirra. Bæjarútgerð Reykjavíkur var stofnuð eftir stríð til að tryggja sjómönnum og verkafólki í Reykjavík vinnu. Hún var rekin með sóma fram undir lok áttunda áratuginn, þegar hún lenti í vanda eins og flest útgerðarfyrirtæki landsins. Þrátt fyrir útfærslu landhelginnar dróst afli saman og offjárfesting sligaði útgerðina. Kvótakerfið var einmitt sett á til að draga úr fjárfestingum og minnka kostnað við veiðarnar. En áður en hagkvæmni kvótakerfisins náði að bæta rekstur bæjarútgerðanna voru þær seldar, ekki bara í Reykjavík heldur líka í Hafnarfirði, á Akureyri og víðar. Það voru því einkaaðilar, í flestum tilfellum innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn, sem tóku inn hagnaðinn af kvótakerfinu. Almenningur, eigendur bæjarútgerðanna, fékk ekkert. Einkavæðing bæjarútgerðanna var ekkert síður blóðug en einkavæðing bankanna á sínum tíma. Það voru bæjarútgerðir og útgerðir samvinnuhreyfingarinnar sem komu fótunum undir Íslendinga eftir stríð. Þær voru stofnaðar til að tryggja fólki atvinnu. Í dag eru þessar almannaeigur og fyrrum félagslegar eignir komnar í hendur örfárra fjölskyldna sem veigra sér ekki við að loka fiskvinnslustöðvum og segja upp tugum og hundruðum starfsmanna ef þær halda að þær geti grætt á því. Einkavæðingin snýst því ekki aðeins um krónur og aura heldur líka um að fólk geti búið við öryggi og trausta afkomu.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður hjá Ísal og frambjóðandi sósíalista í Reykjavík.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun