Sá á kvölina sem á völina Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:00 Helstu tíðindin úr kosningum helgarinnar voru þau, að þeir sem vilja efna til úlfúðar á grundvelli kynþátta eða trúarbragða urðu undir í kosningunum. Íslenska þjóðfylkingin, sem hafði að sínu helsta baráttumáli að draga til baka lóð undir mosku, og Frelsisflokkurinn, sem einnig er á móti mosku í Reykjavík og vill aðhald í málum hælisleitenda, urðu undir. Samanlagt tóku einungis 0,4 prósent kjósenda í Reykjavík undir þessi sjónarmið – hjáróma raddir hreinna sérvitringa. Ánægjulegt er að þessi málflutningur hafi ekki fengið meiri undirtektir hjá Reykvíkingum en raunin varð, því svona málflutningur á víða upp á pallborðið í löndunum í kringum okkur með 15 til 20 prósenta fylgi og jafnvel meira. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 varð andstaðan við mosku einnig hitamál hjá Framsókn og flugvallarvinum. Helstu kosningamálin voru flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og að draga til baka ákvörðun um lóð undir mosku. Flokkurinn fékk þá rúm 10 prósent atkvæða. Það er ánægjuleg þróun að fjórum árum síðar er slíkum málflutningi hafnað. Þetta sýnir að fólk almennt á Íslandi hefur ærlegar taugar. Það er vitnisburður um þroskað samfélag. Ísland er því að mörgu leyti gott samfélag; samfélag sem er opið fyrir nýjungum og því sem er öðruvísi og fljótt að taka hlutina í sátt í fámenninu. Fleiri kynnast fólki af erlendu bergi, fólki með aðra trú og siði og kemst að því á eigin skinni að flest er þetta ágætisfólk og það spyrst út í litlu samfélagi. Það vinnur bug á fordómum. Pólitíkin á Íslandi hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Hún er miklu betri og miklu þroskaðri en fyrir 20 eða 30 árum. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1982 náðu Sjálfstæðismenn aftur meirihluta í Reykjavík eftir fjögurra ára valdatíð vinstri manna. Helsta ágreiningsmálið í þeim kosningum var hvort reisa ætti nýja íbúabyggð við Rauðavatn. Sjálfstæðismönnum tókst ásamt sterku málgagni sínu, sem á þeim tíma fór inn á 80 prósent heimila í landinu, að telja kjósendum trú um að stórhættulegt væri að byggja á þekktu sprungusvæði. Núna hafa allir rödd, auðvelt er að leita sér upplýsinga og hægt að sannreyna allar upplýsingar sem koma fram. En þá að risunum tveim í reykvískri pólitík, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Hvorugur fékk hreinan meirihluta í kosningunum og þarf því að reiða sig á aðra flokka til samstarfs. Staðan er nokkuð flókin og þrátt fyrir fylgistap Samfylkingarinnar telja margir, og þar á meðal borgarstjóri sjálfur, að sjálfgefið sé að hann láti fyrst á það reyna hvort hann geti haldið meirihlutanum með því að fá fleiri til samstarfs í stað þess að stærsti flokkurinn reyni fyrst. Viðreisn er í lykilstöðu og getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staða Viðreisnar er þó ekki blátt áfram og einföld. Starfa þau til vinstri og gefa Sjálfstæðisflokknum eftir allan hægri vænginn? Eða ganga þau í eina sæng með gamla móðurskipinu og hætta á að verða gleypt í einum munnbita? Vegurinn er vandrataður og sem fyrr á sá kvölina sem á völina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Helstu tíðindin úr kosningum helgarinnar voru þau, að þeir sem vilja efna til úlfúðar á grundvelli kynþátta eða trúarbragða urðu undir í kosningunum. Íslenska þjóðfylkingin, sem hafði að sínu helsta baráttumáli að draga til baka lóð undir mosku, og Frelsisflokkurinn, sem einnig er á móti mosku í Reykjavík og vill aðhald í málum hælisleitenda, urðu undir. Samanlagt tóku einungis 0,4 prósent kjósenda í Reykjavík undir þessi sjónarmið – hjáróma raddir hreinna sérvitringa. Ánægjulegt er að þessi málflutningur hafi ekki fengið meiri undirtektir hjá Reykvíkingum en raunin varð, því svona málflutningur á víða upp á pallborðið í löndunum í kringum okkur með 15 til 20 prósenta fylgi og jafnvel meira. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 varð andstaðan við mosku einnig hitamál hjá Framsókn og flugvallarvinum. Helstu kosningamálin voru flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og að draga til baka ákvörðun um lóð undir mosku. Flokkurinn fékk þá rúm 10 prósent atkvæða. Það er ánægjuleg þróun að fjórum árum síðar er slíkum málflutningi hafnað. Þetta sýnir að fólk almennt á Íslandi hefur ærlegar taugar. Það er vitnisburður um þroskað samfélag. Ísland er því að mörgu leyti gott samfélag; samfélag sem er opið fyrir nýjungum og því sem er öðruvísi og fljótt að taka hlutina í sátt í fámenninu. Fleiri kynnast fólki af erlendu bergi, fólki með aðra trú og siði og kemst að því á eigin skinni að flest er þetta ágætisfólk og það spyrst út í litlu samfélagi. Það vinnur bug á fordómum. Pólitíkin á Íslandi hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Hún er miklu betri og miklu þroskaðri en fyrir 20 eða 30 árum. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1982 náðu Sjálfstæðismenn aftur meirihluta í Reykjavík eftir fjögurra ára valdatíð vinstri manna. Helsta ágreiningsmálið í þeim kosningum var hvort reisa ætti nýja íbúabyggð við Rauðavatn. Sjálfstæðismönnum tókst ásamt sterku málgagni sínu, sem á þeim tíma fór inn á 80 prósent heimila í landinu, að telja kjósendum trú um að stórhættulegt væri að byggja á þekktu sprungusvæði. Núna hafa allir rödd, auðvelt er að leita sér upplýsinga og hægt að sannreyna allar upplýsingar sem koma fram. En þá að risunum tveim í reykvískri pólitík, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Hvorugur fékk hreinan meirihluta í kosningunum og þarf því að reiða sig á aðra flokka til samstarfs. Staðan er nokkuð flókin og þrátt fyrir fylgistap Samfylkingarinnar telja margir, og þar á meðal borgarstjóri sjálfur, að sjálfgefið sé að hann láti fyrst á það reyna hvort hann geti haldið meirihlutanum með því að fá fleiri til samstarfs í stað þess að stærsti flokkurinn reyni fyrst. Viðreisn er í lykilstöðu og getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staða Viðreisnar er þó ekki blátt áfram og einföld. Starfa þau til vinstri og gefa Sjálfstæðisflokknum eftir allan hægri vænginn? Eða ganga þau í eina sæng með gamla móðurskipinu og hætta á að verða gleypt í einum munnbita? Vegurinn er vandrataður og sem fyrr á sá kvölina sem á völina.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar