Hundar algjör afgangsstærð fyrir kosningarnar í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. maí 2018 18:30 Rakel Linda Kristjánsdóttir formaður Félags ábyrgra hundaeigenda með tíkina Emmu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Flestir flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa fábrotna eða ómótaða stefnu gagnvart hundum og hundaeigendum en Píratar hafa lang ítarlegustu stefnuna. Félag ábyrgra hundaeigenda fékk aðeins svör frá fimm flokkum af þeim sextán sem bjóða fram í borginni. Tinni, hundur sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar, vakti máls á því á Twitter hvort flokkarnir hefðu einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík og spurði hvort þeir lofuðu auknum réttindum, betri aðstöðu eða lægri hundagjöldum. Málefni hunda og hundaeigenda hafa ekki verið áberandi fyrir þessar kosningar.Hvernig er það - eru flokkarnir með einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík? Aukin réttindi? Betri aðstaða? Lægri hundagjöld? @sjalfstaedis@xsreykjavik@VGRvk@vidreisn@PiratePartyIS@Midflokkurinn@framsokn#hundatwitter — Tinni (@aevintyritinna) May 23, 2018Félag ábyrgra hundaeigenda sendi fyrirspurn á flokkana sextán sem bjóða fram í Reykjavík um hver stefna þeirra væri varðandi málefni hunda í Reykjavík. „Við sendum á alla flokkana og við fengum bara svör frá fimm flokkum. Það segir kannski mikla sögu um hver áhuginn er,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Píratar eini flokkurinn sem er með mótaða, vel ígrundaða stefnu Borgin okkar Reykjavík lýsti sig hlynnta hundahaldi í Reykjavík. Kvennahreyfingin sagðist ekki hafa mótað sér stefnu en sagðist að dýravelferð væri mikilvæg og að flokkurinn myndi móta sér skýra stefnu að kosningabaráttu lokinni. Svar Miðflokksins var á sömu lund. Píratar eru hins vegar með ítarlega stefnu um hunda og dýr almennt og var það eini flokkurinn sem gaf ítarlegt svar við fyrirspurninni. Píratar vilja bæta hundasvæði og hundagerði innan borgarmarkanna. Stofna dýraathvarf í samráði við þau félög sem nú sinna dýrum. Innleiða sérstaka Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, nýja stjórnsýslueiningu, sem beri ábyrgð á þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd samþykkta borgarinnar um gæludýrahald. Samfylkingin segir að „bæta þurfi aðstöðu fyrir hunda og hundaeigendur og að hundaleikvellir eigi að vera til í öllum borgarhlutum." Aðrir flokkar svöruðu ekki. Fáir staðir þar sem hundar geta spriklað án taums Í sumum póstnúmerum í Reykjavík eru aðstæður fyrir hunda og eigendur þeirra mjög bágbornar. Ef við tökum póstnúmer 101 og 105 sem dæmi er eitt hundagerði út við BSÍ þar sem hundar geta spriklað frjálsir án taums. Þetta þýðir að margir hundaeigendur sleppa hundum sínum á Klambratúni, þvert á reglur, allavega þegar enginn sér til. Rakel Linda Kristjánsdóttir segir að hundar hafi verið algjör afgangsstærð fyrir þessar kosningar í Reykjavík. Aðstaða fyrir hunda sé víða mjög léleg. „Hún er bara skelfileg. Því miður þá höfum við hjá félaginu reynt að leiðbeina borgaryfirvöldum varðandi það sem betur má fara og það hefur bara ekki verið hlustað á okkur,“ segir Rakel. Þetta sæti nokkurri furðu í ljósi þess hversu margir eigi hunda. „Við erum að tala um að meira en 20 prósent íbúa borgarinnar halda hund. Það eru ansi margir.“ Dýr Kosningar 2018 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Flestir flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa fábrotna eða ómótaða stefnu gagnvart hundum og hundaeigendum en Píratar hafa lang ítarlegustu stefnuna. Félag ábyrgra hundaeigenda fékk aðeins svör frá fimm flokkum af þeim sextán sem bjóða fram í borginni. Tinni, hundur sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar, vakti máls á því á Twitter hvort flokkarnir hefðu einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík og spurði hvort þeir lofuðu auknum réttindum, betri aðstöðu eða lægri hundagjöldum. Málefni hunda og hundaeigenda hafa ekki verið áberandi fyrir þessar kosningar.Hvernig er það - eru flokkarnir með einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík? Aukin réttindi? Betri aðstaða? Lægri hundagjöld? @sjalfstaedis@xsreykjavik@VGRvk@vidreisn@PiratePartyIS@Midflokkurinn@framsokn#hundatwitter — Tinni (@aevintyritinna) May 23, 2018Félag ábyrgra hundaeigenda sendi fyrirspurn á flokkana sextán sem bjóða fram í Reykjavík um hver stefna þeirra væri varðandi málefni hunda í Reykjavík. „Við sendum á alla flokkana og við fengum bara svör frá fimm flokkum. Það segir kannski mikla sögu um hver áhuginn er,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Píratar eini flokkurinn sem er með mótaða, vel ígrundaða stefnu Borgin okkar Reykjavík lýsti sig hlynnta hundahaldi í Reykjavík. Kvennahreyfingin sagðist ekki hafa mótað sér stefnu en sagðist að dýravelferð væri mikilvæg og að flokkurinn myndi móta sér skýra stefnu að kosningabaráttu lokinni. Svar Miðflokksins var á sömu lund. Píratar eru hins vegar með ítarlega stefnu um hunda og dýr almennt og var það eini flokkurinn sem gaf ítarlegt svar við fyrirspurninni. Píratar vilja bæta hundasvæði og hundagerði innan borgarmarkanna. Stofna dýraathvarf í samráði við þau félög sem nú sinna dýrum. Innleiða sérstaka Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, nýja stjórnsýslueiningu, sem beri ábyrgð á þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd samþykkta borgarinnar um gæludýrahald. Samfylkingin segir að „bæta þurfi aðstöðu fyrir hunda og hundaeigendur og að hundaleikvellir eigi að vera til í öllum borgarhlutum." Aðrir flokkar svöruðu ekki. Fáir staðir þar sem hundar geta spriklað án taums Í sumum póstnúmerum í Reykjavík eru aðstæður fyrir hunda og eigendur þeirra mjög bágbornar. Ef við tökum póstnúmer 101 og 105 sem dæmi er eitt hundagerði út við BSÍ þar sem hundar geta spriklað frjálsir án taums. Þetta þýðir að margir hundaeigendur sleppa hundum sínum á Klambratúni, þvert á reglur, allavega þegar enginn sér til. Rakel Linda Kristjánsdóttir segir að hundar hafi verið algjör afgangsstærð fyrir þessar kosningar í Reykjavík. Aðstaða fyrir hunda sé víða mjög léleg. „Hún er bara skelfileg. Því miður þá höfum við hjá félaginu reynt að leiðbeina borgaryfirvöldum varðandi það sem betur má fara og það hefur bara ekki verið hlustað á okkur,“ segir Rakel. Þetta sæti nokkurri furðu í ljósi þess hversu margir eigi hunda. „Við erum að tala um að meira en 20 prósent íbúa borgarinnar halda hund. Það eru ansi margir.“
Dýr Kosningar 2018 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira