Skoðun

Sterkari saman

Þórður Ingi Bjarnason skrifar
Í Hafnarfirði bjóða Framsókn og óháðir saman fram undir slagorðinu sterkari saman og á það vel við og er lýsandi fyrir framboðið. Að vinna í bæjarstjórn byggist á samvinnu allra sem kjörnir eru og því mikilvægt að velja frambjóðendur sem hafa samvinnuhugsjónina að leiðarljósi í orðum og verkum.

Framsókn og óháðir bjóða fram sterkan lista frambjóðenda sem hafa mismunandi bakgrunn og því fjölbreytt þekking og reynsla í þeim hópi. Allir eru þeir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að koma á móts við alla Hafnfirðinga og þess vegna eru stefnumálin miðuð að því. Menntamálin eru þar á meðal og hafa Framsókn og óháðir sett fram metnaðarfullar og raunhæfar tillögur í þeim efnum. Tryggja þarf að nemendum líði vel í skólum og að kennarar búi við þannig starfsskilyrði sem gefur þeim tækifæri til að efla þekkingu sína og þróa kennsluhætti með þarfir allra nemenda að leiðarljósi. Svo það geti gerst þurfa laun þeirra að vera samkeppnishæf, endurskoða nemendafjölda í bekk og fjölga úrræðum fyrir börn sem þurfa á meiri aðstoð að halda. Stórt skref var stigið þegar ákveðið var að hafnfirsk grunnskólabörn borga ekki fyrir námsgögn en Framsókn og óháðir ætla að tryggja að skólamáltíðir verði þeim einnig að kostnaðarlausu. Þannig er börnum ekki mismunað út frá efnahag. Börn búa við mismunandi félagslegar aðstæður og því þarf að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra fái sem fyrst aðstoð við hæfi á sviði félags-, heilbrigðis- eða fræðsluþjónustu. Þannig byggjum við upp sterka og glaða bæjarbúa sem skiptir okkur öll máli til framtíðar. -Getum við ekki öll verið sammála um það?

Á kjördag verður skrifstofan okkar að Strandgötu 75 opin allan daginn og bjóðum við öllum Hafnfirðingum í kosningakaffi og spjall.

Sterkari saman -XB

Höfundur er formaður Framsóknafélags Hafnarfjarðar og skipar 9. sæti á lista Framsóknar og óháðra




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×