Íbúalýðræði – þátttökulýðræði Birgir Jóhannsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Íbúalýðræði er allt það sem tengist möguleikum og aðferðafræði til að gera almenning virkari í stjórnmálum og auka þátttöku hans í ákvörðunum. Forsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði er að þátttaka sé fyrr hendi í þeim ákvörðunum sem snerta daglegt líf fólks. Þátttaka getur verið mismunandi en byrjaði fyrst í borgarskipulagi áður en hún varð virk í umhverfismálum. Í íbúalýðræði eru samtök íbúa í aðalhlutverki sem tengiliður við stjórnvöld. Hlutverk þess er að auka þátttöku íbúa í ákvörðunum sem hefur áhrif á líf þeirra. Samráð og þátttaka íbúa er óhjákvæmileg í ákvörðunartöku sem á að bæta líf íbúans. Íbúalýðræðið er grundvöllur uppbyggingar trausts og gegnsæis. Til þess að gera það virkt þarf að setja í það kraft. Það má ekki vera yfirborðskennt til þess að friða samvisku stjórnmálamanna heldur verður að vera raunverulegt til þess að valdið sé ekki aðeins í höndum kjörinna fulltrúa. Valdefling borgarbúa sýnir þeim virðingu og upphefur stöðu þeirra. Nefna má mörg dæmi þar sem þörf er á þátttöku íbúa í ákvörðunartöku sem tengist lífi þeirra og þjónustu við þá. Ákvörðunum um hvernig byggja á upp skóla og félagslíf. Hvernig viljinn er um að byggja upp borgina, hvaða íþróttamannvirki skal byggja, hvernig unnið er að umferðaröryggi, þrifum, endurvinnslu, grænum svæðum, hvernig skal vernda og endurnýja byggð og hvort þétting byggðar sé hótelvæðing eða nýjar íbúðir og bætt þjónusta.Betri borg Virkt íbúalýðræði með íbúakosningum hefði getað og getur komið í veg fyrir byggingu háhýsa við strandlengju Reykjavíkur og hvort lóðum sé úthlutað til hótelbygginga eða annarrar þjónustu. Hvort byggðir séu nýir leikvellir, hjólabrettagarðar, skautasvell, betra skíðasvæði eða fótboltahús fyrir íbúa í stað aðstöðu og útsýnispalla fyrir ferðamenn. Hvort almenningssamgöngur séu byggðar upp eða hvort peningarnir fari í hraðbrautaslaufur og að setja götur í stokk. Hvort byggðir séu upp hverfiskjarnar með þjónustu í úthverfum og græn svæði varðveitt. Allar þessar ákvarðanir eiga ekki að vera aðeins á valdi stjórnmálamanna og auðvaldsins. Með virku lýðræði þar sem haldið er reglulegt samráð og síðan kosningar um stefnu og val í uppbyggingu komust við nær íbúum og þeirra þörfum. Við eignumst betri borg og ánægðari erfingja í komandi kynslóðum. Lýðræðisstefna borgarinnar sem verið er að vinna að frumkvæði Pírata leggur grunninn að skýrum og gegnsæjum almennum leikreglum um íbúalýðræði og er vörn gegn klíkustarfsemi. Jafnframt henni er þörf á að gera stórauknar kröfur um virkt samráð og grenndarkynningar í deiliskipulags- og byggingarferlum. Áríðandi er að fella úrelt deiliskipulög úr gildi. Stjórnvöld þurfa uppbyggilega gagnrýni eins og allir til að vinna betur og íbúarnir eru með þeim í liði. Íbúarnir eru réttmætu eigendur borgarinnar.Höfundur er arkitekt og skipar 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Íbúalýðræði er allt það sem tengist möguleikum og aðferðafræði til að gera almenning virkari í stjórnmálum og auka þátttöku hans í ákvörðunum. Forsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði er að þátttaka sé fyrr hendi í þeim ákvörðunum sem snerta daglegt líf fólks. Þátttaka getur verið mismunandi en byrjaði fyrst í borgarskipulagi áður en hún varð virk í umhverfismálum. Í íbúalýðræði eru samtök íbúa í aðalhlutverki sem tengiliður við stjórnvöld. Hlutverk þess er að auka þátttöku íbúa í ákvörðunum sem hefur áhrif á líf þeirra. Samráð og þátttaka íbúa er óhjákvæmileg í ákvörðunartöku sem á að bæta líf íbúans. Íbúalýðræðið er grundvöllur uppbyggingar trausts og gegnsæis. Til þess að gera það virkt þarf að setja í það kraft. Það má ekki vera yfirborðskennt til þess að friða samvisku stjórnmálamanna heldur verður að vera raunverulegt til þess að valdið sé ekki aðeins í höndum kjörinna fulltrúa. Valdefling borgarbúa sýnir þeim virðingu og upphefur stöðu þeirra. Nefna má mörg dæmi þar sem þörf er á þátttöku íbúa í ákvörðunartöku sem tengist lífi þeirra og þjónustu við þá. Ákvörðunum um hvernig byggja á upp skóla og félagslíf. Hvernig viljinn er um að byggja upp borgina, hvaða íþróttamannvirki skal byggja, hvernig unnið er að umferðaröryggi, þrifum, endurvinnslu, grænum svæðum, hvernig skal vernda og endurnýja byggð og hvort þétting byggðar sé hótelvæðing eða nýjar íbúðir og bætt þjónusta.Betri borg Virkt íbúalýðræði með íbúakosningum hefði getað og getur komið í veg fyrir byggingu háhýsa við strandlengju Reykjavíkur og hvort lóðum sé úthlutað til hótelbygginga eða annarrar þjónustu. Hvort byggðir séu nýir leikvellir, hjólabrettagarðar, skautasvell, betra skíðasvæði eða fótboltahús fyrir íbúa í stað aðstöðu og útsýnispalla fyrir ferðamenn. Hvort almenningssamgöngur séu byggðar upp eða hvort peningarnir fari í hraðbrautaslaufur og að setja götur í stokk. Hvort byggðir séu upp hverfiskjarnar með þjónustu í úthverfum og græn svæði varðveitt. Allar þessar ákvarðanir eiga ekki að vera aðeins á valdi stjórnmálamanna og auðvaldsins. Með virku lýðræði þar sem haldið er reglulegt samráð og síðan kosningar um stefnu og val í uppbyggingu komust við nær íbúum og þeirra þörfum. Við eignumst betri borg og ánægðari erfingja í komandi kynslóðum. Lýðræðisstefna borgarinnar sem verið er að vinna að frumkvæði Pírata leggur grunninn að skýrum og gegnsæjum almennum leikreglum um íbúalýðræði og er vörn gegn klíkustarfsemi. Jafnframt henni er þörf á að gera stórauknar kröfur um virkt samráð og grenndarkynningar í deiliskipulags- og byggingarferlum. Áríðandi er að fella úrelt deiliskipulög úr gildi. Stjórnvöld þurfa uppbyggilega gagnrýni eins og allir til að vinna betur og íbúarnir eru með þeim í liði. Íbúarnir eru réttmætu eigendur borgarinnar.Höfundur er arkitekt og skipar 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar