Borgarlínan sig? Sigurður Friðleifsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Íslendingar vilja gjarnan skipta sér í andstæðar fylkingar. Stundum er eins og andstæðir hópar sameinist um að einfalda ágreiningsefnin til að auðvelda stríðsreksturinn. Borgarlínan er gott dæmi um þetta. Á meðan menn reita hár sitt yfir stuðningi eða andstöðu við Borgarlínu, þá losna allir við að ræða flóknara viðfangsefni sem sannarlega ætti að vera aðalatriðið í umræðunni. Aðalatriðið snýst um að bæta þjónustu á breiðum grunni fyrir bílminni lífsstíl. Já, ég segi bílminni, ekki bíllausan lífsstíl því ég ætla ekki að opna á barnalega og gamaldags orðræðu um „aðför að einkabílnum“. Það græða nefnilega allir á víðtækari möguleikum á bílminni lífsstíl. Þetta er einfaldlega lífskjara-, umhverfis- og lífsgæðamál. Það er bæði dýrt og mengandi að reka bifreið. Allar lausnir sem geta minnkað bílnotkun, bæði fyrir þá sem eiga bíl og þá sem eiga ekki bíl, skipta máli. Ungt fólk í heiminum er þegar farið að átta sig á þessu. Það vill aðgang að fjölbreyttum lausnum, ekki bara að strætó eða hjólreiðum eða deilibílum, heldur blöndu af öllu saman.Vilja sveigjanleika Nútímalegt fólk vill sveigjanleika, það vill stökkva upp í strætó þegar hentar með nettengingu og háa ferðatíðni. Það vill nota hjólið sitt eða leiguhjól þegar vel viðrar eða þegar það er í stuði til þess. Það vill geta leigt deilibíl til að skreppa í lengri ferðir eða flytja eitthvað en nennir kannski ekki að eiga hann þess á milli. Það vill líka aðgang að nútímalegri og afar aðgengilegri leigubílaþjónustu eins og Über þegar sá gállinn er á því. Krafan er einföld, sveigjanleg og fjölbreytt þjónusta eftir þörf og stemningu hverju sinni. En þetta snýst ekki bara um að eiga eða eiga ekki bíl. Þetta snýst líka um að þurfa ekki að eiga tvo bíla eða jafnvel bara að geta keyrt báða bílana sína aðeins minna. Þetta er framtíðin og sú þjónustuaukning sem þarf að huga að í nútímalegu samfélagi. Eins og áður segir er þetta ekki bara umhverfismál heldur líka lífskjaramál því að fjölskylda getur t.d. sparað ótrúlega mikla peninga með því að losa sig við, þó ekki væri nema annan bílinn. Samkvæmt FÍB er rekstrarkostnaður á nýjum, ódýrum bíl um 1.117.600 krónur ári. Það er margt hægt að gera fyrir rúma milljón. Fjögurra manna fjölskylda gæti til dæmis keypt fjögur rafhjól í IKEA og árskort í strætó handa öllum og samt átt um 500 þúsund króna afgang til að nýta sér deilibíla, hjólaleigur, Über, bílaleigur og leigubíla. Best væri svo ef hægt væri að nota eitt samgöngukort eða app til að greiða með einföldum hætti fyrir alla samgönguþjónustu. Auðvitað þarf svo að stuðla að því að öll þessi fjölbreytta samgönguþjónusta keyri á umhverfisvænni orku. Stóra verkefnið að mínu mati er því fyrst og fremst að stuðla að einfaldri, aðgengilegri og umfram allt fjölbreyttri almenningssamgönguþjónustu til að opna möguleikana á bílminni lífsstíl. Það er allra hagur en Borgarlínan er í raun bara eitt brot af þeirri framtíðarsýn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar vilja gjarnan skipta sér í andstæðar fylkingar. Stundum er eins og andstæðir hópar sameinist um að einfalda ágreiningsefnin til að auðvelda stríðsreksturinn. Borgarlínan er gott dæmi um þetta. Á meðan menn reita hár sitt yfir stuðningi eða andstöðu við Borgarlínu, þá losna allir við að ræða flóknara viðfangsefni sem sannarlega ætti að vera aðalatriðið í umræðunni. Aðalatriðið snýst um að bæta þjónustu á breiðum grunni fyrir bílminni lífsstíl. Já, ég segi bílminni, ekki bíllausan lífsstíl því ég ætla ekki að opna á barnalega og gamaldags orðræðu um „aðför að einkabílnum“. Það græða nefnilega allir á víðtækari möguleikum á bílminni lífsstíl. Þetta er einfaldlega lífskjara-, umhverfis- og lífsgæðamál. Það er bæði dýrt og mengandi að reka bifreið. Allar lausnir sem geta minnkað bílnotkun, bæði fyrir þá sem eiga bíl og þá sem eiga ekki bíl, skipta máli. Ungt fólk í heiminum er þegar farið að átta sig á þessu. Það vill aðgang að fjölbreyttum lausnum, ekki bara að strætó eða hjólreiðum eða deilibílum, heldur blöndu af öllu saman.Vilja sveigjanleika Nútímalegt fólk vill sveigjanleika, það vill stökkva upp í strætó þegar hentar með nettengingu og háa ferðatíðni. Það vill nota hjólið sitt eða leiguhjól þegar vel viðrar eða þegar það er í stuði til þess. Það vill geta leigt deilibíl til að skreppa í lengri ferðir eða flytja eitthvað en nennir kannski ekki að eiga hann þess á milli. Það vill líka aðgang að nútímalegri og afar aðgengilegri leigubílaþjónustu eins og Über þegar sá gállinn er á því. Krafan er einföld, sveigjanleg og fjölbreytt þjónusta eftir þörf og stemningu hverju sinni. En þetta snýst ekki bara um að eiga eða eiga ekki bíl. Þetta snýst líka um að þurfa ekki að eiga tvo bíla eða jafnvel bara að geta keyrt báða bílana sína aðeins minna. Þetta er framtíðin og sú þjónustuaukning sem þarf að huga að í nútímalegu samfélagi. Eins og áður segir er þetta ekki bara umhverfismál heldur líka lífskjaramál því að fjölskylda getur t.d. sparað ótrúlega mikla peninga með því að losa sig við, þó ekki væri nema annan bílinn. Samkvæmt FÍB er rekstrarkostnaður á nýjum, ódýrum bíl um 1.117.600 krónur ári. Það er margt hægt að gera fyrir rúma milljón. Fjögurra manna fjölskylda gæti til dæmis keypt fjögur rafhjól í IKEA og árskort í strætó handa öllum og samt átt um 500 þúsund króna afgang til að nýta sér deilibíla, hjólaleigur, Über, bílaleigur og leigubíla. Best væri svo ef hægt væri að nota eitt samgöngukort eða app til að greiða með einföldum hætti fyrir alla samgönguþjónustu. Auðvitað þarf svo að stuðla að því að öll þessi fjölbreytta samgönguþjónusta keyri á umhverfisvænni orku. Stóra verkefnið að mínu mati er því fyrst og fremst að stuðla að einfaldri, aðgengilegri og umfram allt fjölbreyttri almenningssamgönguþjónustu til að opna möguleikana á bílminni lífsstíl. Það er allra hagur en Borgarlínan er í raun bara eitt brot af þeirri framtíðarsýn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun