Skoðun

Skilum árangrinum til bæjarbúa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fyrir fjórum árum kynntum við bæjarbúum nýja sýn í aðdraganda kosninganna, vildum móta samfélagið okkar í anda lýðræðis, gegnsæis og reka Reykjanesbæ á ábyrgan hátt.

Við jukum áhrif íbúa á mótun bæjarins okkar. Á kjörtímabilinu voru haldnir 15 íbúafundir og íbúakosning var haldin að frumkvæða íbúa um deiliskipulag í Helguvík, sú fyrsta á landinu.

Við endurskoðuðum rekstur sveitarfélagsins og komum honum í lag. Fjárhagsleg staða bæjarins er öll önnur og sterkari nú.

Við settum skýr mörk á milli stjórnmálamanna og rekstrar bæjarins. Réðum ópólitískan bæjarstjóra, tryggðum að allar ráðningar eru án afskipta stjórnmálamanna og gerðum stjórnsýsluna gegnsærri.

Við höfum stjórnað bænum okkar undanfarin fjögur ár á opnari og ábyrgari hátt en áður og okkur tókst að hlífa fjölskyldum bæjarins á erfiðum tímum með því t.d. að þrefalda hvatagreiðslur, hækka styrki til íþróttafélaga og umönnunargreiðslur til dagforeldra.

Samfélag í sókn

Tiltektin var drjúg og verkefnið stórt en með samstilltu átaki bæjarbúa og bæjarstjórnar tókst það. Nú getur uppbyggingin og sóknin hafist að fullu.

Nú er tími til að láta samfélagið njóta árangursins sem við höfum öll náð saman. Gott er að geta byrjað á því að skila árangrinum í ábyrgari rekstri bæjarins til fjölskyldanna og lækka útsvarið á næsta ári um 300 milljónir eins og ákveðið hefur verð.

Takk fyrir stuðninginn og þolinmæðina við endureisn bæjarins okkar. Við munum skila árangrinum til bæjarbúa - með ykkar hjálp.

XS - Samfélag í sókn.

Höfundur er oddviti S-lista Samfylkingar og óháðra í Reykjanesbæ




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×