Borgarlína, nei takk? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Meirihluti Reykvíkinga ferðast einn um í bíl. Annar stærsti kostnaðarliður heimilanna er samgöngur. Samkvæmt FÍB kostar rekstur lítils fólksbíls yfir milljón á ári og mörg heimili reka fleiri en einn. Beinn kostnaður borgarinnar af rekstri og viðhaldi gatnakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári. Tekjur borgarinnar af bílum eru engar umfram bílastæðagjöld. Borgin er skipulögð í kringum bíla og hlutfall samgöngumannvirkja af landnotkun er 48%. Þrátt fyrir að bíllinn sé í forgangi og að stofnbrautir kljúfi borgina og hverfi borgarinnar og þrátt fyrir að mislæg gatnamót greiði fyrir umferð inni í borginni þá hægist á umferð á háannatíma. Það hægist á umferð þar sem stór hluti fólks ferðast sömu leiðir til og frá vinnu á sama tíma, hver og einn í sínum bíl. Til þess að bílarnir komist leiðar sinnar höfum við 4-8 akreina hraðbrautir sem liggja milli úthverfa Reykjavíkur, nágrannasveitarfélaga og borgarinnar þar sem stór hluti stundar nám eða vinnu. Ferðatími fólks í borginni hefur lengst um 1-2 mínútur í hverri ferð á seinustu árum. Umferðin hefur þyngst og fólk er 1-2 mínútum lengur í bílnum í hverri ferð. Aðspurður vill meirihluti Reykvíkinga setja borgarlínu, strætó og hjólreiðar í forgang þegar spurt er út í umbætur á samgöngukerfi borgarinnar. Þriðjungur nefnir stofnvegakerfið. Stofnkostnaður við borgarlínu felst í að leggja og reka forgangsakreinar og gera skýlin rúmgóð, hlý og þægileg og aðgengileg öllum. Þessar forgangsreinar, ef notaðar undir almenna umferð, myndu kosta jafnmikið en hafa mjög takmörkuð áhrif á umferðarflæði og ferðatíma. Rekstrarkostnaður borgarlínu mun vera vegna rekstrar rafmagnsvagna sem keyra á 5-10 mínútna tíðni óhindrað eftir helstu samgönguleiðum borgarinnar. Farþegar borgarlínu munu taka þátt í þeim rekstrarkostnaði með farþegagjöldum. Kostnaður við einkabílinn leggst þyngst á heimilin, sem greiða fleiri milljónir á ári fyrir rekstur einkabíla og finnst þau ekki hafa val um annað. Kostnaður borgarinnar við rekstur vegakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári og við það leggst svo rekstur stofnbrauta sem er hjá ríkinu. Samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa er gríðarlegur og áætlað er að rekja megi 80 dauðsföll á ári til svifryksmengunar. Með því að segja já við borgarlínu og horfa til framtíðar þá munum við sjá styttri ferðatíma, minni samöngukostnað fyrir heimilin, hagkvæmari rekstur samgöngukerfis borgarinnar, minni mengun og meira frelsi fólks til að ferðast um höfuðborgina. Því segi ég Borgarlína, já takk!Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Kosningar 2018 Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Meirihluti Reykvíkinga ferðast einn um í bíl. Annar stærsti kostnaðarliður heimilanna er samgöngur. Samkvæmt FÍB kostar rekstur lítils fólksbíls yfir milljón á ári og mörg heimili reka fleiri en einn. Beinn kostnaður borgarinnar af rekstri og viðhaldi gatnakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári. Tekjur borgarinnar af bílum eru engar umfram bílastæðagjöld. Borgin er skipulögð í kringum bíla og hlutfall samgöngumannvirkja af landnotkun er 48%. Þrátt fyrir að bíllinn sé í forgangi og að stofnbrautir kljúfi borgina og hverfi borgarinnar og þrátt fyrir að mislæg gatnamót greiði fyrir umferð inni í borginni þá hægist á umferð á háannatíma. Það hægist á umferð þar sem stór hluti fólks ferðast sömu leiðir til og frá vinnu á sama tíma, hver og einn í sínum bíl. Til þess að bílarnir komist leiðar sinnar höfum við 4-8 akreina hraðbrautir sem liggja milli úthverfa Reykjavíkur, nágrannasveitarfélaga og borgarinnar þar sem stór hluti stundar nám eða vinnu. Ferðatími fólks í borginni hefur lengst um 1-2 mínútur í hverri ferð á seinustu árum. Umferðin hefur þyngst og fólk er 1-2 mínútum lengur í bílnum í hverri ferð. Aðspurður vill meirihluti Reykvíkinga setja borgarlínu, strætó og hjólreiðar í forgang þegar spurt er út í umbætur á samgöngukerfi borgarinnar. Þriðjungur nefnir stofnvegakerfið. Stofnkostnaður við borgarlínu felst í að leggja og reka forgangsakreinar og gera skýlin rúmgóð, hlý og þægileg og aðgengileg öllum. Þessar forgangsreinar, ef notaðar undir almenna umferð, myndu kosta jafnmikið en hafa mjög takmörkuð áhrif á umferðarflæði og ferðatíma. Rekstrarkostnaður borgarlínu mun vera vegna rekstrar rafmagnsvagna sem keyra á 5-10 mínútna tíðni óhindrað eftir helstu samgönguleiðum borgarinnar. Farþegar borgarlínu munu taka þátt í þeim rekstrarkostnaði með farþegagjöldum. Kostnaður við einkabílinn leggst þyngst á heimilin, sem greiða fleiri milljónir á ári fyrir rekstur einkabíla og finnst þau ekki hafa val um annað. Kostnaður borgarinnar við rekstur vegakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári og við það leggst svo rekstur stofnbrauta sem er hjá ríkinu. Samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa er gríðarlegur og áætlað er að rekja megi 80 dauðsföll á ári til svifryksmengunar. Með því að segja já við borgarlínu og horfa til framtíðar þá munum við sjá styttri ferðatíma, minni samöngukostnað fyrir heimilin, hagkvæmari rekstur samgöngukerfis borgarinnar, minni mengun og meira frelsi fólks til að ferðast um höfuðborgina. Því segi ég Borgarlína, já takk!Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun