Hlustum á eldra fólk! Raunhæfar aðgerðir til að bæta lífsgæði aldraðra Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2018 15:29 Við Vinstri græn viljum að Reykjavík sé aldursvæn borg. Til þess þurfum við að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Við munum styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, efla félagsstarf og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt. Það er sérstaklega mikilvægt að við virðum reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks. Öldungaráð Reykjavíkur var gert að reglulegum samráðsvettvangi borgarstjórnar og eldri borgara á yfirstandandi kjörtímabili. Vinstri græn vilja efla samvinnu við aðstandendur, hagsmunasamtök og notendur þjónustu enn frekar. Raunhæfar aðgerðir Vinstri græn hafa sett fram tillögur um árangursríkar aðgerðir sem stuðla að því að eldra fólk geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Aðgerðir sem hafa þegar sannað sig, ýmist hér á landi eða í nágrannalöndunum, aðgerðir sem svara þörfum eldri borgara. Heimaþjónusta og hjúkrunarrými Við leggjum sérstaklega áherslu á að bæta lífsgæði og hjálpa fólki að búa sem lengst á eigin heimili, en við verðum að tryggja að fólk sem getur það ekki hafi öruggt aðgengi að heimaþjónustu og hjúkrunarrýmum. Eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun: Við munum tryggja fjáragn í samvinnu við ríkið til að efla almenna heimahjúkrun og koma á fót sérhæfðri þjónustu, svo sem við heilabilaðra og liknarmeðferð i heimahúsi.Endurhæfing í heimahúsi: Tryggja þarf innleiðingu á endurhæfingu í heimahúsi í öllum hverfum borgarinnar. Bæta þarf sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt næringarráðgjöfum við þann hóp fagfólks sem annast þjónustu við aldraða.Nýtum velferðartækni: Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og rafrænum heimaþjónustukerfum. Við munum halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Fleiri hjúkrunar og dagvalarrými: Það er hávær krafa um að hjúkrunar og dvalarrýmum verði fjölgað. Við höfum tryggt fjölgun hjúkrunarrýma í borginni í samstarfi við heilbrigðisráðherra og mikilvægt er að tryggja auk þess fjölgun dagvalarrýma í borginni fyrir þá sem þurfa. Rjúfum félagslega einangrunEitt alvarlegasta heilsufarsvandamál sem margt eldra fólk stendur frammi fyrir er félagsleg einangrun og einmanaleiki. Allar rannsóknir sýna að fátt hefur betri áhrif á líkamlega og andlega heilsu aldraðra, og eykur lífsgæði meira en virk félagsleg þátttaka. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að við rjúfum félagslega einangrun aldraðra. Samvera kynslóðanna: Á þessu kjörtímabili höfum við sett af stað verkefni sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Við viljum að skoðað verði hvernig hægt sé að auka samstarf leikskóla og félagsmiðstöðva aldraðr með formgerðu samstafi.Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili beittum við Vinstri græn okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf. Nú veitir kortið ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn, auk verulegs afsláttar í strætó. Við viljum stórauka þá þjónustu sem kortið veitir aðgang að.Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, við þurfumað tryggja jafnan aðgang fátækra eldri borgara, innflytjenda og hinsegin fólks að þjónustu, stuðningi og ráðgjöf á vegum borgarinnar. Það er algerlega óþolandi að stór hluti aldraðra búi undir fátækramörkum og enn fleiri við mjög kröpp kjör. Það á að vera forgangsverkefni borgarinnar að bæta þjónustu við eldra fólk óháð efnahag. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk á öllum aldri, aldrusvæn manneskjuvæn borg sem hlúir að öllum borgarbúum.Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjornarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Kosningar 2018 Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn viljum að Reykjavík sé aldursvæn borg. Til þess þurfum við að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Við munum styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, efla félagsstarf og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt. Það er sérstaklega mikilvægt að við virðum reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks. Öldungaráð Reykjavíkur var gert að reglulegum samráðsvettvangi borgarstjórnar og eldri borgara á yfirstandandi kjörtímabili. Vinstri græn vilja efla samvinnu við aðstandendur, hagsmunasamtök og notendur þjónustu enn frekar. Raunhæfar aðgerðir Vinstri græn hafa sett fram tillögur um árangursríkar aðgerðir sem stuðla að því að eldra fólk geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Aðgerðir sem hafa þegar sannað sig, ýmist hér á landi eða í nágrannalöndunum, aðgerðir sem svara þörfum eldri borgara. Heimaþjónusta og hjúkrunarrými Við leggjum sérstaklega áherslu á að bæta lífsgæði og hjálpa fólki að búa sem lengst á eigin heimili, en við verðum að tryggja að fólk sem getur það ekki hafi öruggt aðgengi að heimaþjónustu og hjúkrunarrýmum. Eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun: Við munum tryggja fjáragn í samvinnu við ríkið til að efla almenna heimahjúkrun og koma á fót sérhæfðri þjónustu, svo sem við heilabilaðra og liknarmeðferð i heimahúsi.Endurhæfing í heimahúsi: Tryggja þarf innleiðingu á endurhæfingu í heimahúsi í öllum hverfum borgarinnar. Bæta þarf sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt næringarráðgjöfum við þann hóp fagfólks sem annast þjónustu við aldraða.Nýtum velferðartækni: Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og rafrænum heimaþjónustukerfum. Við munum halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Fleiri hjúkrunar og dagvalarrými: Það er hávær krafa um að hjúkrunar og dvalarrýmum verði fjölgað. Við höfum tryggt fjölgun hjúkrunarrýma í borginni í samstarfi við heilbrigðisráðherra og mikilvægt er að tryggja auk þess fjölgun dagvalarrýma í borginni fyrir þá sem þurfa. Rjúfum félagslega einangrunEitt alvarlegasta heilsufarsvandamál sem margt eldra fólk stendur frammi fyrir er félagsleg einangrun og einmanaleiki. Allar rannsóknir sýna að fátt hefur betri áhrif á líkamlega og andlega heilsu aldraðra, og eykur lífsgæði meira en virk félagsleg þátttaka. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að við rjúfum félagslega einangrun aldraðra. Samvera kynslóðanna: Á þessu kjörtímabili höfum við sett af stað verkefni sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Við viljum að skoðað verði hvernig hægt sé að auka samstarf leikskóla og félagsmiðstöðva aldraðr með formgerðu samstafi.Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili beittum við Vinstri græn okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf. Nú veitir kortið ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn, auk verulegs afsláttar í strætó. Við viljum stórauka þá þjónustu sem kortið veitir aðgang að.Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, við þurfumað tryggja jafnan aðgang fátækra eldri borgara, innflytjenda og hinsegin fólks að þjónustu, stuðningi og ráðgjöf á vegum borgarinnar. Það er algerlega óþolandi að stór hluti aldraðra búi undir fátækramörkum og enn fleiri við mjög kröpp kjör. Það á að vera forgangsverkefni borgarinnar að bæta þjónustu við eldra fólk óháð efnahag. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk á öllum aldri, aldrusvæn manneskjuvæn borg sem hlúir að öllum borgarbúum.Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjornarkosningar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun