Átak í uppbyggingu hjúkrunarrýma Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Skortur á hjúkrunarrýmum hefur leitt til þess að biðtími eftir þeim hefur lengst. Árið 2017 var meðalbiðtími þeirra sem fara í hjúkrunarrými 106 dagar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er það markmið kynnt að biðtími eftir hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum á tímabilinu. Árið 2017 var hlutfall íbúa sem fá dvöl í hjúkrunarrými og hafa beðið skemur en 90 daga 59% en markmið nú er að þetta hlutfall hækki og verði 80% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Það er óþarfi að fjölyrða um mikilvægi uppbyggingar hjúkrunarrýma. Fjölgun hjúkrunarrýma hefur auðvitað fyrst og fremst jákvæð áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum. Uppbyggingin hefur einnig áhrif á heilbrigðiskerfið allt; fleiri hjúkrunarrými létta á deildum Landspítalans, heilbrigðisstofnunum um allt land og heilsugæslunni. Þannig leiðir uppbyggingin til þess að mögulegt er að veita heilbrigðisþjónustu í meira mæli á réttu þjónustustigi. Þannig aukast gæði þjónustunnar fyrir alla landsmenn, óháð aldri. Heildarfjölda hjúkrunarrýma sem eru á framkvæmdaáætlun núna eru 790. Ný viðbótarrými eru 550 og rými sem þegar eru fyrir hendi en þar sem aðbúnaður verður bættur eru 240. Fjöldi rýma sem bætt var við frá fyrri fjármálaáætlun er rúmlega 300, þar af 241 ný rými og 63 rými þar sem bæta á aðbúnað. Staðsetning fyrrgreindra rýma liggur ekki fyrir með óyggjandi hætti en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er fremur horft til heilbrigðisumdæma en nákvæmrar staðsetningar. Það skýrist af því að möguleikar sveitarfélaga til að koma að verkefninu með ríkinu geta haft áhrif á áætlaðar framkvæmdir. Vinnan sem framundan er við staðarval, byggingu og rekstur umræddra hjúkrunarrýma er bæði viðamikið og spennandi verkefni. Það er ánægjulegt að geta sagt frá þessari áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma og ég er viss um að uppbyggingin mun hafa mjög jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið allt.Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Skortur á hjúkrunarrýmum hefur leitt til þess að biðtími eftir þeim hefur lengst. Árið 2017 var meðalbiðtími þeirra sem fara í hjúkrunarrými 106 dagar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er það markmið kynnt að biðtími eftir hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum á tímabilinu. Árið 2017 var hlutfall íbúa sem fá dvöl í hjúkrunarrými og hafa beðið skemur en 90 daga 59% en markmið nú er að þetta hlutfall hækki og verði 80% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Það er óþarfi að fjölyrða um mikilvægi uppbyggingar hjúkrunarrýma. Fjölgun hjúkrunarrýma hefur auðvitað fyrst og fremst jákvæð áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum. Uppbyggingin hefur einnig áhrif á heilbrigðiskerfið allt; fleiri hjúkrunarrými létta á deildum Landspítalans, heilbrigðisstofnunum um allt land og heilsugæslunni. Þannig leiðir uppbyggingin til þess að mögulegt er að veita heilbrigðisþjónustu í meira mæli á réttu þjónustustigi. Þannig aukast gæði þjónustunnar fyrir alla landsmenn, óháð aldri. Heildarfjölda hjúkrunarrýma sem eru á framkvæmdaáætlun núna eru 790. Ný viðbótarrými eru 550 og rými sem þegar eru fyrir hendi en þar sem aðbúnaður verður bættur eru 240. Fjöldi rýma sem bætt var við frá fyrri fjármálaáætlun er rúmlega 300, þar af 241 ný rými og 63 rými þar sem bæta á aðbúnað. Staðsetning fyrrgreindra rýma liggur ekki fyrir með óyggjandi hætti en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er fremur horft til heilbrigðisumdæma en nákvæmrar staðsetningar. Það skýrist af því að möguleikar sveitarfélaga til að koma að verkefninu með ríkinu geta haft áhrif á áætlaðar framkvæmdir. Vinnan sem framundan er við staðarval, byggingu og rekstur umræddra hjúkrunarrýma er bæði viðamikið og spennandi verkefni. Það er ánægjulegt að geta sagt frá þessari áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma og ég er viss um að uppbyggingin mun hafa mjög jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið allt.Höfundur er heilbrigðisráðherra
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun