Tækifæri í fúskinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. júní 2018 09:00 Niðurstaðan í veiðigjaldamálinu svokallaða sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarnar vikur er sú að heimild til innheimtu gjaldanna óbreyttra skuli framlengd til áramóta. Hermt er að þessar málalyktir, ef málalyktir skyldi kalla, séu til komnar að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Vinstri grænna. Skyldi engan undra enda hafa þau átt í vök að verjast vegna málsins. Auðvitað er það óboðlegt að umdeilt mál sem þetta komi fram með ekki lengri fyrirvara. Varla héldu Vinstri græn og samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn að málið myndi sigla athugasemdalaust gegnum þingið? Seint verða það heldur talin góð vinnubrögð að slá málinu einfaldlega á frest. Reikningar úr heimilisbókhaldinu hverfa ekki þótt þeim sé stungið ofan í skúffu. Þá þarf að greiða að endingu og þá með dráttarvöxtum og vanskilagjöldum. Viðbúið er að veiðigjaldamálið komi aftur fyrir Alþingi í haust. Þetta er jákvæður fylgifiskur klaufagangs ríkisstjórnarinnar. Þá gefst vonandi færi á að ræða innheimtu veiðigjalda heildstætt. Það er staðreynd að kvótinn hefur safnast á fárra hendur undanfarna áratugi. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þess hefur verið að áður blómleg sjávarpláss hafa átt erfiða tíma. Sjálfsagt er og eðlilegt að í löggjöf um stjórn sé innbyggt kerfi sem hyglir smærri útgerðum í dreifðum byggðum landsins. Hluti af því gæti verið að slíkar útgerðir fengju afslátt eða jafnvel niðurfellingu veiðigjalda í einhverjum tilvikum. Önnur staðreynd er sú að stóru útgerðirnar í landinu hafa búið við arðsemi sem ekki þekkist annars staðar í atvinnulífinu. Jafnvel að loknu samdráttarskeiði undanfarinna ára er munurinn sláandi. Eigendur þessara sömu útgerða hafa einnig verið að hasla sér völl annars staðar í atvinnulífinu. Þau hafa keypt fjölmiðla, heildsölur og verða brátt fyrirferðarmikil í stærsta smásölufélagi landsins. Einboðið er að þessi þróun haldi áfram enda þurfa peningar að finna sér farveg. Ástæðan fyrir gríðarlegri arðsemi þessara fyrirtækja er ekki einungis sú að þeim stýrir fólk sem kann sitt fag, þótt sú sé vissulega raunin. Nei, munurinn liggur fyrst og fremst í því að útgerðin greiðir smánarlegt gjald fyrir vöru sína – fiskinn í sjónum. Á tyllidögum er sagt að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar. Er þá ekki eðlilegt að þjóðin innheimti eðlilegt gjald fyrir framsal á þessari eign? Hvað mætti byggja marga Landspítala ef sú væri raunin? Það er þessi spurning sem þingmenn þurfa að svara og velta fyrir sér þegar þing kemur saman. Flumbrugangurinn nú varð þó til þess að rúmur tími og tækifæri munu gefast til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Niðurstaðan í veiðigjaldamálinu svokallaða sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarnar vikur er sú að heimild til innheimtu gjaldanna óbreyttra skuli framlengd til áramóta. Hermt er að þessar málalyktir, ef málalyktir skyldi kalla, séu til komnar að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Vinstri grænna. Skyldi engan undra enda hafa þau átt í vök að verjast vegna málsins. Auðvitað er það óboðlegt að umdeilt mál sem þetta komi fram með ekki lengri fyrirvara. Varla héldu Vinstri græn og samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn að málið myndi sigla athugasemdalaust gegnum þingið? Seint verða það heldur talin góð vinnubrögð að slá málinu einfaldlega á frest. Reikningar úr heimilisbókhaldinu hverfa ekki þótt þeim sé stungið ofan í skúffu. Þá þarf að greiða að endingu og þá með dráttarvöxtum og vanskilagjöldum. Viðbúið er að veiðigjaldamálið komi aftur fyrir Alþingi í haust. Þetta er jákvæður fylgifiskur klaufagangs ríkisstjórnarinnar. Þá gefst vonandi færi á að ræða innheimtu veiðigjalda heildstætt. Það er staðreynd að kvótinn hefur safnast á fárra hendur undanfarna áratugi. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þess hefur verið að áður blómleg sjávarpláss hafa átt erfiða tíma. Sjálfsagt er og eðlilegt að í löggjöf um stjórn sé innbyggt kerfi sem hyglir smærri útgerðum í dreifðum byggðum landsins. Hluti af því gæti verið að slíkar útgerðir fengju afslátt eða jafnvel niðurfellingu veiðigjalda í einhverjum tilvikum. Önnur staðreynd er sú að stóru útgerðirnar í landinu hafa búið við arðsemi sem ekki þekkist annars staðar í atvinnulífinu. Jafnvel að loknu samdráttarskeiði undanfarinna ára er munurinn sláandi. Eigendur þessara sömu útgerða hafa einnig verið að hasla sér völl annars staðar í atvinnulífinu. Þau hafa keypt fjölmiðla, heildsölur og verða brátt fyrirferðarmikil í stærsta smásölufélagi landsins. Einboðið er að þessi þróun haldi áfram enda þurfa peningar að finna sér farveg. Ástæðan fyrir gríðarlegri arðsemi þessara fyrirtækja er ekki einungis sú að þeim stýrir fólk sem kann sitt fag, þótt sú sé vissulega raunin. Nei, munurinn liggur fyrst og fremst í því að útgerðin greiðir smánarlegt gjald fyrir vöru sína – fiskinn í sjónum. Á tyllidögum er sagt að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar. Er þá ekki eðlilegt að þjóðin innheimti eðlilegt gjald fyrir framsal á þessari eign? Hvað mætti byggja marga Landspítala ef sú væri raunin? Það er þessi spurning sem þingmenn þurfa að svara og velta fyrir sér þegar þing kemur saman. Flumbrugangurinn nú varð þó til þess að rúmur tími og tækifæri munu gefast til þess.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar