Alþjóðaflugvelli 30 km nær Reykjavík fylgir mikill ábati Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2018 19:30 Frá gatnamótum Reykjanesbrautar við Hvassahraun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tímasparnaður sem fylgdi styttingu vegalengda með nýjum alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni er metinn allt að 120 milljarða króna virði. Vegalengd frá búsetumiðju höfuðborgarsvæðsins myndi styttast um þrjátíu kílómetra, miðað við Keflavíkurflugvöll. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er rétt eins og mislægu gatnamótin í Hvassahrauni hafi verið hugsuð út frá þeirri niðurstöðu Rögnunefndar fyrir þremur árum að þar í hrauninu væri besta svæðið sem gæti sameinað bæði innanlands- og millilandaflugvöll. Fjarlægðin frá búsetumiðju höfuðborgarsvæðisins er í skýrslu nefndarinnar sögð 21 kílómetri, um 30 kílómetrum styttri en til Keflavíkurflugvallar. Samgönguráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson sagði á Stöð 2 í síðustu viku að hugmyndir um Hvassahraun væru mjög stórar „ef" spurningar og mættu ekki tefja uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Hvern einstakling munar um að stytta vegalengd um kannski þrjátíu kílómetra, hvað þá sextíu kílómetra fram og til baka, og þegar við erum að tala um milljónir ferðamanna árlega, þá erum við tala um ábata sem hleypur á gríðarlegum fjárhæðum.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Tíminn er bara mjög dýrmætur,” segir Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem reiknaði út fyrir Rögnunefnd sparnaðinn við styttingu vegalengda. „Annarsvegar þá sparast tíminn hjá flugfarþegum, sem þá þurfa ekki að fara alla leið til Keflavíkur úr höfuðborginni. Reyndar lengist leiðin fyrir innanlandsflugið svolítið á móti. En svo hinsvegar þá sparast tími hérna innanbæjar við það að það byggist upp byggð nær hringiðunni í Vatnsmýrinni en ekki upp í Úlfarsárdal. Það er rúmur helmingurinn af sparnaðinum,” segir Sigurður.Fyrstu hugmyndir að flugvelli í Hvassahrauni gerðu ráð fyrir að hann yrði í byrjun aðallega sniðinn að þörfum innanlandsflugs. Nú er rætt um að hann þjóni bæði innanlands- og millilandaflugi.Grafík/Úr skýrslu Rögnunefndar.Með aðferðum hagfræðinnar var sparnaður flugfarþega vegna breyttrar staðsetningar flugvalla talinn 30 til 50 milljarðar, núvirt til 50 ára, og svo bætist við tímasparnaður vegna byggðar í Vatnsmýri. „Heildarsparnaðurinn var 80 til 120 milljarðar, eitthvað á því bili, af þessu tvennu. Hann verður svo að meta á móti stofnkostnaði og rekstrarkostnaði við nýjan flugvöll, umfram það að reka þessa tvo flugvelli, í Keflavík og hérna í Reykjavík,” segir Sigurður. Á sama tíma og stjórnvöld áforma að verja allt að 150 milljörðum króna til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli, og hugmyndir eru um að setja annað eins í hraðlest, af því að það er svo langt að fara, hlýtur að vera áleitin spurning hvort skynsamlegra sé að byggja hreinlega nýjan framtíðarflugvöll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Skynsamlegra að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. 24. júlí 2017 19:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Hugmyndir um Hvassahraun tefji ekki fyrir uppbyggingu Keflavíkurflugvallar Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. 3. júní 2018 20:30 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Tímasparnaður sem fylgdi styttingu vegalengda með nýjum alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni er metinn allt að 120 milljarða króna virði. Vegalengd frá búsetumiðju höfuðborgarsvæðsins myndi styttast um þrjátíu kílómetra, miðað við Keflavíkurflugvöll. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er rétt eins og mislægu gatnamótin í Hvassahrauni hafi verið hugsuð út frá þeirri niðurstöðu Rögnunefndar fyrir þremur árum að þar í hrauninu væri besta svæðið sem gæti sameinað bæði innanlands- og millilandaflugvöll. Fjarlægðin frá búsetumiðju höfuðborgarsvæðisins er í skýrslu nefndarinnar sögð 21 kílómetri, um 30 kílómetrum styttri en til Keflavíkurflugvallar. Samgönguráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson sagði á Stöð 2 í síðustu viku að hugmyndir um Hvassahraun væru mjög stórar „ef" spurningar og mættu ekki tefja uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Hvern einstakling munar um að stytta vegalengd um kannski þrjátíu kílómetra, hvað þá sextíu kílómetra fram og til baka, og þegar við erum að tala um milljónir ferðamanna árlega, þá erum við tala um ábata sem hleypur á gríðarlegum fjárhæðum.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Tíminn er bara mjög dýrmætur,” segir Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem reiknaði út fyrir Rögnunefnd sparnaðinn við styttingu vegalengda. „Annarsvegar þá sparast tíminn hjá flugfarþegum, sem þá þurfa ekki að fara alla leið til Keflavíkur úr höfuðborginni. Reyndar lengist leiðin fyrir innanlandsflugið svolítið á móti. En svo hinsvegar þá sparast tími hérna innanbæjar við það að það byggist upp byggð nær hringiðunni í Vatnsmýrinni en ekki upp í Úlfarsárdal. Það er rúmur helmingurinn af sparnaðinum,” segir Sigurður.Fyrstu hugmyndir að flugvelli í Hvassahrauni gerðu ráð fyrir að hann yrði í byrjun aðallega sniðinn að þörfum innanlandsflugs. Nú er rætt um að hann þjóni bæði innanlands- og millilandaflugi.Grafík/Úr skýrslu Rögnunefndar.Með aðferðum hagfræðinnar var sparnaður flugfarþega vegna breyttrar staðsetningar flugvalla talinn 30 til 50 milljarðar, núvirt til 50 ára, og svo bætist við tímasparnaður vegna byggðar í Vatnsmýri. „Heildarsparnaðurinn var 80 til 120 milljarðar, eitthvað á því bili, af þessu tvennu. Hann verður svo að meta á móti stofnkostnaði og rekstrarkostnaði við nýjan flugvöll, umfram það að reka þessa tvo flugvelli, í Keflavík og hérna í Reykjavík,” segir Sigurður. Á sama tíma og stjórnvöld áforma að verja allt að 150 milljörðum króna til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli, og hugmyndir eru um að setja annað eins í hraðlest, af því að það er svo langt að fara, hlýtur að vera áleitin spurning hvort skynsamlegra sé að byggja hreinlega nýjan framtíðarflugvöll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Skynsamlegra að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. 24. júlí 2017 19:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Hugmyndir um Hvassahraun tefji ekki fyrir uppbyggingu Keflavíkurflugvallar Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. 3. júní 2018 20:30 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Skynsamlegra að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. 24. júlí 2017 19:00
Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30
Hugmyndir um Hvassahraun tefji ekki fyrir uppbyggingu Keflavíkurflugvallar Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. 3. júní 2018 20:30
Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15