Flóðgátt Flóaáveitu opnuð til að vökva blómlegt hérað Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2018 22:45 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, á Brúnastaðaflötum í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í Flóanum opnuðu flóðgátt Flóaáveitunnar í dag en þetta níutíu ára gamla mannvirki gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í stóru héraði. Meðal viðstaddra var Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem segir áveituna hafa gert Flóann að besta landbúnaðarhéraði landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það er árviss viðburður að fulltrúar Flóaáveitufélagsins mæti að flóðgáttinni til að hleypa vatni úr Hvítá yfir Flóann. Guðmundur Stefánsson, umsjónarmaður veitunnar, segir að menn séu þó óvenju seint á ferðinni í ár. „Það er oft snemma í maí. Það er óvenju seint núna, út af rigningunum í maí,“ segir Guðmundur.Guðmundur Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmaður Flóaáveitunnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, upphaflega yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Flóðgáttin er á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna Ágústssonar. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Það tók fimm ár að grafa áveituna en hún var tekin í notkun árið 1927. Hún hefur enn mikla þýðingu vegna vatnsmiðlunar. Flóaáveitan er tvívirk, og nýtist bæði til að ræsa fram vatn í vætutíð en einnig til að vökva í þurrkatíð en Flóanum er hætt við ofþornun vegna hrauna, að sögn Guðmundar.Guðni tók hraustlega á þegar Flóamenn hjálpuðust að við að opna flóðgáttina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðni segir Flóaáveituna hafa gjörbreytt öllu á Suðurlandi. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði.“ Og þegar engjabúskap lauk eftir stríð hjálpaði áveitan bændum að rækta tún. „Þannig að Flóinn er valllendi og besta hérað til landbúnaðar á Íslandi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hér er má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Sjá meira
Bændur í Flóanum opnuðu flóðgátt Flóaáveitunnar í dag en þetta níutíu ára gamla mannvirki gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í stóru héraði. Meðal viðstaddra var Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem segir áveituna hafa gert Flóann að besta landbúnaðarhéraði landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það er árviss viðburður að fulltrúar Flóaáveitufélagsins mæti að flóðgáttinni til að hleypa vatni úr Hvítá yfir Flóann. Guðmundur Stefánsson, umsjónarmaður veitunnar, segir að menn séu þó óvenju seint á ferðinni í ár. „Það er oft snemma í maí. Það er óvenju seint núna, út af rigningunum í maí,“ segir Guðmundur.Guðmundur Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmaður Flóaáveitunnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, upphaflega yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Flóðgáttin er á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna Ágústssonar. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Það tók fimm ár að grafa áveituna en hún var tekin í notkun árið 1927. Hún hefur enn mikla þýðingu vegna vatnsmiðlunar. Flóaáveitan er tvívirk, og nýtist bæði til að ræsa fram vatn í vætutíð en einnig til að vökva í þurrkatíð en Flóanum er hætt við ofþornun vegna hrauna, að sögn Guðmundar.Guðni tók hraustlega á þegar Flóamenn hjálpuðust að við að opna flóðgáttina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðni segir Flóaáveituna hafa gjörbreytt öllu á Suðurlandi. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði.“ Og þegar engjabúskap lauk eftir stríð hjálpaði áveitan bændum að rækta tún. „Þannig að Flóinn er valllendi og besta hérað til landbúnaðar á Íslandi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hér er má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Sjá meira
Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39