Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2018 07:16 Ríkisstjórn Trump vísaði til þjóðaröryggis þegar hún ákvað að leggja verndartolla á innflutt stál og ál. Vísir/EPA Stjórnvöld í Mexíkó hafa ákveðið að leggja innflutningstolla á viskí, osta, stál og svínakjöt frá Bandaríkjunum. Tollarnir eru svar Mexíkó við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að setja háa verndartolla á innflutt stál og ál frá helstu bandalagsríkjum sínum. Sérfræðingar hafa varað við viðskiptastríði í kjölfar ákvörðunar Trump. Leiðtogar Evrópu og Kanada hafa fordæmt hana og hótað að svara í sömu mynt. Í tilfelli Mexíkó og Kanada hefur Trump reynt að nota tollana sem skiptimynt í viðræðum ríkjanna þriggja um framtíð NAFTA-fríverslunarsamningsins. Mexíkósku tollunum er ætlað að bíta í heimaríkjunum nokkurra þingmanna repúblikana í Bandaríkjunum eins og Kentucky og Iowa fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. Mexíkó er stærsti innflytjandi bandarísks svínakjöts, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú mun það bera 20% innflutningstoll. Þá ætla Mexíkóar að leggja 25% toll á ýmsar bandarískar stálvörur og 20-25% toll á ákveðna osta og viskítegundir. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnvöld í Mexíkó hafa ákveðið að leggja innflutningstolla á viskí, osta, stál og svínakjöt frá Bandaríkjunum. Tollarnir eru svar Mexíkó við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að setja háa verndartolla á innflutt stál og ál frá helstu bandalagsríkjum sínum. Sérfræðingar hafa varað við viðskiptastríði í kjölfar ákvörðunar Trump. Leiðtogar Evrópu og Kanada hafa fordæmt hana og hótað að svara í sömu mynt. Í tilfelli Mexíkó og Kanada hefur Trump reynt að nota tollana sem skiptimynt í viðræðum ríkjanna þriggja um framtíð NAFTA-fríverslunarsamningsins. Mexíkósku tollunum er ætlað að bíta í heimaríkjunum nokkurra þingmanna repúblikana í Bandaríkjunum eins og Kentucky og Iowa fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. Mexíkó er stærsti innflytjandi bandarísks svínakjöts, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú mun það bera 20% innflutningstoll. Þá ætla Mexíkóar að leggja 25% toll á ýmsar bandarískar stálvörur og 20-25% toll á ákveðna osta og viskítegundir.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30
Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36