Lífið breytist á einni sekúndu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. júní 2018 10:00 Leifur stefndi á atvinnumennsku í tennis en slys setti strik í reikninginn. Hann fer með hlutverk í stórmyndinni Mortal Engines. Vísir/Stefán Leifur Sigurðarson er 33 ára gamall. Hann er fæddur á Ísafirði, sonur Sigurðar Júlíusar Leifssonar og Christine Brown. Leifur ólst upp fyrstu æviárin á Ísafirði og í Reykjavík en fluttist svo til heimalands móður sinnar, Nýja-Sjálands, sex ára gamall. Eftir að hann komst á fullorðinsár hefur hann verið með annan fótinn á Íslandi þar til nýverið að hann tók ákvörðun um að setjast hér að. Hann starfar hjá heilsutæknifyrirtækinu SidekickHealth og býr í Kópavogi með unnustu sinni, Guðrúnu Aðalsteinsdóttur. Íslendingar bíða spenntir frumsýningar nýjustu stórmyndar Peters Jackson, Mortal Engines. Þar fer enda íslensk leikkona, Hera Hilmarsdóttir, með aðalhlutverk. Færri vita að annar Íslendingur fer með hlutverk í myndinni. Nefnilega Leifur. Hann er hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður spyr hvernig hann hafi endað í stórmynd. Án mikillar reynslu eða menntunar í leiklist.Leifur á Íslandi.Gróf upp hreiminn „Mér var hent í djúpu laugina. Ég hafði verið í einhverjum smáverkefnum áður. Lék í BMW-auglýsingu sem var sýnd á alþjóðavísu. En þetta var allt annað. Þarna var valið úr fólki hvaðanæva úr heiminum. Ég var heppinn. Réttur maður á réttum stað. Það gekk allt upp í prufunni hjá mér og ég gróf upp gamla íslenska harða hreiminn,“ segir Leifur og tekur nokkur skemmtileg hljóðdæmi fyrir blaðamann: „Whött arrr whee dúing!“ „Ég leik mann sem heitir Nils Lindström og er frá norðurhluta Evrópu. Mér bregður fyrir í myndskeiði úr myndinni. Reyndar tvisvar. Heppinn!“ segir hann. „Sem er mjög skemmtilegt,“ bætir hann við. Við vorum tveir Íslendingar. Ég lék í nokkrum senum með Heru Hilmarsdóttur. Það var gaman að geta talað íslensku á settinu. Peter Jackson er voðalega fínn náungi. Hann var svolítið að hjálpa í viðbótartökum,“ segir Leifur spurður um kynni sín af Peter. „Hann er ákveðinn og veit hvað hann vill. En svo er hann líka afslappaður. Stundum var hann berfættur og frjálslegur til fara. Jarðbundinn og rólegur. Samt er hann tilbúinn að prófa nýja hluti, á afslappaðan máta. Ég var einn með honum langan tökudag, sextán tíma. Hann leiðbeindi mér og vildi reyna aðra hluti en í handritinu. Það var auðvitað krefjandi. En hann er laginn við að fá fólk til að fara út fyrir rammann,“ segir hann. Leifur segist halda að kvikmyndaiðnaðurinn á Nýja-Sjálandi sé nokkuð frábrugðinn Hollywood. „Þetta er vinalegt og gott vinnuumhverfi. Ég hef heyrt að það sé meiri spenna annars staðar, til dæmis í Hollywood. Ég gat sótt vinnu inn á milli. Mætti þá í gervinu vinnufélögunum til mikillar undrunar. Ég var með sítt ljóst hár, skegg, aflitaðar augabrúnir. En mátti ekki tala um hvers vegna,“ segir Leifur og brosir við.Leifur fyrir miðju í hlutverki sínu sem Nils Lindström.Slysið var áfall Það má segja að örlögin hafi leitt Leif á þessar ævintýraslóðir. Hann var afreksíþróttamaður og ætlaði sér að verða atvinnumaður í tennis en slys setti strik í reikninginn. „Ég stefndi á að verða atvinnumaður. Ég hætti í skóla og fór í stranga þjálfun. Spilaði marga klukkutíma á dag. Ferðaðist um allan heim og keppti á mótum. Það gekk vel þar til ég meiddist. Ég fékk sprungur í hryggjarliðina og þurfti að vera frá í þrettán mánuði. Þetta var mikið áfall. En ég náði mér þó á strik,“ segir Leifur og segist áfram hafa elst við drauminn. „Þangað til ég lenti í slysi. Ég var að spila á velli í Wellington. Það var rigning og þakið lak. Það myndaðist pollur á vellinum sem enginn sá. Ég rann á honum. Annar fóturinn fór í þessa átt og hinn í þessa,“ segir Leifur og bandar höndunum til hliðar. „Ég reif brjóskið af mjaðmarkúlunni og þurfti að fara í viðamikla aðgerð,“ segir Leifur. „Þá var þetta bara búið. Allt eyðilagt sem ég hafði byggt upp. En svona er lífið, það breytist á einni sekúndu,“ segir hann. Leifur segist hafa ákveðið að gera gott úr lífinu. „Ég ákvað að gera allt sem ég gat ekki gert áður. Ég var auðvitað alltaf að spila. Ég fór því í nám og valdi að læra alþjóðasamskipti. Eftir að ég lauk námi flakkaði ég um Evrópu og bjó í London, Reykjavík og í Kaupmannahöfn. Ég kynntist unnustu minni hér á Íslandi,“ segir Leifur frá. „Ég kláraði svo meistaranám frá Háskóla Íslands í alþjóðaviðskiptum. Ég bjó þá í Danmörku þar sem Guðrún stundaði nám, vann, en stökk á milli landa,“ segir hann frá. Leifur og Guðrún fluttu til Nýja-Sjálands og bjuggu þar í þrjú ár. „Ég vildi kynna henni land og þjóð. Ég á auðvitað rætur bæði á Íslandi og Nýja-Sjálandi. Það var þá sem ég komst aftur í tengingu við gamla umboðsmanninn minn og fékk í framhaldinu hlutverk í Mortal Engines,“ útskýrir hann.Leifur við heimili sitt á Nýja-Sjálandi með systur sinni.Hjálpar fólki að ná heilsu „Það var svo alltaf hugmyndin að flytja aftur til Íslands. Við Guðrún erum búin að vera á flakki svo lengi. Fjölskylda hennar er hér og vinir. Líka hluti af minni. Loksins getum við keypt húsgögn og hengt upp myndir á veggi. Hún fékk vinnu sem forstöðumaður hjá Icelandair. Ég vinn hjá SidekickHealth sem er frumkvöðlafyrirtæki í heilsutækniiðnaði,“ segir Leifur sem stýrir þróun á lífsstílsprógrömmum hjá fyrirtækinu. „Þetta er skemmtilegur vinnustaður og varan er mögnuð. Allir möguleikar tækninnar nýttir til að aðstoða fólk við að lifa heilbrigðu lífi. Aðalvaran hjá okkur er 16 vikna lífsstílsþjálfun sem hjálpar fólki að bæta heilsu og líðan og fást við skert sykurþol, sykursýki, offitu og ýmsa aðra lífsstílstengda kvilla. Nálgunin er heildstæð. Hreyfing, mataræði og líðan.“ Guðrún og Leifur saman í Reykjavík.40 klukkustunda ferðalag Leifur segir margt líkt með Nýja-Sjálandi og Íslandi. „Stundum segir fólk að Nýja-Sjáland sé Ísland á sterum. Þar eru enda líka hverir og eldfjöll. En þar eru líka regnskógar og milt veðurfar,“ segir Leifur og horfir út um gluggann. „Ég held ég hafi ekki séð heiðan himin í heilan mánuð hér,“ segir hann og hlær. „En það er allt í lagi því það sem heillar mig mest við Ísland eru annars konar lífsgæði. Ég kann til dæmis að meta hugarfarið. Hér trúir fólk því að það geti allt sem hugur þess stendur til. Og því tekst það. Í leiklist, tónlist og íþróttum. Það er ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Leifur. Það tekur um 40 klukkustundir að ferðast til Nýja-Sjálands. Honum finnst það lítið mál. „Ég er svo vanur löngum ferðalögum frá unga aldri. Reyndar eru fjölbreyttari möguleikar í flugi núna. Ferðalagið heim til Wellington verður sífellt auðveldara. En fyrir mér er heimurinn lítill,“ segir Leifur sem segist vel geta hugsað sér fleiri verkefni í kvikmyndaiðnaði. „Ég ætla að halda áfram að vera opinn fyrir ævintýrum og nýjum hlutum. Það er ekkert gefið, allt getur gerst. Mér finnst líka gaman í vinnunni og að þróa þjónustu sem hefur góð áhrif á heilsu og líðan fólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben Kingsley Leikkona Hera Hilmarsdóttir fer yfir ferilinn í viðtali við Vísi en hún hefur nýlokið vinnu við 100 milljóna dollara mynd Peter Jackson. 3. mars 2018 18:30 Sjáðu Heru skína í stiklu nýjustu stórmyndar Peter Jackson Út er komin ný stikla fyrir myndina Mortal Engins þar sem Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki. 5. júní 2018 18:21 Hera um aðalhlutverkið í nýjustu mynd Peter Jackson: „Frábært tækifæri“ Hera Hilmarsdóttir mun leika eitt af aðalkvenhlutverkunum í nýjustu mynd Peters Jackson, Mortal Engines. 9. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Leifur Sigurðarson er 33 ára gamall. Hann er fæddur á Ísafirði, sonur Sigurðar Júlíusar Leifssonar og Christine Brown. Leifur ólst upp fyrstu æviárin á Ísafirði og í Reykjavík en fluttist svo til heimalands móður sinnar, Nýja-Sjálands, sex ára gamall. Eftir að hann komst á fullorðinsár hefur hann verið með annan fótinn á Íslandi þar til nýverið að hann tók ákvörðun um að setjast hér að. Hann starfar hjá heilsutæknifyrirtækinu SidekickHealth og býr í Kópavogi með unnustu sinni, Guðrúnu Aðalsteinsdóttur. Íslendingar bíða spenntir frumsýningar nýjustu stórmyndar Peters Jackson, Mortal Engines. Þar fer enda íslensk leikkona, Hera Hilmarsdóttir, með aðalhlutverk. Færri vita að annar Íslendingur fer með hlutverk í myndinni. Nefnilega Leifur. Hann er hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður spyr hvernig hann hafi endað í stórmynd. Án mikillar reynslu eða menntunar í leiklist.Leifur á Íslandi.Gróf upp hreiminn „Mér var hent í djúpu laugina. Ég hafði verið í einhverjum smáverkefnum áður. Lék í BMW-auglýsingu sem var sýnd á alþjóðavísu. En þetta var allt annað. Þarna var valið úr fólki hvaðanæva úr heiminum. Ég var heppinn. Réttur maður á réttum stað. Það gekk allt upp í prufunni hjá mér og ég gróf upp gamla íslenska harða hreiminn,“ segir Leifur og tekur nokkur skemmtileg hljóðdæmi fyrir blaðamann: „Whött arrr whee dúing!“ „Ég leik mann sem heitir Nils Lindström og er frá norðurhluta Evrópu. Mér bregður fyrir í myndskeiði úr myndinni. Reyndar tvisvar. Heppinn!“ segir hann. „Sem er mjög skemmtilegt,“ bætir hann við. Við vorum tveir Íslendingar. Ég lék í nokkrum senum með Heru Hilmarsdóttur. Það var gaman að geta talað íslensku á settinu. Peter Jackson er voðalega fínn náungi. Hann var svolítið að hjálpa í viðbótartökum,“ segir Leifur spurður um kynni sín af Peter. „Hann er ákveðinn og veit hvað hann vill. En svo er hann líka afslappaður. Stundum var hann berfættur og frjálslegur til fara. Jarðbundinn og rólegur. Samt er hann tilbúinn að prófa nýja hluti, á afslappaðan máta. Ég var einn með honum langan tökudag, sextán tíma. Hann leiðbeindi mér og vildi reyna aðra hluti en í handritinu. Það var auðvitað krefjandi. En hann er laginn við að fá fólk til að fara út fyrir rammann,“ segir hann. Leifur segist halda að kvikmyndaiðnaðurinn á Nýja-Sjálandi sé nokkuð frábrugðinn Hollywood. „Þetta er vinalegt og gott vinnuumhverfi. Ég hef heyrt að það sé meiri spenna annars staðar, til dæmis í Hollywood. Ég gat sótt vinnu inn á milli. Mætti þá í gervinu vinnufélögunum til mikillar undrunar. Ég var með sítt ljóst hár, skegg, aflitaðar augabrúnir. En mátti ekki tala um hvers vegna,“ segir Leifur og brosir við.Leifur fyrir miðju í hlutverki sínu sem Nils Lindström.Slysið var áfall Það má segja að örlögin hafi leitt Leif á þessar ævintýraslóðir. Hann var afreksíþróttamaður og ætlaði sér að verða atvinnumaður í tennis en slys setti strik í reikninginn. „Ég stefndi á að verða atvinnumaður. Ég hætti í skóla og fór í stranga þjálfun. Spilaði marga klukkutíma á dag. Ferðaðist um allan heim og keppti á mótum. Það gekk vel þar til ég meiddist. Ég fékk sprungur í hryggjarliðina og þurfti að vera frá í þrettán mánuði. Þetta var mikið áfall. En ég náði mér þó á strik,“ segir Leifur og segist áfram hafa elst við drauminn. „Þangað til ég lenti í slysi. Ég var að spila á velli í Wellington. Það var rigning og þakið lak. Það myndaðist pollur á vellinum sem enginn sá. Ég rann á honum. Annar fóturinn fór í þessa átt og hinn í þessa,“ segir Leifur og bandar höndunum til hliðar. „Ég reif brjóskið af mjaðmarkúlunni og þurfti að fara í viðamikla aðgerð,“ segir Leifur. „Þá var þetta bara búið. Allt eyðilagt sem ég hafði byggt upp. En svona er lífið, það breytist á einni sekúndu,“ segir hann. Leifur segist hafa ákveðið að gera gott úr lífinu. „Ég ákvað að gera allt sem ég gat ekki gert áður. Ég var auðvitað alltaf að spila. Ég fór því í nám og valdi að læra alþjóðasamskipti. Eftir að ég lauk námi flakkaði ég um Evrópu og bjó í London, Reykjavík og í Kaupmannahöfn. Ég kynntist unnustu minni hér á Íslandi,“ segir Leifur frá. „Ég kláraði svo meistaranám frá Háskóla Íslands í alþjóðaviðskiptum. Ég bjó þá í Danmörku þar sem Guðrún stundaði nám, vann, en stökk á milli landa,“ segir hann frá. Leifur og Guðrún fluttu til Nýja-Sjálands og bjuggu þar í þrjú ár. „Ég vildi kynna henni land og þjóð. Ég á auðvitað rætur bæði á Íslandi og Nýja-Sjálandi. Það var þá sem ég komst aftur í tengingu við gamla umboðsmanninn minn og fékk í framhaldinu hlutverk í Mortal Engines,“ útskýrir hann.Leifur við heimili sitt á Nýja-Sjálandi með systur sinni.Hjálpar fólki að ná heilsu „Það var svo alltaf hugmyndin að flytja aftur til Íslands. Við Guðrún erum búin að vera á flakki svo lengi. Fjölskylda hennar er hér og vinir. Líka hluti af minni. Loksins getum við keypt húsgögn og hengt upp myndir á veggi. Hún fékk vinnu sem forstöðumaður hjá Icelandair. Ég vinn hjá SidekickHealth sem er frumkvöðlafyrirtæki í heilsutækniiðnaði,“ segir Leifur sem stýrir þróun á lífsstílsprógrömmum hjá fyrirtækinu. „Þetta er skemmtilegur vinnustaður og varan er mögnuð. Allir möguleikar tækninnar nýttir til að aðstoða fólk við að lifa heilbrigðu lífi. Aðalvaran hjá okkur er 16 vikna lífsstílsþjálfun sem hjálpar fólki að bæta heilsu og líðan og fást við skert sykurþol, sykursýki, offitu og ýmsa aðra lífsstílstengda kvilla. Nálgunin er heildstæð. Hreyfing, mataræði og líðan.“ Guðrún og Leifur saman í Reykjavík.40 klukkustunda ferðalag Leifur segir margt líkt með Nýja-Sjálandi og Íslandi. „Stundum segir fólk að Nýja-Sjáland sé Ísland á sterum. Þar eru enda líka hverir og eldfjöll. En þar eru líka regnskógar og milt veðurfar,“ segir Leifur og horfir út um gluggann. „Ég held ég hafi ekki séð heiðan himin í heilan mánuð hér,“ segir hann og hlær. „En það er allt í lagi því það sem heillar mig mest við Ísland eru annars konar lífsgæði. Ég kann til dæmis að meta hugarfarið. Hér trúir fólk því að það geti allt sem hugur þess stendur til. Og því tekst það. Í leiklist, tónlist og íþróttum. Það er ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Leifur. Það tekur um 40 klukkustundir að ferðast til Nýja-Sjálands. Honum finnst það lítið mál. „Ég er svo vanur löngum ferðalögum frá unga aldri. Reyndar eru fjölbreyttari möguleikar í flugi núna. Ferðalagið heim til Wellington verður sífellt auðveldara. En fyrir mér er heimurinn lítill,“ segir Leifur sem segist vel geta hugsað sér fleiri verkefni í kvikmyndaiðnaði. „Ég ætla að halda áfram að vera opinn fyrir ævintýrum og nýjum hlutum. Það er ekkert gefið, allt getur gerst. Mér finnst líka gaman í vinnunni og að þróa þjónustu sem hefur góð áhrif á heilsu og líðan fólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben Kingsley Leikkona Hera Hilmarsdóttir fer yfir ferilinn í viðtali við Vísi en hún hefur nýlokið vinnu við 100 milljóna dollara mynd Peter Jackson. 3. mars 2018 18:30 Sjáðu Heru skína í stiklu nýjustu stórmyndar Peter Jackson Út er komin ný stikla fyrir myndina Mortal Engins þar sem Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki. 5. júní 2018 18:21 Hera um aðalhlutverkið í nýjustu mynd Peter Jackson: „Frábært tækifæri“ Hera Hilmarsdóttir mun leika eitt af aðalkvenhlutverkunum í nýjustu mynd Peters Jackson, Mortal Engines. 9. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben Kingsley Leikkona Hera Hilmarsdóttir fer yfir ferilinn í viðtali við Vísi en hún hefur nýlokið vinnu við 100 milljóna dollara mynd Peter Jackson. 3. mars 2018 18:30
Sjáðu Heru skína í stiklu nýjustu stórmyndar Peter Jackson Út er komin ný stikla fyrir myndina Mortal Engins þar sem Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki. 5. júní 2018 18:21
Hera um aðalhlutverkið í nýjustu mynd Peter Jackson: „Frábært tækifæri“ Hera Hilmarsdóttir mun leika eitt af aðalkvenhlutverkunum í nýjustu mynd Peters Jackson, Mortal Engines. 9. febrúar 2017 19:45