Fljúga drónum í þágu vísinda og atvinnulífs Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2018 20:45 Tryggvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Svarma ehf. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fljúgandi drónar eru að sanna sig sem ákjósanlegt vinnutæki við margs kyns rannsóknar-, eftirlits- og vísindastörf hér á landi. Þannig tók það dróna aðeins tíu mínútur að safna vísindagögnum um jarðhitasvæði við Krýsuvík sem tekið hefði gangandi mann fleiri klukkustundir. Fjallað var um dróna í fréttum Stöðvar 2. Þeir Daniel Ben-Yehoshua og Tryggvi Stefánsson frá fyrirtækinu Svarma á Keldnaholti eru að senda flygildi á loft, sem ætlað er til myndatöku úr lofti. Flygildið nota þeir þegar komast þarf langar vegalengdir yfir víðfemt svæði en þyrildin þegar taka þarf nákvæmari myndir á minni hraða.Dróna sem líta út eins og flugvél kjósa þeir hjá Svarma að nefna flygildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Svarma eru drónar aðalatvinnutækið en sex starfsmenn þess sérhæfa sig í fjarkönnun með drónum. Dæmi um útkomuna eru þrívíðar myndir af Mógilshöfða á Fjallabaki en þar var verið að rannsaka stóra sprungu sem stutt virðist í að bresti fram með miklu berghlaupi. „Við erum sem sagt að búa til landlíkön, hæðarlíkön, þrívíddargögn af landi. Við erum líka að gera hitakort, gróðurfarskort, og erum að gera allskyns úrvinnslu á þessum gögnum líka um leið,“ segir Tryggvi Stefánsson, sem er framkvæmdastjóri Svarma. Jóhann Mar Ólafsson, nemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík, nýtti dróna við meistaraprófsrannsókn á jarðhitasvæði sunnan Kleifarvatns.Jóhann Mar Ólafsson, meistaranemi við Háskólann í Reykjavík.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þú ert kannski nokkra klukkutíma að labba um og skrá svona svæði meðan við flugum þetta á tíu mínútum, og fengum 268 ljósmyndir, sem við bjuggum síðan til úr kort,“ segir Jóhann Mar. Dróninn flaug sjálfstýrður yfir rannsóknarsvæðið og bar tvær myndavélar, venjulega og hitamyndavél, og kom glöggt fram hvar jarðhitinn er. „Og bjuggum til fyrsta hitakort, að við höldum, af jarðhitasvæði á Íslandi,“ segir Jóhann.Dróna með þyrluspöðum vilja þeir hjá Svarma nefna þyrildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við höfum séð í fréttum og þáttum á Stöð 2 hvernig drónar eru að veita okkur nýja sýn á landið og svo vill til að starfsmenn Svarma eru einmitt þessa dagana á Skeiðarársandi að mynda útbreiðslu birkis á sandinum. En það er víðar en við náttúrufarsrannsóknir sem drónar koma sér vel. Í atvinnulífinu hafa verkfræðifræðistofur og orkufyrirtæki meðal annarra uppgötvað notagildið. „Maður er svona rétt að sjá toppinn af ísjakanum í hvað hægt er að nota þetta annað en kvikmyndatöku. Það er til dæmis mikið verið að sinna eftirliti með mannvirkjum, hitaveitulögnum, gufulögnum, háspennulínum og fleira,“ segir Tryggvi hjá Svarma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Fljúgandi drónar eru að sanna sig sem ákjósanlegt vinnutæki við margs kyns rannsóknar-, eftirlits- og vísindastörf hér á landi. Þannig tók það dróna aðeins tíu mínútur að safna vísindagögnum um jarðhitasvæði við Krýsuvík sem tekið hefði gangandi mann fleiri klukkustundir. Fjallað var um dróna í fréttum Stöðvar 2. Þeir Daniel Ben-Yehoshua og Tryggvi Stefánsson frá fyrirtækinu Svarma á Keldnaholti eru að senda flygildi á loft, sem ætlað er til myndatöku úr lofti. Flygildið nota þeir þegar komast þarf langar vegalengdir yfir víðfemt svæði en þyrildin þegar taka þarf nákvæmari myndir á minni hraða.Dróna sem líta út eins og flugvél kjósa þeir hjá Svarma að nefna flygildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Svarma eru drónar aðalatvinnutækið en sex starfsmenn þess sérhæfa sig í fjarkönnun með drónum. Dæmi um útkomuna eru þrívíðar myndir af Mógilshöfða á Fjallabaki en þar var verið að rannsaka stóra sprungu sem stutt virðist í að bresti fram með miklu berghlaupi. „Við erum sem sagt að búa til landlíkön, hæðarlíkön, þrívíddargögn af landi. Við erum líka að gera hitakort, gróðurfarskort, og erum að gera allskyns úrvinnslu á þessum gögnum líka um leið,“ segir Tryggvi Stefánsson, sem er framkvæmdastjóri Svarma. Jóhann Mar Ólafsson, nemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík, nýtti dróna við meistaraprófsrannsókn á jarðhitasvæði sunnan Kleifarvatns.Jóhann Mar Ólafsson, meistaranemi við Háskólann í Reykjavík.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þú ert kannski nokkra klukkutíma að labba um og skrá svona svæði meðan við flugum þetta á tíu mínútum, og fengum 268 ljósmyndir, sem við bjuggum síðan til úr kort,“ segir Jóhann Mar. Dróninn flaug sjálfstýrður yfir rannsóknarsvæðið og bar tvær myndavélar, venjulega og hitamyndavél, og kom glöggt fram hvar jarðhitinn er. „Og bjuggum til fyrsta hitakort, að við höldum, af jarðhitasvæði á Íslandi,“ segir Jóhann.Dróna með þyrluspöðum vilja þeir hjá Svarma nefna þyrildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við höfum séð í fréttum og þáttum á Stöð 2 hvernig drónar eru að veita okkur nýja sýn á landið og svo vill til að starfsmenn Svarma eru einmitt þessa dagana á Skeiðarársandi að mynda útbreiðslu birkis á sandinum. En það er víðar en við náttúrufarsrannsóknir sem drónar koma sér vel. Í atvinnulífinu hafa verkfræðifræðistofur og orkufyrirtæki meðal annarra uppgötvað notagildið. „Maður er svona rétt að sjá toppinn af ísjakanum í hvað hægt er að nota þetta annað en kvikmyndatöku. Það er til dæmis mikið verið að sinna eftirliti með mannvirkjum, hitaveitulögnum, gufulögnum, háspennulínum og fleira,“ segir Tryggvi hjá Svarma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00
Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30