Búið að gefa út ákæru í Icelandair-málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2018 20:00 Mennirnir eru taldir hafa hagnast um 48 milljónir. Vísir/pjetur Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Icelandair-air máli þar sem yfirmaður hjá Icelandair er grunaður um brot á lögum verðbréfaviðskipti. Hann og þrír aðrir menn eru grunaðir um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssasóknari, í samtali við Vísi. Ekki var unnt að fá upplýsingar um efni ákærunnar, né hversu margir hafa verið ákærðir í málinu.Greint var frá málinu í Fréttablaðinu síðastliðið sumar en yfirmaðurinn var sendur í leyfi vegna hinna meintu brota. Mennirnir eru sem fyrr segir grunaðir um að hafa í nokkur skipti nýtt sér innherjaupplýsingar til þess að gera svonefnda framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group, örfáum dögum áður en félagið sendi frá sér svarta afkomutilkynningu sem varð til þess að verð hlutabréfa í félaginu tók mikla dýfu. Mennirnir samningana við innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankann, en ljóst þykir að þær hafi tapað háum fjárhæðum á samningunum.Fólust viðskiptin í því að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Héraðssaksóknari kyrrsetti tugi milljóna við rannsókn málsins sem lauk í janúar. Mennirnir eru taldir hafa hagnast um tæpar 48 milljónir á viðskiptunum. Icelandair Tengdar fréttir Yfirmaður hjá Icelandair var í slagtogi með dæmdum sakamanni Yfirmaður hjá Icelandair, grunaður um verðbréfabrot, var í slagtogi með fleiri mönnum. Til rannsóknar eru viðskipti með bréf í Icelandair fáeinum dögum áður en félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun. 21. júlí 2017 06:00 Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna. 24. júlí 2017 06:00 Taldir hafa grætt tæpar 50 milljónir á meintum innherjasvikum Héraðssaksóknari telur að hópur manna sem grunaðir eru um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group hafi hagnast um tæpar 48 milljónir á viðskiptunum. 31. ágúst 2017 16:47 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Icelandair-air máli þar sem yfirmaður hjá Icelandair er grunaður um brot á lögum verðbréfaviðskipti. Hann og þrír aðrir menn eru grunaðir um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssasóknari, í samtali við Vísi. Ekki var unnt að fá upplýsingar um efni ákærunnar, né hversu margir hafa verið ákærðir í málinu.Greint var frá málinu í Fréttablaðinu síðastliðið sumar en yfirmaðurinn var sendur í leyfi vegna hinna meintu brota. Mennirnir eru sem fyrr segir grunaðir um að hafa í nokkur skipti nýtt sér innherjaupplýsingar til þess að gera svonefnda framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group, örfáum dögum áður en félagið sendi frá sér svarta afkomutilkynningu sem varð til þess að verð hlutabréfa í félaginu tók mikla dýfu. Mennirnir samningana við innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankann, en ljóst þykir að þær hafi tapað háum fjárhæðum á samningunum.Fólust viðskiptin í því að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Héraðssaksóknari kyrrsetti tugi milljóna við rannsókn málsins sem lauk í janúar. Mennirnir eru taldir hafa hagnast um tæpar 48 milljónir á viðskiptunum.
Icelandair Tengdar fréttir Yfirmaður hjá Icelandair var í slagtogi með dæmdum sakamanni Yfirmaður hjá Icelandair, grunaður um verðbréfabrot, var í slagtogi með fleiri mönnum. Til rannsóknar eru viðskipti með bréf í Icelandair fáeinum dögum áður en félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun. 21. júlí 2017 06:00 Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna. 24. júlí 2017 06:00 Taldir hafa grætt tæpar 50 milljónir á meintum innherjasvikum Héraðssaksóknari telur að hópur manna sem grunaðir eru um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group hafi hagnast um tæpar 48 milljónir á viðskiptunum. 31. ágúst 2017 16:47 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Yfirmaður hjá Icelandair var í slagtogi með dæmdum sakamanni Yfirmaður hjá Icelandair, grunaður um verðbréfabrot, var í slagtogi með fleiri mönnum. Til rannsóknar eru viðskipti með bréf í Icelandair fáeinum dögum áður en félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun. 21. júlí 2017 06:00
Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna. 24. júlí 2017 06:00
Taldir hafa grætt tæpar 50 milljónir á meintum innherjasvikum Héraðssaksóknari telur að hópur manna sem grunaðir eru um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group hafi hagnast um tæpar 48 milljónir á viðskiptunum. 31. ágúst 2017 16:47