Ritskoðun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júní 2018 10:00 Íslendingar búa að þeirri gæfu að hafa átt og eiga enn stórmerka myndlistarmenn. Verk þeirra eru eftirsótt og gleðja þá sem á þau horfa. Það eru reyndar undantekningar frá þessu og dæmi um að þar sem sumir sjá fegurð sjá aðrir subbuskap. Við sáum dæmi um þetta á dögunum í frétt sem Fréttablaðið sagði en starfsmaður Seðlabankans hafði kvartað sárlega undan málverkum Gunnlaugs Blöndals sem prýða bankann en þar er myndefnið naktar konur. Nektin virtist valda starfsmanninum einhverjum sálarkvölum, allavega sá hann ríka ástæðu til að koma vanþóknun sinni til skila til yfirmanna. Kvörtunin mun hafa verið gerð í nafni METOO-byltingarinnar og stjórnendur bankans tóku hana alvarlega, sem er eiginlega það versta í þessu stórfurðulega máli. Nú er sjálfsagt verið að rannsaka í Seðlabankanum hvort Gunnlaugur heitinn Blöndal hafi brotið af sér með því að mála nakta konu og hvort brotið sé svo alvarlegt að setja eigi nektarmyndir hans í geymslu þannig að þær valdi saklausum sálum ekki meiri sársauka en orðið er. Víst er það svo að fólk les margt úr listaverkum, en þarna virðist hafa verið einblínt á það að karlmaður málaði naktar konur. Um leið virðist gert ráð fyrir því að slík málverk séu niðurlægjandi fyrir konur. Það er skrýtin forsenda. Nekt í myndlist er ekki hræðileg, það er nákvæmlega ekkert athugavert við hana. Ef fólk getur ekki horft upp á nakta manneskju á málverki án þess að siðferðiskennd þess sé stórlega misboðið þá verður það bara að horfa annað. Umfram allt ekki nota METOO til að koma á ritskoðun í listum. Hvar á svo að stoppa? Ef það á að ritskoða verk látins meistara er þá næsta skref að þefa uppi aðra listamenn sem hafa sett nekt á léreft? Segjum sem svo að í málverkasafni Seðlabankans væri mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Hann hefur eins og kunnugt er lengi málað bera karlmenn. Sum málverka hans eru afar stór og af mörgum allsberum karlmönnum sem sjást þar með allt sitt skraut úthangandi. Satt að segja virðast þetta vera fremur meinlausir berir karlmenn, en ekki gætu allir séð það þannig. Einhver gæti einmitt túlkað þessar myndir sem svo að þarna væri hið hvimleiða feðraveldi að stunda sína uppáhaldsiðju; að flagga typpinu. Niðurstaðan yrði því sú að í myndunum væri verið að misbjóða konum enn eina ferðina og því farsælast að koma þeim fyrir í vandlega læstri geymslu. Þetta væri að vísu algjör mistúlkun á myndum þessa ágæta listamanns og alveg jafn galin túlkun og telja hinar fallegu nektarmyndir Blöndals vera niðurlægjandi fyrir konur. Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegan hátt gefur sér að séu ósómi. Með þeirri aðferð má ganga á röðina og saka hvern listamanninn á fætur öðrum um að hafa brotið af sér – og fela síðan verk þeirra svo enginn komist í uppnám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar búa að þeirri gæfu að hafa átt og eiga enn stórmerka myndlistarmenn. Verk þeirra eru eftirsótt og gleðja þá sem á þau horfa. Það eru reyndar undantekningar frá þessu og dæmi um að þar sem sumir sjá fegurð sjá aðrir subbuskap. Við sáum dæmi um þetta á dögunum í frétt sem Fréttablaðið sagði en starfsmaður Seðlabankans hafði kvartað sárlega undan málverkum Gunnlaugs Blöndals sem prýða bankann en þar er myndefnið naktar konur. Nektin virtist valda starfsmanninum einhverjum sálarkvölum, allavega sá hann ríka ástæðu til að koma vanþóknun sinni til skila til yfirmanna. Kvörtunin mun hafa verið gerð í nafni METOO-byltingarinnar og stjórnendur bankans tóku hana alvarlega, sem er eiginlega það versta í þessu stórfurðulega máli. Nú er sjálfsagt verið að rannsaka í Seðlabankanum hvort Gunnlaugur heitinn Blöndal hafi brotið af sér með því að mála nakta konu og hvort brotið sé svo alvarlegt að setja eigi nektarmyndir hans í geymslu þannig að þær valdi saklausum sálum ekki meiri sársauka en orðið er. Víst er það svo að fólk les margt úr listaverkum, en þarna virðist hafa verið einblínt á það að karlmaður málaði naktar konur. Um leið virðist gert ráð fyrir því að slík málverk séu niðurlægjandi fyrir konur. Það er skrýtin forsenda. Nekt í myndlist er ekki hræðileg, það er nákvæmlega ekkert athugavert við hana. Ef fólk getur ekki horft upp á nakta manneskju á málverki án þess að siðferðiskennd þess sé stórlega misboðið þá verður það bara að horfa annað. Umfram allt ekki nota METOO til að koma á ritskoðun í listum. Hvar á svo að stoppa? Ef það á að ritskoða verk látins meistara er þá næsta skref að þefa uppi aðra listamenn sem hafa sett nekt á léreft? Segjum sem svo að í málverkasafni Seðlabankans væri mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Hann hefur eins og kunnugt er lengi málað bera karlmenn. Sum málverka hans eru afar stór og af mörgum allsberum karlmönnum sem sjást þar með allt sitt skraut úthangandi. Satt að segja virðast þetta vera fremur meinlausir berir karlmenn, en ekki gætu allir séð það þannig. Einhver gæti einmitt túlkað þessar myndir sem svo að þarna væri hið hvimleiða feðraveldi að stunda sína uppáhaldsiðju; að flagga typpinu. Niðurstaðan yrði því sú að í myndunum væri verið að misbjóða konum enn eina ferðina og því farsælast að koma þeim fyrir í vandlega læstri geymslu. Þetta væri að vísu algjör mistúlkun á myndum þessa ágæta listamanns og alveg jafn galin túlkun og telja hinar fallegu nektarmyndir Blöndals vera niðurlægjandi fyrir konur. Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegan hátt gefur sér að séu ósómi. Með þeirri aðferð má ganga á röðina og saka hvern listamanninn á fætur öðrum um að hafa brotið af sér – og fela síðan verk þeirra svo enginn komist í uppnám.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun