Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Sighvatur skrifar 29. júní 2018 06:00 Anthony Kennedy hefur stutt réttindi samkynhneigðra, rétt kvenna til fóstureyðinga og réttindi fanga. Fréttablaðið/AP Anthony Kennedy, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum þann 31. júlí næstkomandi. Kennedy hefur undanfarinn áratug verið í oddastöðu milli hins frjálslynda hluta og hins íhaldssama hluta réttarins. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir þetta himnasendingu fyrir Repúblikana fyrir kosningarnar í nóvember en þá verður meðal annars kosið um 33 sæti af 100 í öldungadeild bandaríska þingsins. Kjarnafylgi flokksins hafi hingað til ekki verið mjög áhugasamt um kosningarnar en þetta mál gæti breytt því.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Repúblikanar hafa nú 51 sæti í öldungadeildinni sem þarf að staðfesta tilnefningu forsetans á nýjum hæstaréttardómara. Ljóst er að Donald Trump mun nota tækifærið og tilnefna íhaldssaman dómara og hefur hann talað um að hann vilji fá dómara sem geti setið í réttinum næstu 40 til 45 árin. „Demókratar munu reyna allt til að stoppa tilnefninguna fram yfir kosningarnar í nóvember. Ef þeir hins vegar tefja málið hafa Repúblikanar gott vopn í kosningunum í íhaldssömum fylkjum,“ segir Friðjón. Hann telur að þótt meirihluti Repúblikana sé tæpur verði hart sótt að Demókrötum þar sem þeir eigi nú stærstan hluta þeirra sæta sem kosið verður um.Friðjón Friðjónsson„Mögulega getur farið svo að hæstiréttur verði þó nokkuð mikið íhaldssamari en bandarískur almenningur. Það getur orðið ákveðið rof þarna á milli, sem er áhyggjuefni. Það er hætta á því að almenningur líti á hæstarétt sem öldungaráð sem sé ekki í tengslum við almenning.“ Friðjón telur þó að Trump muni tilnefna einstakling sem hafi óvefengjanlega hæfileika til að sitja í hæstarétti þótt hann hafi íhaldssamar skoðanir. Níu dómarar eiga sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Af þeim sem nú skipa réttinn voru fimm skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikana og fjórir af forsetum úr röðum Demókrata. Kennedy, sem verður 82 ára nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti, hefur verið hæstaréttardómari frá 1988. Hann hefur lengstan starfsaldur af núverandi dómurum en hann var skipaður í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur meðal annars stutt hinn frjálslynda hóp réttarins í málum sem tengjast réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga, dauðarefsingum og réttindum fanga sem var haldið án ákæru í fangabúðunum í Guantanamo. Hins vegar hefur Kennedy stutt íhaldssama hlutann í málum sem snúa að byssueign, takmörkun á reglum um fjárframlög til kosningabaráttu og í ákvörðunum sem höfðu mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna árið 2000. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Anthony Kennedy, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum þann 31. júlí næstkomandi. Kennedy hefur undanfarinn áratug verið í oddastöðu milli hins frjálslynda hluta og hins íhaldssama hluta réttarins. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir þetta himnasendingu fyrir Repúblikana fyrir kosningarnar í nóvember en þá verður meðal annars kosið um 33 sæti af 100 í öldungadeild bandaríska þingsins. Kjarnafylgi flokksins hafi hingað til ekki verið mjög áhugasamt um kosningarnar en þetta mál gæti breytt því.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Repúblikanar hafa nú 51 sæti í öldungadeildinni sem þarf að staðfesta tilnefningu forsetans á nýjum hæstaréttardómara. Ljóst er að Donald Trump mun nota tækifærið og tilnefna íhaldssaman dómara og hefur hann talað um að hann vilji fá dómara sem geti setið í réttinum næstu 40 til 45 árin. „Demókratar munu reyna allt til að stoppa tilnefninguna fram yfir kosningarnar í nóvember. Ef þeir hins vegar tefja málið hafa Repúblikanar gott vopn í kosningunum í íhaldssömum fylkjum,“ segir Friðjón. Hann telur að þótt meirihluti Repúblikana sé tæpur verði hart sótt að Demókrötum þar sem þeir eigi nú stærstan hluta þeirra sæta sem kosið verður um.Friðjón Friðjónsson„Mögulega getur farið svo að hæstiréttur verði þó nokkuð mikið íhaldssamari en bandarískur almenningur. Það getur orðið ákveðið rof þarna á milli, sem er áhyggjuefni. Það er hætta á því að almenningur líti á hæstarétt sem öldungaráð sem sé ekki í tengslum við almenning.“ Friðjón telur þó að Trump muni tilnefna einstakling sem hafi óvefengjanlega hæfileika til að sitja í hæstarétti þótt hann hafi íhaldssamar skoðanir. Níu dómarar eiga sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Af þeim sem nú skipa réttinn voru fimm skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikana og fjórir af forsetum úr röðum Demókrata. Kennedy, sem verður 82 ára nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti, hefur verið hæstaréttardómari frá 1988. Hann hefur lengstan starfsaldur af núverandi dómurum en hann var skipaður í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur meðal annars stutt hinn frjálslynda hóp réttarins í málum sem tengjast réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga, dauðarefsingum og réttindum fanga sem var haldið án ákæru í fangabúðunum í Guantanamo. Hins vegar hefur Kennedy stutt íhaldssama hlutann í málum sem snúa að byssueign, takmörkun á reglum um fjárframlög til kosningabaráttu og í ákvörðunum sem höfðu mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna árið 2000.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20