Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-2 | Arnór Gauti skaut Blikum í undanúrslit í uppbótartíma Magnús Ellert Bjarnason skrifar 25. júní 2018 23:15 Blikar fögnuðu sigri í kvöld Vísir Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir dramatískan 2-1 útivallasigur gegn Val í leik sem fer seint í sögubækurnar fyrir fallegan fótbolta. Fá færi litu dagsins ljós í leik sem einkenndist af barningi og misheppnuðum sendingum og stefndi allt í að leikurinn færi í framlengingu. Allt þar til að varamaðurinn og framherjinn Arnór Gauti Ragnarsson steig upp og tryggði gestunum sæti í undanúrslitum með marki á 91. mínútu. Heimamenn í Val voru voru langtum sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, sem fór nánast alfarið fram á vallarhelmingi Blika. Þrátt fyrir yfirráðin voru leikmenn Vals í raun aldrei nálægt því að finna netmöskvana. Færi þeirra, sem þeir fóru yfirleitta illa með, er hægt að telja á annarri hendi. Fengu þeir þetta í bakið á 19. mínútu þegar að Sveinn Aron kom Blikum yfir, eftir glæsilegan undirbúning Willum Þórs, þvert gegn gangi leiksins. Varnarmenn Vals voru sofandi á verðinum en þeir gáfu Willum alltof mikinn tíma til að athafna sig og koma boltanum fyrir af vinstri kantinum. Eftir markið héldu Valsmenn áfram að sækja, án þess þó að skapa sér nein færi. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, síðan sannkallað dauðafæri. Í staðinn fyrir að skjóta á markið ákvað Oliver hins vegar að reyna að sóla varnarmann Vals, sem náði að pota boltanum aftur fyrir. Að því loknu flautaði dómarinn til hálfleiks og var staðan því 1-0, Blikum í vil, þegar að liðin gengju til búningsherbergja. Valsmenn héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og skilaði besta sókn þeira í leiknum jöfnunarmarki á 51. mínútu. Var Sigurður Egill Lárusson þar að verki eftir laglegan undirbúning Andra Adolphssonar. Stuttu síðar, eftir glórulausa tæklingu Patrick Pedersen á Viktori Erni, sem verðskuldaði mögulega rautt spjald, ætlaði allt að verða vitlaust á vellinum. Viktor var greinilega eitthvað pirraður að Patrick hlaut einungis gult spjalt og hrinti hann Kristinni Frey eftir orðaskipti þeirra á milli. Valsmenn heimtuðu rautt spjald, og virtust þeir eiga eitthvað til síns máls. Dómari leiksins, Þorvaldur Árnason, ákvað hins vegar að sleppa spjaldinu og vara Viktor við. Furðuleg ákvörðun hjá Þorvaldi, verður að segjast. Þrátt fyrir að síðari hálfleikurinn hafi vissuelga verið skemmtilegri en sá fyrri var hann ekki mikið meira fyrir augað og gekk báðum liðum illa að spila boltanum sín á milli. Fá færi litu dagsins ljós og stefndi allt í framlengingu. Arnór Gauti var hins vegar á öðru máli. Gerðist hann hetja Blika þegar hann lagði boltann í netið af stakri prýði á 91. mínútu, óverjandi fyrir Svein SIgurð í marki Vals. Leikmenn Vals og þjálfari, Ólafur Jóhannesson, heimtuðu rangstöðu en línuvörðurinn flaggaði ekki. Af endursýningu að dæma var það rétt ákvörðun hjá honum. Lokatölur því 2-1 fyrir gestina úr Kópavogi, sem fögnuðu í leikslok eins og þeir hefðu tryggt sér bikarinn.Af hverju vann Breiðablik? Þeir nýttu færin sín betur. Það hljómar kannski eins og full stutt og snubbótt skýring, en í leik sem þessum, þar sem fá færi líta dagsins, skiptir það einfaldlega öllu. Leikmenn Vals geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt yfirráð sín betur, þeir stjórnuðu leiknum lengstum og voru mun meira með boltann, en sóknarleikur þeirra var ákaflega hugmyndasnauður og ólíklegur til árangurs. Þá var varnarleikur þeirra, í báðum mörkum Blika, ekki til útflutnings.Hverjir stóðu upp úr? Eftir svona innkomu verður einfaldlega að nefna hann Arnór Gauta, þrátt fyrir að hann hafi ekki sést mikið áður en hann skoraði. Gerði hann útslagið í kvöld og steig upp þegar þess þurfti. Í liði heimamanna stóð Andri Adolphsson upp úr. Var hann sífellt ógnandi á hægri kantinum og lagði jöfnunarmark Vals upp glæsilegaHvað gekk illa? Val gekk vægast sagt illa að nýta yfirráð sín, en þeir stjórnuðu leiknum lengstum líkt og komið hefur fram. Þrátt fyrir að leikurinn hafi á löngum köflum verið spilaður á vallarhelmingi Blika voru leikmenn Vals sjaldan líklegir til að koma boltanum í markið. Jöfnunarmark þeirra kom eftir flotta sókn, en að henni undanskildri var lítið að frétta í sóknarleik þeirra.Hvað gerist næst? Blikar verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Valsmenn geta hins vegar einbeitt sér af því að reyna að verja íslandsmeistaratitil sinn.Ágúst á hliðarlínunni.vísir/antonÁgúst Þór: Þetta eru æðislegir sigrar „Þetta eru æðislegir sigrar. Þetta er sárt fyrir Valsmennina en á sama móti gríðarlega sætt fyrir okkur. Við ætluðum að svara fyrir okkur eftir að hafa fengið á okkur sigurmarkið á lokamínútunum hérna í deildinni og okkur tókst það svo sannarlega,” sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks, sem brosti út að eyrum í viðtali við blaðamann Vísis eftir sigurinn sæta í kvöld. Það stefndi allt í framlengingu. Var Ágúst farinn að undirúa sig undir hana? „Við vorum farnir að hugsa um framlenginguna, undirbúa skiptingarnar og fleira í þeim dúr. En það var yndislegt að sjá hann þarna inni og frábært að vera komnir áfram.” Líkt og komið hefur fram var leikurinn í kvöld ekki mikið fyrir augað. Voru leikmenn ryðgaðir eftir HM pásuna? „Já, það getur verið. Það er samt styttra síðan að Valsmenn spiluðu. Þeir spiluðu við FH um daginn og unnu þá sannfærandi. Mér fannst sigurinn lenda réttum megin. Við vorum betri aðilinn hér í kvöld, ” sagði Ágúst að lokum. Ólafur Jóhannesson.vísir/BáraÓli Jó: Fannst við vera betra liðið. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var fámáll í leikslok eftir grátlegt tap. „Þetta var fúlt. Mér fannst við vera betri liðið allan tímann og spila fínan leik en við töpuðum honum. Það er svekkjandi. Þetta er ekki flóknara en það.” Þrátt fyrir að liðið hans hafi stjórnað leiknum lengstum gekk þeim illa að skapa sér færi. Hvað olli því? „Við fengum vissulega ekki mikið af færum en spiluðum samt ágætlega heit. Það vantaði smá grimmd í okkur í teignum.” Leikmenn Vals voru ósáttir með dómarann á 65. mínútu leiksins og vildu að Viktor Örn, varnarmaður Breiðabliks, fengi rauða spjaldið fyrir að hrinda Kristinni Frey. Hvað fannst Ólafi um það atvik, var það rautt spjald að hans mati? „Hann hætti við að spjalda þá báða af því að annar var á gulu, en það hafði ekki mikil áhrif á leikinn. Mér fannst ekki mikil harka í leiknum. Þetta voru bara tvö góð lið, ekkert annað um það að segja ” sagði Ólafur. Ólafur var vægast sagt ósáttur á hlíðarlínunni þegar að Arnór skoraði sigurmark Blika og heimtaði að dæmd yrði rangstaða. Hvernig horfði það atvik við honum? „Ég sá það náttúrulega ekki af hlíðarlínunni en hann var alveg aleinn þarna inní teig. Þið hljótið að vita það.” Blaðamaður Vísis sagði þá Óla að af endursýningunni að dæma virtist Arnór hafa verið samsíða varnarmönnum Vals þegar hann fékk boltann. Óli var ekki par hrifinn af því orðalagi blaðamanns. „Hvað þýðir að hann hafi virst vera samsíða? Þið hljótið að sjá það á upptökunni. Ef hann var ekki rangstaður er ekkert við því að segja og þó að hann hafi verið rangstaður er ekkert við því að segja heldur. Dómarinn dæmdi leikinn mjög vel,” sagði Óli að lokum.Arnór Gauti: Man ekki hvað gerðist Markaskorarinn og hetja Blika, Arnór Gauti Ragnarsson, var að vonum hæstánægður þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum í leikslok. Þegar að allt stefndi í framlengingu steig hann upp og tryggði sínu liði farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Ekki amalegt kvöld hjá framherjanum. „Það er bara mögnuð tilfinning að vera komin áfram í bikarnum og geggjað að skora á síðustu mínútu á móti stórliði eins og Val.” Arnór var aleinn í teig Vals þegar hann skoraði markið og langt í næsta varrnarmann Vals. Kom það Arnóri á óvart að fá svona mikinn tíma í teignum á lokamínútum leiksins. „Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég fór í „black-out” í færinu og man eiginlega ekki hvað gerðist. Það síðasta sem ég man eftir er að ég er að hlaupa í átt að stúkunni til að fagna markinu.” Er Arnór með einhverja óska mótherja í undanúrslitunum? „Er það ekki bara Stjarnan? Fara með þetta alla leið. Við tókum þá í fyrra þegar ég var í ÍBV og það er bara fínt að taka þá aftur í ár. Væri líka gott að fá nágrannana í heimsókn á Kópvogsvöllinn og hefna fyrir ófaranna gegn þeim í deildinni, “ sagði Arnór Gauti, að lokum. Íslenski boltinn
Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir dramatískan 2-1 útivallasigur gegn Val í leik sem fer seint í sögubækurnar fyrir fallegan fótbolta. Fá færi litu dagsins ljós í leik sem einkenndist af barningi og misheppnuðum sendingum og stefndi allt í að leikurinn færi í framlengingu. Allt þar til að varamaðurinn og framherjinn Arnór Gauti Ragnarsson steig upp og tryggði gestunum sæti í undanúrslitum með marki á 91. mínútu. Heimamenn í Val voru voru langtum sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, sem fór nánast alfarið fram á vallarhelmingi Blika. Þrátt fyrir yfirráðin voru leikmenn Vals í raun aldrei nálægt því að finna netmöskvana. Færi þeirra, sem þeir fóru yfirleitta illa með, er hægt að telja á annarri hendi. Fengu þeir þetta í bakið á 19. mínútu þegar að Sveinn Aron kom Blikum yfir, eftir glæsilegan undirbúning Willum Þórs, þvert gegn gangi leiksins. Varnarmenn Vals voru sofandi á verðinum en þeir gáfu Willum alltof mikinn tíma til að athafna sig og koma boltanum fyrir af vinstri kantinum. Eftir markið héldu Valsmenn áfram að sækja, án þess þó að skapa sér nein færi. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, síðan sannkallað dauðafæri. Í staðinn fyrir að skjóta á markið ákvað Oliver hins vegar að reyna að sóla varnarmann Vals, sem náði að pota boltanum aftur fyrir. Að því loknu flautaði dómarinn til hálfleiks og var staðan því 1-0, Blikum í vil, þegar að liðin gengju til búningsherbergja. Valsmenn héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og skilaði besta sókn þeira í leiknum jöfnunarmarki á 51. mínútu. Var Sigurður Egill Lárusson þar að verki eftir laglegan undirbúning Andra Adolphssonar. Stuttu síðar, eftir glórulausa tæklingu Patrick Pedersen á Viktori Erni, sem verðskuldaði mögulega rautt spjald, ætlaði allt að verða vitlaust á vellinum. Viktor var greinilega eitthvað pirraður að Patrick hlaut einungis gult spjalt og hrinti hann Kristinni Frey eftir orðaskipti þeirra á milli. Valsmenn heimtuðu rautt spjald, og virtust þeir eiga eitthvað til síns máls. Dómari leiksins, Þorvaldur Árnason, ákvað hins vegar að sleppa spjaldinu og vara Viktor við. Furðuleg ákvörðun hjá Þorvaldi, verður að segjast. Þrátt fyrir að síðari hálfleikurinn hafi vissuelga verið skemmtilegri en sá fyrri var hann ekki mikið meira fyrir augað og gekk báðum liðum illa að spila boltanum sín á milli. Fá færi litu dagsins ljós og stefndi allt í framlengingu. Arnór Gauti var hins vegar á öðru máli. Gerðist hann hetja Blika þegar hann lagði boltann í netið af stakri prýði á 91. mínútu, óverjandi fyrir Svein SIgurð í marki Vals. Leikmenn Vals og þjálfari, Ólafur Jóhannesson, heimtuðu rangstöðu en línuvörðurinn flaggaði ekki. Af endursýningu að dæma var það rétt ákvörðun hjá honum. Lokatölur því 2-1 fyrir gestina úr Kópavogi, sem fögnuðu í leikslok eins og þeir hefðu tryggt sér bikarinn.Af hverju vann Breiðablik? Þeir nýttu færin sín betur. Það hljómar kannski eins og full stutt og snubbótt skýring, en í leik sem þessum, þar sem fá færi líta dagsins, skiptir það einfaldlega öllu. Leikmenn Vals geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt yfirráð sín betur, þeir stjórnuðu leiknum lengstum og voru mun meira með boltann, en sóknarleikur þeirra var ákaflega hugmyndasnauður og ólíklegur til árangurs. Þá var varnarleikur þeirra, í báðum mörkum Blika, ekki til útflutnings.Hverjir stóðu upp úr? Eftir svona innkomu verður einfaldlega að nefna hann Arnór Gauta, þrátt fyrir að hann hafi ekki sést mikið áður en hann skoraði. Gerði hann útslagið í kvöld og steig upp þegar þess þurfti. Í liði heimamanna stóð Andri Adolphsson upp úr. Var hann sífellt ógnandi á hægri kantinum og lagði jöfnunarmark Vals upp glæsilegaHvað gekk illa? Val gekk vægast sagt illa að nýta yfirráð sín, en þeir stjórnuðu leiknum lengstum líkt og komið hefur fram. Þrátt fyrir að leikurinn hafi á löngum köflum verið spilaður á vallarhelmingi Blika voru leikmenn Vals sjaldan líklegir til að koma boltanum í markið. Jöfnunarmark þeirra kom eftir flotta sókn, en að henni undanskildri var lítið að frétta í sóknarleik þeirra.Hvað gerist næst? Blikar verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Valsmenn geta hins vegar einbeitt sér af því að reyna að verja íslandsmeistaratitil sinn.Ágúst á hliðarlínunni.vísir/antonÁgúst Þór: Þetta eru æðislegir sigrar „Þetta eru æðislegir sigrar. Þetta er sárt fyrir Valsmennina en á sama móti gríðarlega sætt fyrir okkur. Við ætluðum að svara fyrir okkur eftir að hafa fengið á okkur sigurmarkið á lokamínútunum hérna í deildinni og okkur tókst það svo sannarlega,” sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks, sem brosti út að eyrum í viðtali við blaðamann Vísis eftir sigurinn sæta í kvöld. Það stefndi allt í framlengingu. Var Ágúst farinn að undirúa sig undir hana? „Við vorum farnir að hugsa um framlenginguna, undirbúa skiptingarnar og fleira í þeim dúr. En það var yndislegt að sjá hann þarna inni og frábært að vera komnir áfram.” Líkt og komið hefur fram var leikurinn í kvöld ekki mikið fyrir augað. Voru leikmenn ryðgaðir eftir HM pásuna? „Já, það getur verið. Það er samt styttra síðan að Valsmenn spiluðu. Þeir spiluðu við FH um daginn og unnu þá sannfærandi. Mér fannst sigurinn lenda réttum megin. Við vorum betri aðilinn hér í kvöld, ” sagði Ágúst að lokum. Ólafur Jóhannesson.vísir/BáraÓli Jó: Fannst við vera betra liðið. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var fámáll í leikslok eftir grátlegt tap. „Þetta var fúlt. Mér fannst við vera betri liðið allan tímann og spila fínan leik en við töpuðum honum. Það er svekkjandi. Þetta er ekki flóknara en það.” Þrátt fyrir að liðið hans hafi stjórnað leiknum lengstum gekk þeim illa að skapa sér færi. Hvað olli því? „Við fengum vissulega ekki mikið af færum en spiluðum samt ágætlega heit. Það vantaði smá grimmd í okkur í teignum.” Leikmenn Vals voru ósáttir með dómarann á 65. mínútu leiksins og vildu að Viktor Örn, varnarmaður Breiðabliks, fengi rauða spjaldið fyrir að hrinda Kristinni Frey. Hvað fannst Ólafi um það atvik, var það rautt spjald að hans mati? „Hann hætti við að spjalda þá báða af því að annar var á gulu, en það hafði ekki mikil áhrif á leikinn. Mér fannst ekki mikil harka í leiknum. Þetta voru bara tvö góð lið, ekkert annað um það að segja ” sagði Ólafur. Ólafur var vægast sagt ósáttur á hlíðarlínunni þegar að Arnór skoraði sigurmark Blika og heimtaði að dæmd yrði rangstaða. Hvernig horfði það atvik við honum? „Ég sá það náttúrulega ekki af hlíðarlínunni en hann var alveg aleinn þarna inní teig. Þið hljótið að vita það.” Blaðamaður Vísis sagði þá Óla að af endursýningunni að dæma virtist Arnór hafa verið samsíða varnarmönnum Vals þegar hann fékk boltann. Óli var ekki par hrifinn af því orðalagi blaðamanns. „Hvað þýðir að hann hafi virst vera samsíða? Þið hljótið að sjá það á upptökunni. Ef hann var ekki rangstaður er ekkert við því að segja og þó að hann hafi verið rangstaður er ekkert við því að segja heldur. Dómarinn dæmdi leikinn mjög vel,” sagði Óli að lokum.Arnór Gauti: Man ekki hvað gerðist Markaskorarinn og hetja Blika, Arnór Gauti Ragnarsson, var að vonum hæstánægður þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum í leikslok. Þegar að allt stefndi í framlengingu steig hann upp og tryggði sínu liði farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Ekki amalegt kvöld hjá framherjanum. „Það er bara mögnuð tilfinning að vera komin áfram í bikarnum og geggjað að skora á síðustu mínútu á móti stórliði eins og Val.” Arnór var aleinn í teig Vals þegar hann skoraði markið og langt í næsta varrnarmann Vals. Kom það Arnóri á óvart að fá svona mikinn tíma í teignum á lokamínútum leiksins. „Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég fór í „black-out” í færinu og man eiginlega ekki hvað gerðist. Það síðasta sem ég man eftir er að ég er að hlaupa í átt að stúkunni til að fagna markinu.” Er Arnór með einhverja óska mótherja í undanúrslitunum? „Er það ekki bara Stjarnan? Fara með þetta alla leið. Við tókum þá í fyrra þegar ég var í ÍBV og það er bara fínt að taka þá aftur í ár. Væri líka gott að fá nágrannana í heimsókn á Kópvogsvöllinn og hefna fyrir ófaranna gegn þeim í deildinni, “ sagði Arnór Gauti, að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti