Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2018 08:00 Mennirnir eiga að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar til að hagnast á bréfum í Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Talið er að þremenningarnir sem grunaðir eru um að hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair hafi hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Þrír menn á fimmtugsaldri eru ákærðir í málinu. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair en hann hafði stöðu fruminnherja hjá félaginu. Hinir tveir eru grunaðir um að hafa nýtt sér upplýsingar frá honum til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í félaginu. Auk mannanna þriggja er félagið Fastrek, sem hét áður VIP Travel, ákært í málinu en viðskiptin með hlutina voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi eigandi Fastreks. Sá var jafnframt áður rekstrarstjóri kampavínsklúbbsins Shooters sem nú er starfræktur á sama stað og VIP Club var áður til húsa. Að endingu má nefna að sá maður var eitt sinn sakfelldur fyrir rekstur spilavítis í Skeifunni. Fyrrgreindum forstöðumanni og rekstrarstjóra er í málinu gefið að sök að hafa í október og nóvember 2015 nýtt VIP Travel til að kaupa hluti í Icelandair til þess eins að selja hlutina skömmu eftir að þriðja ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Þeim er gefið að sök að hafa keypt sölurétt í júlí 2016 en þá veðjuðu þeir á móti á lækkun hlutabréfanna i kjölfar annars ársfjórðungsuppgjörs þess árs. Að endingu er forstöðumanninum og rekstrarstjóranum gefið að sök að hafa í janúar og febrúar 2017 keypt sölurétt í félaginu og veðjað á að verð á hlutum í því myndi lækka í kjölfar afkomuviðvörunar sem birt var 1. febrúar það ár. Hagnaður mannanna af þessu á að hafa numið tæpum 25 milljónum króna. Rekstrarstjórinn á síðan að hafa hvatt þriðja manninn, sem ákærður er í málinu, til hins sama. Á hann að hafa keypt sölurétt og selt í félaginu sama dag og afkomuviðvörunin var gefin út. Á hagnaður vegna þessa að hafa numið rúmum 20 milljónum króna. Mennirnir eru ýmist ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félagsins Fastreks, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Hvorki náðist í hina ákærðu né lögmenn þeirra í gær. Málið verður þingfest 28. júní. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00 Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Talið er að þremenningarnir sem grunaðir eru um að hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair hafi hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Þrír menn á fimmtugsaldri eru ákærðir í málinu. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair en hann hafði stöðu fruminnherja hjá félaginu. Hinir tveir eru grunaðir um að hafa nýtt sér upplýsingar frá honum til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í félaginu. Auk mannanna þriggja er félagið Fastrek, sem hét áður VIP Travel, ákært í málinu en viðskiptin með hlutina voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi eigandi Fastreks. Sá var jafnframt áður rekstrarstjóri kampavínsklúbbsins Shooters sem nú er starfræktur á sama stað og VIP Club var áður til húsa. Að endingu má nefna að sá maður var eitt sinn sakfelldur fyrir rekstur spilavítis í Skeifunni. Fyrrgreindum forstöðumanni og rekstrarstjóra er í málinu gefið að sök að hafa í október og nóvember 2015 nýtt VIP Travel til að kaupa hluti í Icelandair til þess eins að selja hlutina skömmu eftir að þriðja ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Þeim er gefið að sök að hafa keypt sölurétt í júlí 2016 en þá veðjuðu þeir á móti á lækkun hlutabréfanna i kjölfar annars ársfjórðungsuppgjörs þess árs. Að endingu er forstöðumanninum og rekstrarstjóranum gefið að sök að hafa í janúar og febrúar 2017 keypt sölurétt í félaginu og veðjað á að verð á hlutum í því myndi lækka í kjölfar afkomuviðvörunar sem birt var 1. febrúar það ár. Hagnaður mannanna af þessu á að hafa numið tæpum 25 milljónum króna. Rekstrarstjórinn á síðan að hafa hvatt þriðja manninn, sem ákærður er í málinu, til hins sama. Á hann að hafa keypt sölurétt og selt í félaginu sama dag og afkomuviðvörunin var gefin út. Á hagnaður vegna þessa að hafa numið rúmum 20 milljónum króna. Mennirnir eru ýmist ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félagsins Fastreks, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Hvorki náðist í hina ákærðu né lögmenn þeirra í gær. Málið verður þingfest 28. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00 Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00
Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00