Rekstur í Reykjavík Davíð Þorláksson skrifar 20. júní 2018 07:00 Framtíðin er loðin og teygjanleg í Reykjavík ef marka má sáttmála meirihlutans í borgarstjórn. Þar er fjallað almennt um hlutina en innan um eru skýrar tillögur og tíma- eða tölusettar áætlanir. Það á sérstaklega við um atvinnumálin. Reykjavík er stærsta útgerðar-, iðnaðar-, ferðaþjónustu-, verslunar- og þjónustupláss landsins. Því miður virðist ekki vera forgangsatriði að hlúa betur að hlutverki borgarinnar hvað þetta varðar. Það vill stundum gleymast að sveitarfélög taka til sín og ráðstafa fimmtungi opinberra tekna og 14% opinberra skulda hvíla á sveitarfélögunum. Það er ekki bara ríkið sem hefur áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja, heldur gera sveitarfélögin það líka. Fasteignamat hefur hækkað talsvert síðustu ár í takt við hækkandi fasteignaverð og vegna breyttra matsaðferða hjá Þjóðskrá. Þá hefur verið talsverð uppbygging, einkum í húsnæði undir gistingu. Greiða þarf níu sinnum hærra fasteignagjald af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Allt þetta hefur leitt til þess að tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum hækkuðu um 28% frá 2014 til 2017 á sama tíma og verðlag hækkaði um 5%. Í sáttmálanum er lofað að fasteignagjöld lækki um 0,05 prósentur á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins. Það er auðvitað engin skattalækkun, heldur bara aðeins minni skattahækkun en ella. Síðustu ár hafa einkennst af samfelldum hagvexti og uppgangi. Það er góðæri. Atvinnuleysi í Reykjavík í apríl var aðeins 2,39%. Við getum ekki treyst á að þetta verði alltaf svona. Reykjavíkurborg verður að hlúa betur að fyrirtækjunum í borginni. Fyrsta skrefið væri að lækka fasteignagjöld raunverulega á atvinnuhúsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Davíð Þorláksson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Framtíðin er loðin og teygjanleg í Reykjavík ef marka má sáttmála meirihlutans í borgarstjórn. Þar er fjallað almennt um hlutina en innan um eru skýrar tillögur og tíma- eða tölusettar áætlanir. Það á sérstaklega við um atvinnumálin. Reykjavík er stærsta útgerðar-, iðnaðar-, ferðaþjónustu-, verslunar- og þjónustupláss landsins. Því miður virðist ekki vera forgangsatriði að hlúa betur að hlutverki borgarinnar hvað þetta varðar. Það vill stundum gleymast að sveitarfélög taka til sín og ráðstafa fimmtungi opinberra tekna og 14% opinberra skulda hvíla á sveitarfélögunum. Það er ekki bara ríkið sem hefur áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja, heldur gera sveitarfélögin það líka. Fasteignamat hefur hækkað talsvert síðustu ár í takt við hækkandi fasteignaverð og vegna breyttra matsaðferða hjá Þjóðskrá. Þá hefur verið talsverð uppbygging, einkum í húsnæði undir gistingu. Greiða þarf níu sinnum hærra fasteignagjald af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Allt þetta hefur leitt til þess að tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum hækkuðu um 28% frá 2014 til 2017 á sama tíma og verðlag hækkaði um 5%. Í sáttmálanum er lofað að fasteignagjöld lækki um 0,05 prósentur á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins. Það er auðvitað engin skattalækkun, heldur bara aðeins minni skattahækkun en ella. Síðustu ár hafa einkennst af samfelldum hagvexti og uppgangi. Það er góðæri. Atvinnuleysi í Reykjavík í apríl var aðeins 2,39%. Við getum ekki treyst á að þetta verði alltaf svona. Reykjavíkurborg verður að hlúa betur að fyrirtækjunum í borginni. Fyrsta skrefið væri að lækka fasteignagjöld raunverulega á atvinnuhúsnæði.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar