Að senda náttúrunni reikning fyrir skaðanum Bubbi Morthens skrifar 4. júlí 2018 07:00 Lúsafaraldur í fiskeldi er það versta sem hugsast getur fyrir alla á þeim vettvangi, þig, mig og þá. Stofnunin sem fer með eftirlitið með laxeldisfyrirtækjum, Matvælastofnun, notar orðið „meðhöndlun“ þegar hún gefur laxeldisfyrirtækjum hér á landi heimild til að nota eitur til að stöðva það sem verður ekki stöðvað. Eina leiðin til þess að meðhöndla laxalús í eldi er að nota eitur og það helling af því. Hvert halda menn svo að þetta eitur berist? Svarið er: Í allt lífríkið. Svo einfalt er það. Hvað sögðu talsmenn Norðmanna hér á landi? Að það væri engin hætta á að laxalús yrði til vandræða en annað hefur komið í ljós. Nú nýlega fór fram uppboð á laxeldiskvóta í Noregi. Þar fór laxeldisleyfið fyrir tonnið á tæpar 2,6 miljónir króna. Samkvæmt því kostar þá leyfi fyrir 6.000 tonna laxeldi fyrir Laxa ehf. í Reyðarfirði 15,4 miljarða. Það sama á við um önnur fyrirtæki í laxeldi hér á landi. Út af hverju halda menn að Norðmenn hafi komið hingað og séu að gleypa firðina og hafi alls konar fólk á launum til þess að verja þessa mengandi stóriðju? Jú, hér sjá þeir gróða og marklaust eftirlit og ráðamenn sem sjá atkvæði í því að vera ekki með neitt vesen. Það hefur verið sannað að laxeldi hefur vond og óafturkræf áhrif á villta laxastofna. Laxeldi í opnum kvíum er skaðlegt lífríkinu við strendur Íslands. Laxeldi á landi eða í lokuðum kvíum er eina umhverfisvæna leiðin til þess að vernda lífríkið við strendur landsins en það kostar peninga og Norðmennirnir sem hingað eru komnir og talsmenn þeirra hafa engan áhuga á því að borga það gjald. Þeir hafa áhuga á að ryksuga upp gullið úr lífríkinu við strendur Íslands og senda náttúrunni reikninginn fyrir skaðanum. Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Bubbi Morthens Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Lúsafaraldur í fiskeldi er það versta sem hugsast getur fyrir alla á þeim vettvangi, þig, mig og þá. Stofnunin sem fer með eftirlitið með laxeldisfyrirtækjum, Matvælastofnun, notar orðið „meðhöndlun“ þegar hún gefur laxeldisfyrirtækjum hér á landi heimild til að nota eitur til að stöðva það sem verður ekki stöðvað. Eina leiðin til þess að meðhöndla laxalús í eldi er að nota eitur og það helling af því. Hvert halda menn svo að þetta eitur berist? Svarið er: Í allt lífríkið. Svo einfalt er það. Hvað sögðu talsmenn Norðmanna hér á landi? Að það væri engin hætta á að laxalús yrði til vandræða en annað hefur komið í ljós. Nú nýlega fór fram uppboð á laxeldiskvóta í Noregi. Þar fór laxeldisleyfið fyrir tonnið á tæpar 2,6 miljónir króna. Samkvæmt því kostar þá leyfi fyrir 6.000 tonna laxeldi fyrir Laxa ehf. í Reyðarfirði 15,4 miljarða. Það sama á við um önnur fyrirtæki í laxeldi hér á landi. Út af hverju halda menn að Norðmenn hafi komið hingað og séu að gleypa firðina og hafi alls konar fólk á launum til þess að verja þessa mengandi stóriðju? Jú, hér sjá þeir gróða og marklaust eftirlit og ráðamenn sem sjá atkvæði í því að vera ekki með neitt vesen. Það hefur verið sannað að laxeldi hefur vond og óafturkræf áhrif á villta laxastofna. Laxeldi í opnum kvíum er skaðlegt lífríkinu við strendur Íslands. Laxeldi á landi eða í lokuðum kvíum er eina umhverfisvæna leiðin til þess að vernda lífríkið við strendur landsins en það kostar peninga og Norðmennirnir sem hingað eru komnir og talsmenn þeirra hafa engan áhuga á því að borga það gjald. Þeir hafa áhuga á að ryksuga upp gullið úr lífríkinu við strendur Íslands og senda náttúrunni reikninginn fyrir skaðanum. Höfundur er tónlistarmaður
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar