Vistarbönd eða vinarþel? Þórarinn Ævarsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Alþýðusamband Íslands hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja íbúðir fyrir starfsfólk sitt. Þar á bæ sjá menn ekkert jákvætt við þessa þróun og vilja meina að þetta fyrirkomulag sé öfugþróun og vísir að vistarbandi. Ég get í grunninn tekið undir þessar áhyggjur, en vil þó benda á að það eru fleiri hliðar á þessu máli en sú sem ASÍ heldur á lofti. Án þess að geta svarað fyrir aðra, þá get ég sem forsvarsmaður IKEA fullyrt eftirfarandi. Það er ekki óskastaða húsgagnasala að standa í því að byggja íbúðarhúsnæði, en þegar maður stendur frammi fyrir tveimur valkostum, öðrum slæmum og hinum óþolandi, þá velur maður slæma kostinn. Í áraraðir hef ég fylgst með íslenska leigumarkaðnum, hvernig hann hefur verið að þróast til verri vegar þar sem leigan snarhækkar á meðan gæðum húsnæðis sem er í boði hrakar. Ég hef horft upp á fjölda starfsmanna minna borga bróðurpart launa sinna í leigu á ósamþykktum grenjum þar sem lítið er skeytt um aðbúnað, brunavarnir, hljóðvist eða annað. Þar sem þrír, jafnvel fjórir, deila með sér herbergi og síðan jafnvel 20 manns með eitt eldhús. Eins hef ég horft á eftir góðum starfsmönnum sem hafa fengið upp í kok af þessu ástandi og hreinlega gefist upp, flutt af landi brott, þvert gegn vilja sínum. Sumarið 2016, eftir metár í ferðamannafjölda og tilheyrandi þenslu á húsnæðismarkaði, t.a.m vegna áhrifa frá Airbnb, var það samdóma álit stjórnenda IKEA á Íslandi að það ástand sem þá þegar hafði skapast á húsnæðismarkaði væri ekki líklegt til að lagast á næstu árum. Þá var það fyrirséð að þetta ástand kæmi til með að koma verulega illa niður á þeim starfsmönnum IKEA sem væru í ótryggu húsnæði. Nú geta menn deilt um það hvort vinnuveitendur eigi yfirhöfuð að vera með áhyggjur af velferð starfsmanna sinna eftir að vinnudegi lýkur. Flest fyrirtæki virðast hallast að því að þetta komi þeim ekkert við, en við sem stjórnum IKEA töldum að við yrðum að reyna.Hagkvæm leiga Það var lagt af stað með metnaðarfull áform um að byggja fjölbýli og bjóða starfsmönnum upp á vandað húsnæði, í göngufjarlægð við vinnustaðinn og á kjörum sem yrðu umtalsvert betri en almennt gerast á leigumarkaðnum. Hagkvæm leiga og sá sparnaður sem hlýst af því að geta gengið í vinnuna ætti að skapa þeim starfsmönnum IKEA sem nýta sér þetta úrræði fjárhagslegt svigrúm til að leggja fyrir og með tímanum spara sér fyrir útborgun í eigin húsnæði, standi hugur til þess. IKEA er þekkt sem öruggur og góður vinnustaður þar sem starfsfólk nýtur kjara langt umfram það sem samningar hljóða upp á. Hér er aldrei tjaldað til einnar nætur og mun fyrirtækið fara að lögum í þessum málum sem og öðrum. Ég átta mig á að þetta er ekki fullkomið, en ég tel að ASÍ ætti að eyða dýrmætri orku sinni í að reyna að vinda ofan af leigustarfsemi þar sem öll lög og reglugerðir er varða aðbúnað eru brotin og óstjórnleg græðgi ræður för, hvað varðar leiguverð.Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja íbúðir fyrir starfsfólk sitt. Þar á bæ sjá menn ekkert jákvætt við þessa þróun og vilja meina að þetta fyrirkomulag sé öfugþróun og vísir að vistarbandi. Ég get í grunninn tekið undir þessar áhyggjur, en vil þó benda á að það eru fleiri hliðar á þessu máli en sú sem ASÍ heldur á lofti. Án þess að geta svarað fyrir aðra, þá get ég sem forsvarsmaður IKEA fullyrt eftirfarandi. Það er ekki óskastaða húsgagnasala að standa í því að byggja íbúðarhúsnæði, en þegar maður stendur frammi fyrir tveimur valkostum, öðrum slæmum og hinum óþolandi, þá velur maður slæma kostinn. Í áraraðir hef ég fylgst með íslenska leigumarkaðnum, hvernig hann hefur verið að þróast til verri vegar þar sem leigan snarhækkar á meðan gæðum húsnæðis sem er í boði hrakar. Ég hef horft upp á fjölda starfsmanna minna borga bróðurpart launa sinna í leigu á ósamþykktum grenjum þar sem lítið er skeytt um aðbúnað, brunavarnir, hljóðvist eða annað. Þar sem þrír, jafnvel fjórir, deila með sér herbergi og síðan jafnvel 20 manns með eitt eldhús. Eins hef ég horft á eftir góðum starfsmönnum sem hafa fengið upp í kok af þessu ástandi og hreinlega gefist upp, flutt af landi brott, þvert gegn vilja sínum. Sumarið 2016, eftir metár í ferðamannafjölda og tilheyrandi þenslu á húsnæðismarkaði, t.a.m vegna áhrifa frá Airbnb, var það samdóma álit stjórnenda IKEA á Íslandi að það ástand sem þá þegar hafði skapast á húsnæðismarkaði væri ekki líklegt til að lagast á næstu árum. Þá var það fyrirséð að þetta ástand kæmi til með að koma verulega illa niður á þeim starfsmönnum IKEA sem væru í ótryggu húsnæði. Nú geta menn deilt um það hvort vinnuveitendur eigi yfirhöfuð að vera með áhyggjur af velferð starfsmanna sinna eftir að vinnudegi lýkur. Flest fyrirtæki virðast hallast að því að þetta komi þeim ekkert við, en við sem stjórnum IKEA töldum að við yrðum að reyna.Hagkvæm leiga Það var lagt af stað með metnaðarfull áform um að byggja fjölbýli og bjóða starfsmönnum upp á vandað húsnæði, í göngufjarlægð við vinnustaðinn og á kjörum sem yrðu umtalsvert betri en almennt gerast á leigumarkaðnum. Hagkvæm leiga og sá sparnaður sem hlýst af því að geta gengið í vinnuna ætti að skapa þeim starfsmönnum IKEA sem nýta sér þetta úrræði fjárhagslegt svigrúm til að leggja fyrir og með tímanum spara sér fyrir útborgun í eigin húsnæði, standi hugur til þess. IKEA er þekkt sem öruggur og góður vinnustaður þar sem starfsfólk nýtur kjara langt umfram það sem samningar hljóða upp á. Hér er aldrei tjaldað til einnar nætur og mun fyrirtækið fara að lögum í þessum málum sem og öðrum. Ég átta mig á að þetta er ekki fullkomið, en ég tel að ASÍ ætti að eyða dýrmætri orku sinni í að reyna að vinda ofan af leigustarfsemi þar sem öll lög og reglugerðir er varða aðbúnað eru brotin og óstjórnleg græðgi ræður för, hvað varðar leiguverð.Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun