Fullveldisgjöfin átti að vera hér Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2018 20:30 Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða á Melunum gengur almennt undir heitinu Hola íslenskra fræða. Stöð 2/Björn Sigurðsson Það sem átti að verða ein helsta afmælisgjöfin vegna hundrað ára fullveldis stendur ennþá sem stór hola í hjarta Reykjavíkur. Þetta var rifjað upp í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta skóflustungan var tekin snemma árs 2013 og svo var byrjað að grafa á Melunum. Það átti að heita Hús íslenskra fræða. Það nafn stendur enn á upplýsingaskiltinu á staðnum ásamt mynd af byggingunni. Á því stendur líka að verklok séu áætluð í mars árið 2016. En svo hættu framkvæmdir þegar holan var fullgrafin, og menn fóru að kalla hana holu íslenskra fræða. Þegar Katrín Jakobsdóttir, sem tekið hafði fyrstu skóflustunguna sem menntamálaráðherra, spurði um framhald verksins í þinginu sem stjórnarandstæðingur fyrir þremur árum sagði hún: „Á meðan er holan þarna enn og minnir okkur á það hvernig við búum að íslenskri tungu í fortíð og framtíð.“ Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagðist þá sannarlega vona að það tækist að klára húsið í tæka tíð svo við gætum haldið upp á 100 ára afmæli fullveldis með þeim hætti. Það tekst augljóslega ekki og ríkissjóður neyddist í fyrra til að greiða 120 milljóna skaðabætur til verktaka, þar sem ekkert varð af framkvæmdum. Holan hefur líka vakið athygli fyrir það að trjátegundir eins og víðir, ösp og birki virðast hafa sáð sér þar sjálfar. Nú er komið nýtt opinbert heiti, Hús íslenskunnar, og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er lofað framkvæmdum. Á vef Framkvæmdasýslu ríksins segir að verklok séu áætluð árið 2021. En það sem átti að vera þjóðargjöfin í ár, það er ennþá bara hola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Það sem átti að verða ein helsta afmælisgjöfin vegna hundrað ára fullveldis stendur ennþá sem stór hola í hjarta Reykjavíkur. Þetta var rifjað upp í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta skóflustungan var tekin snemma árs 2013 og svo var byrjað að grafa á Melunum. Það átti að heita Hús íslenskra fræða. Það nafn stendur enn á upplýsingaskiltinu á staðnum ásamt mynd af byggingunni. Á því stendur líka að verklok séu áætluð í mars árið 2016. En svo hættu framkvæmdir þegar holan var fullgrafin, og menn fóru að kalla hana holu íslenskra fræða. Þegar Katrín Jakobsdóttir, sem tekið hafði fyrstu skóflustunguna sem menntamálaráðherra, spurði um framhald verksins í þinginu sem stjórnarandstæðingur fyrir þremur árum sagði hún: „Á meðan er holan þarna enn og minnir okkur á það hvernig við búum að íslenskri tungu í fortíð og framtíð.“ Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagðist þá sannarlega vona að það tækist að klára húsið í tæka tíð svo við gætum haldið upp á 100 ára afmæli fullveldis með þeim hætti. Það tekst augljóslega ekki og ríkissjóður neyddist í fyrra til að greiða 120 milljóna skaðabætur til verktaka, þar sem ekkert varð af framkvæmdum. Holan hefur líka vakið athygli fyrir það að trjátegundir eins og víðir, ösp og birki virðast hafa sáð sér þar sjálfar. Nú er komið nýtt opinbert heiti, Hús íslenskunnar, og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er lofað framkvæmdum. Á vef Framkvæmdasýslu ríksins segir að verklok séu áætluð árið 2021. En það sem átti að vera þjóðargjöfin í ár, það er ennþá bara hola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira