Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Kostnaður við fundinn fór umtalsvert fram úr áætlun vegna veglegri sjónvarpsútsendingar en gert hafði verið ráð fyrir. EINAR Á.E. SÆMUNDSEN Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir aukinn kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum fyrst og fremst skýrast af mun veglegri sjónvarpsútsendingu en gert var ráð fyrir í upphafi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er áætlaður kostnaður við fundinn nú talinn 70 til 80 milljónir króna en upphafleg áætlun hafði gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði. Hann segir að upphafleg áætlun hafi verið með fyrirvörum um nánari útfærslu. „Við reynum samt að hafa alla umgjörð eins einfalda og hægt er. Stærsta frávikið er í gæðum útsendingar. Kröfur tímans kalla á aukin gæði sem auka kostnaðinn. Öll þjóðin á að geta fylgst með hvar sem hún er á landinu.“ Steingrímur segir ástæðu til að leggja áherslu á að allir séu velkomnir á fundinn á Þingvöllum en hann hefst klukkan 14 í dag. „Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að halda veglega upp á fullveldisafmælið og ákveðið að setja fjármuni í það. Þessi hátíðarfundur á Þingvöllum er liður í því en ég minni á að allt árið er undir með fjölda annarra viðburða,“ segir Steingrímur.Sjá einnig: 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sendi Steingrími fyrirspurn í vor um kostnað við hátíðarfundinn. Hann segist hissa á þessum mikla aukakostnaði. „Þetta er eitthvað sem ég hefði haldið að væri ekki ófyrirsjáanlegt, ætti að vera frekar augljóst,“ segir Björn Leví. „Það er ekkert að því að halda svona hátíð og um að gera að fagna þessu 100 ára afmæli fullveldisins. Við gætum samt gert þetta aðeins betur. Ég veit til dæmis ekki hvort þessi þingfundur er rétt athöfn. Mér finnst óþægilegt að sitja á einhverjum palli. Ég hefði persónulega frekar viljað vera áhorfandi.“ Hann segir það einkennandi fyrir Alþingi að við þetta tækifæri eigi að afgreiða mál með hraði. Það sé til að mynda sérstakt að nú sé ákveðið að veita 3,5 milljörðum í nýtt hafrannsóknaskip. Hann hafi áður spurt ráðherra sérstaklega að því í þinginu hvort nýtt hafrannsóknaskip rúmaðist innan ramma fjármálaáætlunar og fengið þau svör að svo væri ekki. Hann viti því ekki hvaðan þessir peningar komi. Þá gagnrýndu átta bókaútgefendur þingsályktunartillögu sem til stendur til að samþykkja á Þingvöllum í dag og snýr að útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og sögu íslenskra bókmennta frá landnámi til 21. aldar. Samkvæmt tillögunni mun Alþingi ganga til samstarfs við Hið íslenska bókmenntafélag um útgáfu umræddra verka. Segja útgefendurnir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að þingið verði að tryggja jafnræði hvað varðar aðkomu útgefenda. Þessi vinnubrögð séu afturhvarf til fortíðar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir aukinn kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum fyrst og fremst skýrast af mun veglegri sjónvarpsútsendingu en gert var ráð fyrir í upphafi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er áætlaður kostnaður við fundinn nú talinn 70 til 80 milljónir króna en upphafleg áætlun hafði gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði. Hann segir að upphafleg áætlun hafi verið með fyrirvörum um nánari útfærslu. „Við reynum samt að hafa alla umgjörð eins einfalda og hægt er. Stærsta frávikið er í gæðum útsendingar. Kröfur tímans kalla á aukin gæði sem auka kostnaðinn. Öll þjóðin á að geta fylgst með hvar sem hún er á landinu.“ Steingrímur segir ástæðu til að leggja áherslu á að allir séu velkomnir á fundinn á Þingvöllum en hann hefst klukkan 14 í dag. „Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að halda veglega upp á fullveldisafmælið og ákveðið að setja fjármuni í það. Þessi hátíðarfundur á Þingvöllum er liður í því en ég minni á að allt árið er undir með fjölda annarra viðburða,“ segir Steingrímur.Sjá einnig: 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sendi Steingrími fyrirspurn í vor um kostnað við hátíðarfundinn. Hann segist hissa á þessum mikla aukakostnaði. „Þetta er eitthvað sem ég hefði haldið að væri ekki ófyrirsjáanlegt, ætti að vera frekar augljóst,“ segir Björn Leví. „Það er ekkert að því að halda svona hátíð og um að gera að fagna þessu 100 ára afmæli fullveldisins. Við gætum samt gert þetta aðeins betur. Ég veit til dæmis ekki hvort þessi þingfundur er rétt athöfn. Mér finnst óþægilegt að sitja á einhverjum palli. Ég hefði persónulega frekar viljað vera áhorfandi.“ Hann segir það einkennandi fyrir Alþingi að við þetta tækifæri eigi að afgreiða mál með hraði. Það sé til að mynda sérstakt að nú sé ákveðið að veita 3,5 milljörðum í nýtt hafrannsóknaskip. Hann hafi áður spurt ráðherra sérstaklega að því í þinginu hvort nýtt hafrannsóknaskip rúmaðist innan ramma fjármálaáætlunar og fengið þau svör að svo væri ekki. Hann viti því ekki hvaðan þessir peningar komi. Þá gagnrýndu átta bókaútgefendur þingsályktunartillögu sem til stendur til að samþykkja á Þingvöllum í dag og snýr að útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og sögu íslenskra bókmennta frá landnámi til 21. aldar. Samkvæmt tillögunni mun Alþingi ganga til samstarfs við Hið íslenska bókmenntafélag um útgáfu umræddra verka. Segja útgefendurnir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að þingið verði að tryggja jafnræði hvað varðar aðkomu útgefenda. Þessi vinnubrögð séu afturhvarf til fortíðar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00
Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38
Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30