Verslun virkar Davíð Þorláksson skrifar 18. júlí 2018 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð með því að leggja tolla á stál, ál, kínverskar vörur auk þess sem boðaðir hafa verið tollar á bíla og bílahluti. Það er gert undir því yfirskyni að verið sé að standa vörð um störf heima fyrir með því að leggja tolla á erlend ríki. Þetta hefur vakið lukku hjá sumum kjósendum hans, en atvinnulífið er ekki sátt. Tollar Trumps eru nefnilega ekkert annað en skattahækkun á bandaríska neytendur og fyrirtæki. Þar á meðal eru framleiðendur, bændur og tæknifyrirtæki sem munu öll borga meira fyrir algengar vörur og efni. Kína, Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað fyrir sig með því að leggja á, eða tilkynna um, tolla fyrir milljarða dollara. Þau viðbrögð voru vel fyrirsjáanleg. Þeir tollar munu gera bandarískar vörur dýrari sem mun leiða til minni sölu og tapaðra starfa. Helmingur allra starfa í framleiðslu í Bandaríkjunum reiða sig á útflutning og í eina af hverjum þremur ekrum af ræktarlandi er plantað fyrir útflutning. Aðgerðir Trumps ógna allt að 2,6 milljónum starfa og gætu haft mjög slæm áhrif á hagkerfið. Sömu sögu er að segja af hinum löndunum. Í tollastríði, eins og stríði almennt, eru engir sigurvegarar. Verslun og viðskipti eru nefnilega ekki bara einkamál fyrirtækja. Frjáls viðskipti fjölga störfum og auka svigrúm til launahækkana. Þau skila gjaldeyri og sköttum sem standa undir velferðarkerfinu. Trump hefur breytt flaggskipi kapítalismans að þessu leyti í gamaldags land sem leggur stein í götu verslunar og viðskipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Donald Trump Viðskipti Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð með því að leggja tolla á stál, ál, kínverskar vörur auk þess sem boðaðir hafa verið tollar á bíla og bílahluti. Það er gert undir því yfirskyni að verið sé að standa vörð um störf heima fyrir með því að leggja tolla á erlend ríki. Þetta hefur vakið lukku hjá sumum kjósendum hans, en atvinnulífið er ekki sátt. Tollar Trumps eru nefnilega ekkert annað en skattahækkun á bandaríska neytendur og fyrirtæki. Þar á meðal eru framleiðendur, bændur og tæknifyrirtæki sem munu öll borga meira fyrir algengar vörur og efni. Kína, Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað fyrir sig með því að leggja á, eða tilkynna um, tolla fyrir milljarða dollara. Þau viðbrögð voru vel fyrirsjáanleg. Þeir tollar munu gera bandarískar vörur dýrari sem mun leiða til minni sölu og tapaðra starfa. Helmingur allra starfa í framleiðslu í Bandaríkjunum reiða sig á útflutning og í eina af hverjum þremur ekrum af ræktarlandi er plantað fyrir útflutning. Aðgerðir Trumps ógna allt að 2,6 milljónum starfa og gætu haft mjög slæm áhrif á hagkerfið. Sömu sögu er að segja af hinum löndunum. Í tollastríði, eins og stríði almennt, eru engir sigurvegarar. Verslun og viðskipti eru nefnilega ekki bara einkamál fyrirtækja. Frjáls viðskipti fjölga störfum og auka svigrúm til launahækkana. Þau skila gjaldeyri og sköttum sem standa undir velferðarkerfinu. Trump hefur breytt flaggskipi kapítalismans að þessu leyti í gamaldags land sem leggur stein í götu verslunar og viðskipta.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun