Rauð pólitík – eldrauð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 06:00 „Það er gott fyrir fólk að hittast við jarðarfarir en ekki verra að fjölga tilefnunum,” segir Ögmundur. Fréttablaðið/Þórsteinn „Ég ætla að vera úti við – að ég hélt undir tjaldhimni en virðist ætla að verða bláhimni,“ segir Ögmundur Jónasson glaðlega, spurður út í afmælishald dagsins í tilefni sjötíu áranna. Reyndar geri ég þetta á tvennan hátt,“ heldur hann áfram. „Ég stend fyrir málstofu í Norræna húsinu klukkan tvö sem nefnist Til róttækrar skoðunar og reyndar mun fara fram á ensku því þar verða margir útlendingar. Þar verður velt upp spurningu um hvort svo sé komið að við þurfum að byrja baráttuna upp á nýtt fyrir framtíð velferðarsamfélagsins, svo skitið, sundurtætt og illa leikið sem það er eftir nýfrjálshyggju síðustu áratuga.“ Málstofan stendur frá tvö til fjögur, að sögn Ögmundar, og að henni lokinni verður haldið að heimili hans, Grímshaga 6. Þar ætlar hann að blanda geði við vini og samferðafólk og því gæti orðið margt um manninn í garðinum og á götunni sem hann ætlar að tjalda yfir. Það kveðst hann líka hafa gert þegar hann varð fimmtugur og aftur þegar hann varð sextugur. „Það er ágætt að fólk hittist við jarðarfarir en ekki er verra að hafa fleiri tilefni til þess,“ bendir hann á. „Svo ætla ég reyndar að fara í hádeginu að hlusta á tvo listamenn í Hörpu, Judith Ingólfsson fiðluleikara og Vladimir Stoupel píanóleikara sem verða með örtónleika klukkan hálf eitt.“ Ögmundur segir samkomuna í Norræna húsinu líka hefjast á tónlist, þar sem Stoupel er meðal flytjenda. „En aðallega verður rætt um pólitík og það rauða pólitík – eldrauða. Það er fjöldi fólks að koma til landsins til að stinga saman nefjum um velferðarmálin því þau brenna á mörgum. Fólk er farið að hafa áhyggjur af sjálfu lýðræðinu og öllu því sem barist var fyrir á öldinni sem leið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Ég ætla að vera úti við – að ég hélt undir tjaldhimni en virðist ætla að verða bláhimni,“ segir Ögmundur Jónasson glaðlega, spurður út í afmælishald dagsins í tilefni sjötíu áranna. Reyndar geri ég þetta á tvennan hátt,“ heldur hann áfram. „Ég stend fyrir málstofu í Norræna húsinu klukkan tvö sem nefnist Til róttækrar skoðunar og reyndar mun fara fram á ensku því þar verða margir útlendingar. Þar verður velt upp spurningu um hvort svo sé komið að við þurfum að byrja baráttuna upp á nýtt fyrir framtíð velferðarsamfélagsins, svo skitið, sundurtætt og illa leikið sem það er eftir nýfrjálshyggju síðustu áratuga.“ Málstofan stendur frá tvö til fjögur, að sögn Ögmundar, og að henni lokinni verður haldið að heimili hans, Grímshaga 6. Þar ætlar hann að blanda geði við vini og samferðafólk og því gæti orðið margt um manninn í garðinum og á götunni sem hann ætlar að tjalda yfir. Það kveðst hann líka hafa gert þegar hann varð fimmtugur og aftur þegar hann varð sextugur. „Það er ágætt að fólk hittist við jarðarfarir en ekki er verra að hafa fleiri tilefni til þess,“ bendir hann á. „Svo ætla ég reyndar að fara í hádeginu að hlusta á tvo listamenn í Hörpu, Judith Ingólfsson fiðluleikara og Vladimir Stoupel píanóleikara sem verða með örtónleika klukkan hálf eitt.“ Ögmundur segir samkomuna í Norræna húsinu líka hefjast á tónlist, þar sem Stoupel er meðal flytjenda. „En aðallega verður rætt um pólitík og það rauða pólitík – eldrauða. Það er fjöldi fólks að koma til landsins til að stinga saman nefjum um velferðarmálin því þau brenna á mörgum. Fólk er farið að hafa áhyggjur af sjálfu lýðræðinu og öllu því sem barist var fyrir á öldinni sem leið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira