Samheldni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. júlí 2018 10:00 Sama hver niðurstaðan verður af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag er ljóst að hún verður söguleg. Fari svo að leiðtogar NATO-ríkjanna takist í hendur að fundarhöldum loknum og lýsi því yfir að bandalagið hafi aldrei staðið styrkari fótum, að samheldni aðildarríkjanna hafi aldrei verið meiri, þá verður það óvænt, en ólíklegt, fagnaðarefni. Mun líklegra er að óreiða muni einkenna viðræðurnar. Ástæðan fyrir því eru auðvitað markvissar og ítrekaðar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan hinu víðtæka, fjölþjóðlega samstarfi sem hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar stuðlað að einhverri mestu velsæld í mannkynssögunni. Bandaríkin, í krafti sínum sem mesta efnahags- og hernaðarveldi veraldar, hefur um áratuga skeið myndað hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu. Þau greiða fyrir um 70 prósent af heildarútgjöldum NATO. Flestir taka undir að öðrum aðildarríkjum beri að auka hernaðarleg útgjöld sín til að koma til móts við Bandaríkjamenn. Slíkt hefur margoft verið til umræðu á vettvangi bandalagsins. Í þau skipti hafa forverar Trumps falið ráðgjöfum sínum og embættismönnum að sjá um útgjaldamálin. Núna, hins vegar, er staðan önnur. Bandaríkjaforseti mætir til fundarhalda í Brussel með það yfirlýsta markmið að ræða hernaðarleg útgjöld ríkjanna. Heima fyrir hefur Trump verið skýr í afstöðu sinni: „Þið verðið að fara að borga reikningana ykkar. Bandaríkin munu ekki sjá um allt fyrir ykkur.“ Nei, í stað áframhaldandi samheldni verður niðurstaðan af leiðtogafundinum í Brussel mun frekar í anda G7-fundarins; óreiða og tregða. Ekkert hernaðarbandalag í sögunni státar af jafn góðum árangri og NATO, þó svo að sambandið hafi oft, og jafnvel ítrekað, misstigið sig. Þrátt fyrir tæplega 70 ár af tiltölulega farsælu samstarfi ríkjanna byggir það í raun á nokkuð einföldum grundvelli – grunni sem í dag virðist vera ansi brothættur – sem er vilji Bandaríkjanna til að skerast í leikinn og koma bandamönnum sínum til hjálpar þegar þörf krefst. Vonast er til að aðildarríkin samþykki í Brussel að stórefla viðbúnað vegna tilrauna Rússlands til að grafa undan vestrænni samvinnu og aukinna umsvifa landsins í Austur-Evrópu. Ekki er hægt að segja að fyrri verk Vladímírs Pútín gefi ástæðu til bjartsýni á að NATO Trumps, sem ítrekað hefur látið í ljós aðdáun sína í garð einræðisherra á borð við Kim jong-un og Pútín, geti beitt sér af fullu afli í þessu verkefni. Í dag eru lýðræðisleg gildi víða fótum troðin, og gagnvart þessari ógn er samheldni og traust þeirra ríkja sem berjast fyrir mannréttindum, hagsæld og lýðræði lykilatriði. Það er óskandi að fulltrúar Íslands á leiðtogafundinum í Brussel leggi sitt af mörkum, svo tekið verði eftir, til að viðhalda farsælu samstarfi NATO-ríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson NATO Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sama hver niðurstaðan verður af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag er ljóst að hún verður söguleg. Fari svo að leiðtogar NATO-ríkjanna takist í hendur að fundarhöldum loknum og lýsi því yfir að bandalagið hafi aldrei staðið styrkari fótum, að samheldni aðildarríkjanna hafi aldrei verið meiri, þá verður það óvænt, en ólíklegt, fagnaðarefni. Mun líklegra er að óreiða muni einkenna viðræðurnar. Ástæðan fyrir því eru auðvitað markvissar og ítrekaðar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan hinu víðtæka, fjölþjóðlega samstarfi sem hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar stuðlað að einhverri mestu velsæld í mannkynssögunni. Bandaríkin, í krafti sínum sem mesta efnahags- og hernaðarveldi veraldar, hefur um áratuga skeið myndað hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu. Þau greiða fyrir um 70 prósent af heildarútgjöldum NATO. Flestir taka undir að öðrum aðildarríkjum beri að auka hernaðarleg útgjöld sín til að koma til móts við Bandaríkjamenn. Slíkt hefur margoft verið til umræðu á vettvangi bandalagsins. Í þau skipti hafa forverar Trumps falið ráðgjöfum sínum og embættismönnum að sjá um útgjaldamálin. Núna, hins vegar, er staðan önnur. Bandaríkjaforseti mætir til fundarhalda í Brussel með það yfirlýsta markmið að ræða hernaðarleg útgjöld ríkjanna. Heima fyrir hefur Trump verið skýr í afstöðu sinni: „Þið verðið að fara að borga reikningana ykkar. Bandaríkin munu ekki sjá um allt fyrir ykkur.“ Nei, í stað áframhaldandi samheldni verður niðurstaðan af leiðtogafundinum í Brussel mun frekar í anda G7-fundarins; óreiða og tregða. Ekkert hernaðarbandalag í sögunni státar af jafn góðum árangri og NATO, þó svo að sambandið hafi oft, og jafnvel ítrekað, misstigið sig. Þrátt fyrir tæplega 70 ár af tiltölulega farsælu samstarfi ríkjanna byggir það í raun á nokkuð einföldum grundvelli – grunni sem í dag virðist vera ansi brothættur – sem er vilji Bandaríkjanna til að skerast í leikinn og koma bandamönnum sínum til hjálpar þegar þörf krefst. Vonast er til að aðildarríkin samþykki í Brussel að stórefla viðbúnað vegna tilrauna Rússlands til að grafa undan vestrænni samvinnu og aukinna umsvifa landsins í Austur-Evrópu. Ekki er hægt að segja að fyrri verk Vladímírs Pútín gefi ástæðu til bjartsýni á að NATO Trumps, sem ítrekað hefur látið í ljós aðdáun sína í garð einræðisherra á borð við Kim jong-un og Pútín, geti beitt sér af fullu afli í þessu verkefni. Í dag eru lýðræðisleg gildi víða fótum troðin, og gagnvart þessari ógn er samheldni og traust þeirra ríkja sem berjast fyrir mannréttindum, hagsæld og lýðræði lykilatriði. Það er óskandi að fulltrúar Íslands á leiðtogafundinum í Brussel leggi sitt af mörkum, svo tekið verði eftir, til að viðhalda farsælu samstarfi NATO-ríkjanna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar