Ísland Pólland Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. Með nýrri lagasetningu ætlar ríkisstjórnin þar í landi að þvinga 27 af 72 (37,5%) dómurum hæstaréttar Póllands á eftirlaun. Að sögn pólsku ríkisstjórnarinnar er ástæðan endurbætur á réttarkerfi landsins. Ekki virðast allir Pólverjar vera sammála því og telja að stjórnin vilji með þessu ná völdum yfir dómstólum landsins. Einn þeirra er Kriystian Markiewicz formaður pólska dómarafélagsins sem sagði nákvæmlega það í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann bætti við að nýju dómararnir yrðu ekki óháðir því þeir væru útnefndir af þeim sem fara með hið pólitíska vald sem leiði af sér að dómstólarnir muni ekki taka réttar ákvarðanir í málum þar sem niðurstöðurnar verði pantaðar af stjórnmálamönnum. Evrópusambandið deilir þessum áhyggjum formanns pólska dómarafélagsins og ætlar að beita Pólland hörðum refsiaðgerðum. Frá Íslandi er það frétta að dómsmálaráðherra ákvað að skipa 4 dómara af 15 (26,6%) við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík. Til þess að dómsmálaráðherra fengi nú alveg örugglega að ráða því hverjir yrðu dómarar við Landsrétt ákvað þáverandi ríkisstjórn í krafti meirihluta síns á Alþingi að taka þátt í lögbrotum ráðherrans og því voru greidd atkvæði um öll dómaraefnin í einu, en ekki hvert þeirra um sig, sem er augljóst brot á lögum um dómstóla. Þessir verknaðir íslenska ríkisins eru nú til meðferðar hjá mannréttindadómstól Evrópu sem ákvað á mettíma að taka málið til meðferðar. Málið er nú forgangsmál hjá dómstólnum og „potentially a leading case“, sbr. bréf dómstólsins dags. 21. júní sl. Á sama tíma hefur Stjórnarráð Íslands (ríkisstjórnin) sent frá sér tilkynningu þess efnis að Ísland gefi kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að mannréttindaráðið hafi það að markmiði að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og gera tillögur að úrbótum í mannréttindamálum. Vegna þessara tíðinda var rætt við forsætisráðherra í fjölmiðlum. Hún sagði að Ísland hefði getið sér gott orð fyrir framgöngu sína í mannréttindamálum og hefði verið eftir því tekið á alþjóðavísu. Af sama tilefni sagði utanríkisráðherra að Ísland hefði gagnrýnt ríki sem eiga sæti í ráðinu sem eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum s.s. Filippseyjar. Það er gott að vita af mannréttindum íbúa alls heimsins í öruggum höndum íslenska ríkisins. Á sama tíma er leitt að heyra að pólskir stjórnmálamenn séu að reyna að hafa áhrif á skipan dómstóla í landinu og þar með niðurstöður þeirra. Kannski verður það fyrsta verk Íslands sem forystuþjóðar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að tukta pólsku ríkisstjórnina til og tryggja Pólverjum aðgang að sjálfstæðum og óháðum dómstólum sem eru skipaðir samkvæmt lögum. Eða eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi á sínum tíma: ... en ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt & sannað að svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað.Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. Með nýrri lagasetningu ætlar ríkisstjórnin þar í landi að þvinga 27 af 72 (37,5%) dómurum hæstaréttar Póllands á eftirlaun. Að sögn pólsku ríkisstjórnarinnar er ástæðan endurbætur á réttarkerfi landsins. Ekki virðast allir Pólverjar vera sammála því og telja að stjórnin vilji með þessu ná völdum yfir dómstólum landsins. Einn þeirra er Kriystian Markiewicz formaður pólska dómarafélagsins sem sagði nákvæmlega það í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann bætti við að nýju dómararnir yrðu ekki óháðir því þeir væru útnefndir af þeim sem fara með hið pólitíska vald sem leiði af sér að dómstólarnir muni ekki taka réttar ákvarðanir í málum þar sem niðurstöðurnar verði pantaðar af stjórnmálamönnum. Evrópusambandið deilir þessum áhyggjum formanns pólska dómarafélagsins og ætlar að beita Pólland hörðum refsiaðgerðum. Frá Íslandi er það frétta að dómsmálaráðherra ákvað að skipa 4 dómara af 15 (26,6%) við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík. Til þess að dómsmálaráðherra fengi nú alveg örugglega að ráða því hverjir yrðu dómarar við Landsrétt ákvað þáverandi ríkisstjórn í krafti meirihluta síns á Alþingi að taka þátt í lögbrotum ráðherrans og því voru greidd atkvæði um öll dómaraefnin í einu, en ekki hvert þeirra um sig, sem er augljóst brot á lögum um dómstóla. Þessir verknaðir íslenska ríkisins eru nú til meðferðar hjá mannréttindadómstól Evrópu sem ákvað á mettíma að taka málið til meðferðar. Málið er nú forgangsmál hjá dómstólnum og „potentially a leading case“, sbr. bréf dómstólsins dags. 21. júní sl. Á sama tíma hefur Stjórnarráð Íslands (ríkisstjórnin) sent frá sér tilkynningu þess efnis að Ísland gefi kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að mannréttindaráðið hafi það að markmiði að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og gera tillögur að úrbótum í mannréttindamálum. Vegna þessara tíðinda var rætt við forsætisráðherra í fjölmiðlum. Hún sagði að Ísland hefði getið sér gott orð fyrir framgöngu sína í mannréttindamálum og hefði verið eftir því tekið á alþjóðavísu. Af sama tilefni sagði utanríkisráðherra að Ísland hefði gagnrýnt ríki sem eiga sæti í ráðinu sem eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum s.s. Filippseyjar. Það er gott að vita af mannréttindum íbúa alls heimsins í öruggum höndum íslenska ríkisins. Á sama tíma er leitt að heyra að pólskir stjórnmálamenn séu að reyna að hafa áhrif á skipan dómstóla í landinu og þar með niðurstöður þeirra. Kannski verður það fyrsta verk Íslands sem forystuþjóðar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að tukta pólsku ríkisstjórnina til og tryggja Pólverjum aðgang að sjálfstæðum og óháðum dómstólum sem eru skipaðir samkvæmt lögum. Eða eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi á sínum tíma: ... en ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt & sannað að svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað.Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar