Opið bréf til Þórdísar Lóu Egill Þór Jónsson skrifar 27. júlí 2018 18:14 Kæra Þórdís Lóa. Vegna fréttar og viðtals við þig í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri til þín. Stjórnarandstaðan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, eins og þér er kunnugt um, vegna neyðarástands í húsnæðismálum heimilislausra. Athygli mína vakti að þú sem formaður borgarráðs, lést að því liggja að fyrirhugaður fundur í velferðarráði með hagsmunasamtökum heimilislausra, nánar tiltekið Kærleikssamtökunum, hafi verið að frumkvæði meirihlutans í borgarstjórn. Rétt er að upplýsa þig um að þetta er rangt. Hið rétta er að beiðni um fundinn var að frumkvæði Kærleikssamtakanna sjálfra, þar sem átti að fara heildstætt yfir málin en stjórnarandstaðan hafði frumkvæði að því að setja málið á dagskrá velferðarráðs f.h. samtakanna en ekki var unnt að verða við beiðninni fyrr en eftir sumarleyfi borgarstjórnar. Það er með ólíkindum hvernig meirihlutaflokkarnir fara undan í flæmingi í þessu máli og neita enn að horfast í augu við aðgerðarleysi sitt í málaflokknum. Það er ekki nóg að setja falleg orð í málefnasamning en aðhafast síðan ekkert í framhaldinu, heldur fara bara í sumarfrí og ýta vandanum á undan sér. Ég trúi því að ég tali fyrir okkur öll, fulltrúa stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, þegar ég segi að við fögnum því að meirihlutinn hafi nú loksins orðið við ósk stjórnarandstöðuflokkanna um neyðarfund í borgarráði, endi veitir ekki af. Við fulltrúar stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir, vonum að fundurinn skili árangri og brugðist verði við strax á sama tíma og mörkuð verði stefna til frambúðar til úrlausna þessara mála. Með kærri kveðju, Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Kæra Þórdís Lóa. Vegna fréttar og viðtals við þig í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri til þín. Stjórnarandstaðan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, eins og þér er kunnugt um, vegna neyðarástands í húsnæðismálum heimilislausra. Athygli mína vakti að þú sem formaður borgarráðs, lést að því liggja að fyrirhugaður fundur í velferðarráði með hagsmunasamtökum heimilislausra, nánar tiltekið Kærleikssamtökunum, hafi verið að frumkvæði meirihlutans í borgarstjórn. Rétt er að upplýsa þig um að þetta er rangt. Hið rétta er að beiðni um fundinn var að frumkvæði Kærleikssamtakanna sjálfra, þar sem átti að fara heildstætt yfir málin en stjórnarandstaðan hafði frumkvæði að því að setja málið á dagskrá velferðarráðs f.h. samtakanna en ekki var unnt að verða við beiðninni fyrr en eftir sumarleyfi borgarstjórnar. Það er með ólíkindum hvernig meirihlutaflokkarnir fara undan í flæmingi í þessu máli og neita enn að horfast í augu við aðgerðarleysi sitt í málaflokknum. Það er ekki nóg að setja falleg orð í málefnasamning en aðhafast síðan ekkert í framhaldinu, heldur fara bara í sumarfrí og ýta vandanum á undan sér. Ég trúi því að ég tali fyrir okkur öll, fulltrúa stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, þegar ég segi að við fögnum því að meirihlutinn hafi nú loksins orðið við ósk stjórnarandstöðuflokkanna um neyðarfund í borgarráði, endi veitir ekki af. Við fulltrúar stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir, vonum að fundurinn skili árangri og brugðist verði við strax á sama tíma og mörkuð verði stefna til frambúðar til úrlausna þessara mála. Með kærri kveðju, Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar