Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Birgir Olgeirsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 27. júlí 2018 13:29 Páll Einarsson jarðfræðingur. Vísir Öræfajökull er að skipta um skap og sýnir af sér dæmigerða hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos. Þetta segir Páll Einarsson jarðfræðingur um virknina í Öræfajökli sem hann segir óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Fundað var um virknina á Veðurstofu Íslands í gær vegna þess að viss merki eru um að þensla sé að aukast í Öræfajökli. Er til skoðunar hvort ástæða sé til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. „Það sem er í gangi er framhald á atburðarás sem byrjaði fyrst haustið 2016. Þó tókum við eftir því að það var að aukast jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það hafa verið skjálftamælingar í Öræfasveit frá 1976. Samkvæmt þeim hefur eldfjallið verið með rólegra móti og ekki neitt óeðlilegt á ferðinni þar. Þegar fór að líða á haustið 2016 fóru jarðskjálftar að vera tíðari og síðan þá hefur þetta ástand verið viðvarandi. Ef við setjum í samhengi við aðrar eldstöðvar þá er þessi atburðarás mjög hæg. Þetta er ekki bráðabreyting sem er í gangi, þetta er bara ótvírætt merki um að eldfjallið er að skipta um skap og dæmigerð hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos,“ segir Páll Einarsson. Öræfajökull er stærsta eldstöð Íslands í rúmmáli talið og hefur gosið tvisvar á sögulegum tímum, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. „Þetta er ekki eitt af okkar sprækustu eldfjöllum. Reyndar var annað af þessum gosum mjög stórt og eitt af stærstu gosum á sögulegum tímum,“ segir Páll. Hann segir þrjátíu virk eldstöðvarkerfi á Íslandi, þar af fjögur sem eru í sama ham og Öræfajökull en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Hekla. Viðbúnaðarstigin fyrir eldfjöll eru fjögur, grænt, gult, appelsínugult og rautt. Núverandi ástand fyrir Öræfajökul er grænt, það er virk eldstöð sem sýnir engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Gult viðbúnaðarstig er þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Appelsínugult stig er þegar eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Rautt stig er þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið og líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Öræfajökull er að skipta um skap og sýnir af sér dæmigerða hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos. Þetta segir Páll Einarsson jarðfræðingur um virknina í Öræfajökli sem hann segir óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Fundað var um virknina á Veðurstofu Íslands í gær vegna þess að viss merki eru um að þensla sé að aukast í Öræfajökli. Er til skoðunar hvort ástæða sé til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. „Það sem er í gangi er framhald á atburðarás sem byrjaði fyrst haustið 2016. Þó tókum við eftir því að það var að aukast jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það hafa verið skjálftamælingar í Öræfasveit frá 1976. Samkvæmt þeim hefur eldfjallið verið með rólegra móti og ekki neitt óeðlilegt á ferðinni þar. Þegar fór að líða á haustið 2016 fóru jarðskjálftar að vera tíðari og síðan þá hefur þetta ástand verið viðvarandi. Ef við setjum í samhengi við aðrar eldstöðvar þá er þessi atburðarás mjög hæg. Þetta er ekki bráðabreyting sem er í gangi, þetta er bara ótvírætt merki um að eldfjallið er að skipta um skap og dæmigerð hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos,“ segir Páll Einarsson. Öræfajökull er stærsta eldstöð Íslands í rúmmáli talið og hefur gosið tvisvar á sögulegum tímum, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. „Þetta er ekki eitt af okkar sprækustu eldfjöllum. Reyndar var annað af þessum gosum mjög stórt og eitt af stærstu gosum á sögulegum tímum,“ segir Páll. Hann segir þrjátíu virk eldstöðvarkerfi á Íslandi, þar af fjögur sem eru í sama ham og Öræfajökull en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Hekla. Viðbúnaðarstigin fyrir eldfjöll eru fjögur, grænt, gult, appelsínugult og rautt. Núverandi ástand fyrir Öræfajökul er grænt, það er virk eldstöð sem sýnir engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Gult viðbúnaðarstig er þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Appelsínugult stig er þegar eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Rautt stig er þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið og líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30
Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00
Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00