Staða Landsbankans góð þó að arðgreiðslur séu hærri en hagnaður Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 17:46 VÍSIR/GVA Hagnaður Landsbankans var 11,6 milljarðar króna eftir skatt á fyrri helmingi þessa árs. Verði staðan svipuð á seinni hluta árs er ljóst að hagnaður ársins verður minni en arðgreiðslur bankans á sama tímabili. Á aðalfundi Landsbankans í mars var samþykkt að bankinn greiddi út arð sem nemur 24,8 milljörðum króna á þessu ári, sömu upphæð og árið áður. Samkvæmt arðgreiðslustefnu bankans er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs, fyrir utan sérstakar arðgreiðslur „til að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans“. Samkvæmt þeirri stefnu var ákveðið að greiða annars vegar rúmlega 15 milljarða arð (78% af hagnaði ársins) og hins vegar sérstakan arð sem nemur tæplega 9,5 milljörðum. Arðgreiðslur bankans frá 2013 eru þá orðnar samtals 131,7 milljarðar króna. Þessar upphæðir renna að mestu í ríkissjóð þar sem ríkið er aðaleigandi bankans. Samkvæmt nýbirtu uppgjöri bankans fyrir fyrri helming 2018 var bæði hagnaður og arðsemi eigin fjár aðeins minni en á sama tímabili í fyrra. Mest virðist muna um eins og hálfs milljarða samdrátt í „öðrum rekstrartekjum“, sem skýrist aðallega af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum samkvæmt uppgjörinu. Eigið fé Landsbankans var 232,1 milljarður króna í lok júní og eiginfjárhlutfall 24,1%. Í tilkynningu bankans segir: „Útlán og innlán hjá Landsbankanum jukust talsvert milli tímabila sem endurspeglar bæði vaxandi umsvif í þjóðfélaginu og aukna markaðshlutdeild bankans sem mælist nú 37,9% meðal einstaklinga og 37,1% meðal fyrirtækja. Viðskipti Tengdar fréttir Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30 Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00 Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Hagnaður Landsbankans var 11,6 milljarðar króna eftir skatt á fyrri helmingi þessa árs. Verði staðan svipuð á seinni hluta árs er ljóst að hagnaður ársins verður minni en arðgreiðslur bankans á sama tímabili. Á aðalfundi Landsbankans í mars var samþykkt að bankinn greiddi út arð sem nemur 24,8 milljörðum króna á þessu ári, sömu upphæð og árið áður. Samkvæmt arðgreiðslustefnu bankans er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs, fyrir utan sérstakar arðgreiðslur „til að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans“. Samkvæmt þeirri stefnu var ákveðið að greiða annars vegar rúmlega 15 milljarða arð (78% af hagnaði ársins) og hins vegar sérstakan arð sem nemur tæplega 9,5 milljörðum. Arðgreiðslur bankans frá 2013 eru þá orðnar samtals 131,7 milljarðar króna. Þessar upphæðir renna að mestu í ríkissjóð þar sem ríkið er aðaleigandi bankans. Samkvæmt nýbirtu uppgjöri bankans fyrir fyrri helming 2018 var bæði hagnaður og arðsemi eigin fjár aðeins minni en á sama tímabili í fyrra. Mest virðist muna um eins og hálfs milljarða samdrátt í „öðrum rekstrartekjum“, sem skýrist aðallega af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum samkvæmt uppgjörinu. Eigið fé Landsbankans var 232,1 milljarður króna í lok júní og eiginfjárhlutfall 24,1%. Í tilkynningu bankans segir: „Útlán og innlán hjá Landsbankanum jukust talsvert milli tímabila sem endurspeglar bæði vaxandi umsvif í þjóðfélaginu og aukna markaðshlutdeild bankans sem mælist nú 37,9% meðal einstaklinga og 37,1% meðal fyrirtækja.
Viðskipti Tengdar fréttir Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30 Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00 Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30
Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00
Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56