Pólitík í predikunarstól Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. júlí 2018 10:00 Það taldist til tíðinda og rataði í fréttir þegar nýr vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, gerði loftslagbreytingar að umtalsefni í vígsluræðu sinni og lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við háskanum. Í sömu predikun minntist hann á kynþáttahatur, kynjamisrétti og réttindamál minnihlutahópa. „Mannréttindi“, „jafnrétti“ og „misskipting“ voru orð sem komu fyrir í ræðu hans. Þetta var ekki bara hugguleg sunnudagsræða. Predikun hins nýja Skálholtsbiskups var að hluta til pólitísk. Það hefur ekki ætíð verið til vinsælda fallið þegar kirkjunnar þjónar taka afstöðu í þjóðfélagsmálum, það hefur jafnvel kostað úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Langauðveldast væri fyrir presta þjóðkirkjunnar að sýna hlutleysi í álitamálum og einbeita sér að því lesa upp úr ritningunni við hinar ýmsu athafnir án þess að setja orð hennar í samhengi við brýn þjóðfélagsmál. Biblían er þá bara gömul bók með bókstaf sem á ekki lengur sérstakt erindi. Þannig helst kirkjan íhaldssöm og framtakslaus og um leið verður hún skeytingarlaus og sinn versti óvinur. Þetta gerðist einmitt þegar þjóðkirkjan á sínum tíma tók ekki afstöðu með samkynhneigðum, rétt eins og trú þeirra væri óæskilegri en trúarsannfæring annarra. Kirkjunnar þjónn sem lítur á orð Krists sem lifandi boðskap setur þau í samhengi við samtímann. Kjósi hann í predikun að ræða um hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga getur hann auðveldlega tengt skilaboð sín við orð Páls postula úr Rómverjabréfinu: „Ég er í skuld“ og minnt á að öll erum við í skuld við framtíðina. Það sé skylda okkar að bregðast við loftslagsbreytingum og reyna að snúa skelfilegri þróun við. Prestur sem lætur sér ekki standa á sama um neyð flóttamanna getur lagt sitt til málanna með því að vísa í predikun sinni í orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig.“ Hann ætti að eiga auðvelt með að leggja út af þessum orðum og minna um leið á þá siðferðilegu skyldu okkar að rétta hjálparhönd fólki sem hefur orðið að þola miklar þjáningar. Kirkjunnar menn sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála og koma skoðun sinni til skila í predikun mega búast við harðri gagnrýni. Prestur sem í predikunarstól varar við hættunum sem stafa af loftslagsbreytingum og segir að auki að þær séu af mannavöldum fær skammir frá þeim sem halda því fram að slíkt hafi engan veginn verið sannað. Prestur sem vísar í orð Krists til staðfestingar á því að það sé siðferðileg skylda að veita flóttamönnum skjól kann að kalla yfir sig reiði þeirra sem segja að nær sé að huga að bágstöddum Íslendingum fremur en að dekra við útlendinga sem þar að auki séu margir hverjir múslimar. Prestar landsins hafa vonandi ekki slíkt hérahjarta að þeir hrökkvi í kút við svo auma gagnrýni. Þeir eiga að standa uppréttir, minnugir orða úr Kronikubók: „Verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það taldist til tíðinda og rataði í fréttir þegar nýr vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, gerði loftslagbreytingar að umtalsefni í vígsluræðu sinni og lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við háskanum. Í sömu predikun minntist hann á kynþáttahatur, kynjamisrétti og réttindamál minnihlutahópa. „Mannréttindi“, „jafnrétti“ og „misskipting“ voru orð sem komu fyrir í ræðu hans. Þetta var ekki bara hugguleg sunnudagsræða. Predikun hins nýja Skálholtsbiskups var að hluta til pólitísk. Það hefur ekki ætíð verið til vinsælda fallið þegar kirkjunnar þjónar taka afstöðu í þjóðfélagsmálum, það hefur jafnvel kostað úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Langauðveldast væri fyrir presta þjóðkirkjunnar að sýna hlutleysi í álitamálum og einbeita sér að því lesa upp úr ritningunni við hinar ýmsu athafnir án þess að setja orð hennar í samhengi við brýn þjóðfélagsmál. Biblían er þá bara gömul bók með bókstaf sem á ekki lengur sérstakt erindi. Þannig helst kirkjan íhaldssöm og framtakslaus og um leið verður hún skeytingarlaus og sinn versti óvinur. Þetta gerðist einmitt þegar þjóðkirkjan á sínum tíma tók ekki afstöðu með samkynhneigðum, rétt eins og trú þeirra væri óæskilegri en trúarsannfæring annarra. Kirkjunnar þjónn sem lítur á orð Krists sem lifandi boðskap setur þau í samhengi við samtímann. Kjósi hann í predikun að ræða um hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga getur hann auðveldlega tengt skilaboð sín við orð Páls postula úr Rómverjabréfinu: „Ég er í skuld“ og minnt á að öll erum við í skuld við framtíðina. Það sé skylda okkar að bregðast við loftslagsbreytingum og reyna að snúa skelfilegri þróun við. Prestur sem lætur sér ekki standa á sama um neyð flóttamanna getur lagt sitt til málanna með því að vísa í predikun sinni í orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig.“ Hann ætti að eiga auðvelt með að leggja út af þessum orðum og minna um leið á þá siðferðilegu skyldu okkar að rétta hjálparhönd fólki sem hefur orðið að þola miklar þjáningar. Kirkjunnar menn sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála og koma skoðun sinni til skila í predikun mega búast við harðri gagnrýni. Prestur sem í predikunarstól varar við hættunum sem stafa af loftslagsbreytingum og segir að auki að þær séu af mannavöldum fær skammir frá þeim sem halda því fram að slíkt hafi engan veginn verið sannað. Prestur sem vísar í orð Krists til staðfestingar á því að það sé siðferðileg skylda að veita flóttamönnum skjól kann að kalla yfir sig reiði þeirra sem segja að nær sé að huga að bágstöddum Íslendingum fremur en að dekra við útlendinga sem þar að auki séu margir hverjir múslimar. Prestar landsins hafa vonandi ekki slíkt hérahjarta að þeir hrökkvi í kút við svo auma gagnrýni. Þeir eiga að standa uppréttir, minnugir orða úr Kronikubók: „Verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur.“
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun