Hamas lýsa yfir vopnahléi Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2018 22:37 Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag. Vísir/AP Forsvarsmenn Hamas segja að vopnahlé hafi náðst á Gasaströndinni og það hafi tekið gildi. Ísraelar segja hins vegar að engin sátt hafi náðst í kjölfar átaka í tvo daga. Hins vegar verði „þögn svarað með þögn“. Undanfarnar vikur hefur sprengjum reglulega rignt sitt hvoru megin við landamærin en síðustu tvo daga hefur ástandið þótt sérstaklega slæmt. Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag og í gær og tugum sprengja og eldflauga hefur verið skotið að Ísrael. Þrír eru sagðir hafa fallið á Gasa. Einn meðlimur Hamas auk óléttrar konu og 18 mánaða barns hennar. Sjö særðust í Ísrael. Í samtali við Reuters segir palestínskur embættismaður að Egyptar hafi komið að vopnahléinu.Eftir að langdrægri eldflaug var skotið að Ísrael sprengdu Ísraelar fimm hæða hús sem þeir sögðu að eldflaugum hefði verið skotið frá. Fyrst var smáum sprengjum varpað á húsið, svo íbúar myndu yfirgefa það, og var því fylgt eftir með loftárás sem jafnaði húsið við jörðu. Hamas neita því að hafa notað húsið.Earlier today, IDF fighter jets targeted a 5-story building in Rimal, northern Gaza. Hamas‘ interior security forces used the building for military purposes pic.twitter.com/bGbdzDczDy — IDF (@IDFSpokesperson) August 9, 2018 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í kvöld að öryggissveitir landsins myndu halda áfram að „beita afli gegn hryðjuverkasamtökum“.Samkvæmt Times of Israel telja yfirvöld ríkisins að ómögulegt sé að gera langvarandi vopnahlé við Hamas og er verið að skoða að grípa til umfangsmikilla aðgerða og senda fjölda hermanna inn á Gasa. Markmiðið væri ekki að reka Hamas frá Gasa, heldur að þvinga þá til að komast að samkomulagi við Ísrael. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Forsvarsmenn Hamas segja að vopnahlé hafi náðst á Gasaströndinni og það hafi tekið gildi. Ísraelar segja hins vegar að engin sátt hafi náðst í kjölfar átaka í tvo daga. Hins vegar verði „þögn svarað með þögn“. Undanfarnar vikur hefur sprengjum reglulega rignt sitt hvoru megin við landamærin en síðustu tvo daga hefur ástandið þótt sérstaklega slæmt. Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag og í gær og tugum sprengja og eldflauga hefur verið skotið að Ísrael. Þrír eru sagðir hafa fallið á Gasa. Einn meðlimur Hamas auk óléttrar konu og 18 mánaða barns hennar. Sjö særðust í Ísrael. Í samtali við Reuters segir palestínskur embættismaður að Egyptar hafi komið að vopnahléinu.Eftir að langdrægri eldflaug var skotið að Ísrael sprengdu Ísraelar fimm hæða hús sem þeir sögðu að eldflaugum hefði verið skotið frá. Fyrst var smáum sprengjum varpað á húsið, svo íbúar myndu yfirgefa það, og var því fylgt eftir með loftárás sem jafnaði húsið við jörðu. Hamas neita því að hafa notað húsið.Earlier today, IDF fighter jets targeted a 5-story building in Rimal, northern Gaza. Hamas‘ interior security forces used the building for military purposes pic.twitter.com/bGbdzDczDy — IDF (@IDFSpokesperson) August 9, 2018 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í kvöld að öryggissveitir landsins myndu halda áfram að „beita afli gegn hryðjuverkasamtökum“.Samkvæmt Times of Israel telja yfirvöld ríkisins að ómögulegt sé að gera langvarandi vopnahlé við Hamas og er verið að skoða að grípa til umfangsmikilla aðgerða og senda fjölda hermanna inn á Gasa. Markmiðið væri ekki að reka Hamas frá Gasa, heldur að þvinga þá til að komast að samkomulagi við Ísrael.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15
Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36