Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2018 20:08 John O. Brennan stýrði leyniþjónustunni CIA á árunum 2013 til 2017. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Brennan hefur gagnrýnt forsetann harðlega á síðustu mánuðunum og verður honum nú meinað um aðgang að leynilegum upplýsingum stjórnvalda. Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá ákvörðun forsetans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá forsetanum kom fram að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Brennan lýsti því yfir í júlí að hegðun forsetans á fundi hans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafi jafnast á við landráð. Þá sagði hann að styrk stoð væri fyrir rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trumps og rússneskra stjórnvalda.Trump hættulegur bandarísku þjóðinni Fyrr í dag sagði Brennan í tísti að það væri ótrúlegt að forsetinn gæti ekki sýnt af sér lágmarksvelsæmi, kurteisi eða réttsýni. Þá sagði hann ljóst að Trump myndi aldrei gera sér grein fyrir því hvað fælist í því að vera forseti eða góð og heiðarleg manneskja. Slíkt gerði hann dapran og væri forsetinn hættulegur bandarísku þjóðinni. Fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustunnar hafa haldið öryggisheimildum sínum eftir að þeir láta af störfum, meðal annars til að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá. Brennan stýrði leyniþjónustunni CIA á árunum 2013 til 2017.It's astounding how often you fail to live up to minimum standards of decency, civility, & probity. Seems like you will never understand what it means to be president, nor what it takes to be a good, decent, & honest person. So disheartening, so dangerous for our Nation. https://t.co/eI9HaCec1m— John O. Brennan (@JohnBrennan) August 14, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Brennan hefur gagnrýnt forsetann harðlega á síðustu mánuðunum og verður honum nú meinað um aðgang að leynilegum upplýsingum stjórnvalda. Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá ákvörðun forsetans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá forsetanum kom fram að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Brennan lýsti því yfir í júlí að hegðun forsetans á fundi hans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafi jafnast á við landráð. Þá sagði hann að styrk stoð væri fyrir rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trumps og rússneskra stjórnvalda.Trump hættulegur bandarísku þjóðinni Fyrr í dag sagði Brennan í tísti að það væri ótrúlegt að forsetinn gæti ekki sýnt af sér lágmarksvelsæmi, kurteisi eða réttsýni. Þá sagði hann ljóst að Trump myndi aldrei gera sér grein fyrir því hvað fælist í því að vera forseti eða góð og heiðarleg manneskja. Slíkt gerði hann dapran og væri forsetinn hættulegur bandarísku þjóðinni. Fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustunnar hafa haldið öryggisheimildum sínum eftir að þeir láta af störfum, meðal annars til að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá. Brennan stýrði leyniþjónustunni CIA á árunum 2013 til 2017.It's astounding how often you fail to live up to minimum standards of decency, civility, & probity. Seems like you will never understand what it means to be president, nor what it takes to be a good, decent, & honest person. So disheartening, so dangerous for our Nation. https://t.co/eI9HaCec1m— John O. Brennan (@JohnBrennan) August 14, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30