Hvað skal gera við þá dauðu? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Að hrófla við hinum dauðu er ekki á allra færi. Jóhann beri fékk að kenna á því þegar hann ætlaði að fá uppvakning til að hrekja ástkonu sína út en vakti móður sína sáluga í misgripum. Var hún óhress með kvennamál Jóa síns svo hún draugaðist í honum og hrakti landshorna á milli. Ekki á ég von á því að spænska ríkisstjórnin þekki þessa sögu úr Heimsljósi Laxness en hún stendur einmitt í stórræðum við harðstjóra að handan. Í Dal hinna föllnu, Valle de los caídos, er stærsta fjöldagröf Spánar. Þar hvíla rúmlega þrjátíu þúsund hermenn frá báðum sveitum sem börðust í spænsku borgarastyrjöldinni. Yfir öllu gnæfir svo 150 metra hár kross en í miðjum dalnum, í kapellu einni, hvílir síðan Franco í gröf sem Napóleón væri fullsæmdur af. Hann var einræðisherra og gantaðist eitt sinn með það að hann skrifaði undir þúsund aftökuplögg meðan hann fékk sér morgunkaffi. Ríkisstjórnin telur lítinn sóma að minnisvarða þessum í lýðræðisríki og enn síður við hæfi að harðstjórinn hvíli innan um fórnarlömb sín sem sumir segja, eins og Baltasar Garzón lögmaður, að hvíli þar í óþökk aðstandenda. Nú á því að grafa karlinn upp og færa hann úr dalnum. Mig langar ekki að tala um uppvakningana sem ekki koma að handan að þessu sinni heldur úr röðum stjórnmálamanna á hægri vængnum sem allt í einu er svo annt um foringjann. Mér verður hins vegar hugsað til jarðneskra leifa skáldsins Federico García Lorca sem liggja einhvers staðar í auðninni. Andi hans situr hins vegar í hásæti spænska hjartans. Hvíldarstaðurinn, hversu mikilfenglegur eða tilkomulítill sem hann er, getur nefnilega engu breytt um það hver þú varst og til hvers þú komst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Tengdar fréttir Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22 Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að hrófla við hinum dauðu er ekki á allra færi. Jóhann beri fékk að kenna á því þegar hann ætlaði að fá uppvakning til að hrekja ástkonu sína út en vakti móður sína sáluga í misgripum. Var hún óhress með kvennamál Jóa síns svo hún draugaðist í honum og hrakti landshorna á milli. Ekki á ég von á því að spænska ríkisstjórnin þekki þessa sögu úr Heimsljósi Laxness en hún stendur einmitt í stórræðum við harðstjóra að handan. Í Dal hinna föllnu, Valle de los caídos, er stærsta fjöldagröf Spánar. Þar hvíla rúmlega þrjátíu þúsund hermenn frá báðum sveitum sem börðust í spænsku borgarastyrjöldinni. Yfir öllu gnæfir svo 150 metra hár kross en í miðjum dalnum, í kapellu einni, hvílir síðan Franco í gröf sem Napóleón væri fullsæmdur af. Hann var einræðisherra og gantaðist eitt sinn með það að hann skrifaði undir þúsund aftökuplögg meðan hann fékk sér morgunkaffi. Ríkisstjórnin telur lítinn sóma að minnisvarða þessum í lýðræðisríki og enn síður við hæfi að harðstjórinn hvíli innan um fórnarlömb sín sem sumir segja, eins og Baltasar Garzón lögmaður, að hvíli þar í óþökk aðstandenda. Nú á því að grafa karlinn upp og færa hann úr dalnum. Mig langar ekki að tala um uppvakningana sem ekki koma að handan að þessu sinni heldur úr röðum stjórnmálamanna á hægri vængnum sem allt í einu er svo annt um foringjann. Mér verður hins vegar hugsað til jarðneskra leifa skáldsins Federico García Lorca sem liggja einhvers staðar í auðninni. Andi hans situr hins vegar í hásæti spænska hjartans. Hvíldarstaðurinn, hversu mikilfenglegur eða tilkomulítill sem hann er, getur nefnilega engu breytt um það hver þú varst og til hvers þú komst.
Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar