Hvað vorum við að hugsa? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Í síðustu viku fengum við innsýn í hvernig er að liggja dauðvona á Landspítala við Hringbraut þegar aðstandandi deildi hljóðupptöku af linnulausum framkvæmdunum sem munu vera rétt að byrja. Sjálf hef ég unnið á heilbrigðisstofnun sem verið var að gera upp og hugsa með hryllingi til þess tíma. Við gátum ekki haldið uppi samræðum á læknastofunni og þegar heim var komið heyrði ég ekki lengur hvað börnin mín voru að segja. Ég heyrði reyndar ekki í eiginmanni mínum heldur en þannig er það nú alltaf. Nú get ég rétt ímyndað mér hvernig er að vera í sporum þeirra sem eru alvarlega veikir við svona aðstæður. Umhverfi hefur nefnilega áhrif á bataferli sjúklinga. Brautryðjandi í þeim rannsóknum var umhverfissálfræðingurinn Roger Ulrich sem birti niðurstöður í vísindatímaritinu Science árið 1984. Fólki, sem horfði út um glugga á skógi vaxna náttúru, farnaðist betur eftir skurðaðgerð, þurfti minna af verkjalyfjum og hafði færri fylgikvilla eftir aðgerð í samanburði við sjúklinga sem horfðu á steinsteypu. Fyrir 1984 fannst mönnum eðlilegt að á spítölum væri hávaði, þeir væru illa lyktandi og fólk hreinlega týndist þar. Þá var ekki verið að hugsa út í að streita gæti haft neikvæð áhrif af bataferli sjúklinga. Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem bera ábyrgð á að endurbyggja spítala allra landsmanna í miðju umferðaröngþveiti við undirspil múrbrjóta, hafi að leiðarljósi hvað sé best fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu spítalans. Hefði verið gæfulegra að byggja nýjan spítala á grænu svæði höfuðborgarinnar og hlífa veikum fyrir hávaðanum? Munum við mögulega horfa til baka og spyrja okkur: „hvað vorum við að hugsa?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fengum við innsýn í hvernig er að liggja dauðvona á Landspítala við Hringbraut þegar aðstandandi deildi hljóðupptöku af linnulausum framkvæmdunum sem munu vera rétt að byrja. Sjálf hef ég unnið á heilbrigðisstofnun sem verið var að gera upp og hugsa með hryllingi til þess tíma. Við gátum ekki haldið uppi samræðum á læknastofunni og þegar heim var komið heyrði ég ekki lengur hvað börnin mín voru að segja. Ég heyrði reyndar ekki í eiginmanni mínum heldur en þannig er það nú alltaf. Nú get ég rétt ímyndað mér hvernig er að vera í sporum þeirra sem eru alvarlega veikir við svona aðstæður. Umhverfi hefur nefnilega áhrif á bataferli sjúklinga. Brautryðjandi í þeim rannsóknum var umhverfissálfræðingurinn Roger Ulrich sem birti niðurstöður í vísindatímaritinu Science árið 1984. Fólki, sem horfði út um glugga á skógi vaxna náttúru, farnaðist betur eftir skurðaðgerð, þurfti minna af verkjalyfjum og hafði færri fylgikvilla eftir aðgerð í samanburði við sjúklinga sem horfðu á steinsteypu. Fyrir 1984 fannst mönnum eðlilegt að á spítölum væri hávaði, þeir væru illa lyktandi og fólk hreinlega týndist þar. Þá var ekki verið að hugsa út í að streita gæti haft neikvæð áhrif af bataferli sjúklinga. Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem bera ábyrgð á að endurbyggja spítala allra landsmanna í miðju umferðaröngþveiti við undirspil múrbrjóta, hafi að leiðarljósi hvað sé best fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu spítalans. Hefði verið gæfulegra að byggja nýjan spítala á grænu svæði höfuðborgarinnar og hlífa veikum fyrir hávaðanum? Munum við mögulega horfa til baka og spyrja okkur: „hvað vorum við að hugsa?“
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun