Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar 11. desember 2025 11:30 Þegar ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær var kunngerð, var það í sjálfu sér ekki ákvörðunin sem vakti mesta athygli, heldur tímasetningin og atburðarásin. Ljóst var frá næstsíðasta fundi stjórnar RÚV að innan hennar var meirihluti fyrir því að draga RÚV út úr keppninni í Vín næsta vor, í ljósi þess að Ísrael hafði þegar fengið aðgöngumiða í boði EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda keppnina. Og eins og tæplega fór fram hjá nokkrum manni biðu fjölmargir með öndina í hálsinum síðdegis í gær eftir að fundi stjórnar lyki og upplýst yrði um þessa stóru og afdrifaríku ákvörðun: hvort Ísland ætlaði að taka þátt eða ekki. En stjórnin fékk ekki, eða þurfti ekki, að taka efnislega afstöðu til málsins. Framkvæmdastjórn RÚV greip inn í og tók af skarið. Útvarpsstjóri tilkynnti um ákvörðunina, ekki stjórnarformaður, og fyrstu viðbrögð mín voru undrun yfir því að framkvæmdastjórnin skyldi nánast hafa „stolið glæpnum“ fyrir framan nefið á stjórninni. Eftir á að hyggja var þessi tímasetning og atburðarás þó líklega skynsamleg, þótt allir sjái hversu klaufalega þetta leit út. Hefði stjórn RÚV tekið þessa ákvörðun, eins og allt leit út fyrir að yrði raunin, er ljóst að hún hefði verið tekin algerlega á pólitískum forsendum. Og auðvitað vita allir að ástæðan fyrir því að Ísland verður ekki með næsta vor er hápólitísk. En útvarpsstjóri mildaði höggið með því að leggja áherslu á að dagskrárvaldið sé hjá framkvæmdastjórninni og að ákvörðunin feli ekki í sér pólitíska afstöðu Íslands, heldur faglegt mat RÚV. Það væri ekki hlutverk pólitískt skipaðrar stjórnar að taka ritstjórnar- eða dagskrárlegar ákvarðanir, var undirliggjandi tónn í orðum hans. Hvort þessi tilgáta er rétt veit ég ekki. Kannski vega önnur rök þyngra. Það væri fróðlegt að heyra. Sjálf Eurovision-keppnin er orðin hálfgert aukaatriði. Sem hún reyndar var orðin hvort sem er. Enginn sómi er að henni lengur: yfirgengilegar skrautlegar umbúðir utan um tónlist og söngva sem skipta stöðugt minna máli. Hvernig stjórn EBU hefur haldið utan um keppnina er mikið rannsóknarefni, reglurnar ýmist óljósar eða ósanngjarnar. Það hefur til dæmis löngum verið mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að halda keppni þar sem frá upphafi er alltaf vitlaust gefið. Eðli máls samkvæmt byggir keppni á því að allir sitji við sama borð, en í Eurovision hefur það viðgengist áratugum saman að þau fimm ríki sem greiða mest til EBU kaupi sér beinlínis sæti á úrslitakvöldinu. Myndi einhver sætta sig við að ríkustu knattspyrnusamböndin sem leggja hvað mest til FIFA fengju sjálfkrafa sæti í átta liða úrslitum í heimsmeistarakeppni? Og svo er gleðin farin. Eftir stendur bara glysið. Þá er betur heima setið en af stað farið. Höfundu er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær var kunngerð, var það í sjálfu sér ekki ákvörðunin sem vakti mesta athygli, heldur tímasetningin og atburðarásin. Ljóst var frá næstsíðasta fundi stjórnar RÚV að innan hennar var meirihluti fyrir því að draga RÚV út úr keppninni í Vín næsta vor, í ljósi þess að Ísrael hafði þegar fengið aðgöngumiða í boði EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda keppnina. Og eins og tæplega fór fram hjá nokkrum manni biðu fjölmargir með öndina í hálsinum síðdegis í gær eftir að fundi stjórnar lyki og upplýst yrði um þessa stóru og afdrifaríku ákvörðun: hvort Ísland ætlaði að taka þátt eða ekki. En stjórnin fékk ekki, eða þurfti ekki, að taka efnislega afstöðu til málsins. Framkvæmdastjórn RÚV greip inn í og tók af skarið. Útvarpsstjóri tilkynnti um ákvörðunina, ekki stjórnarformaður, og fyrstu viðbrögð mín voru undrun yfir því að framkvæmdastjórnin skyldi nánast hafa „stolið glæpnum“ fyrir framan nefið á stjórninni. Eftir á að hyggja var þessi tímasetning og atburðarás þó líklega skynsamleg, þótt allir sjái hversu klaufalega þetta leit út. Hefði stjórn RÚV tekið þessa ákvörðun, eins og allt leit út fyrir að yrði raunin, er ljóst að hún hefði verið tekin algerlega á pólitískum forsendum. Og auðvitað vita allir að ástæðan fyrir því að Ísland verður ekki með næsta vor er hápólitísk. En útvarpsstjóri mildaði höggið með því að leggja áherslu á að dagskrárvaldið sé hjá framkvæmdastjórninni og að ákvörðunin feli ekki í sér pólitíska afstöðu Íslands, heldur faglegt mat RÚV. Það væri ekki hlutverk pólitískt skipaðrar stjórnar að taka ritstjórnar- eða dagskrárlegar ákvarðanir, var undirliggjandi tónn í orðum hans. Hvort þessi tilgáta er rétt veit ég ekki. Kannski vega önnur rök þyngra. Það væri fróðlegt að heyra. Sjálf Eurovision-keppnin er orðin hálfgert aukaatriði. Sem hún reyndar var orðin hvort sem er. Enginn sómi er að henni lengur: yfirgengilegar skrautlegar umbúðir utan um tónlist og söngva sem skipta stöðugt minna máli. Hvernig stjórn EBU hefur haldið utan um keppnina er mikið rannsóknarefni, reglurnar ýmist óljósar eða ósanngjarnar. Það hefur til dæmis löngum verið mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að halda keppni þar sem frá upphafi er alltaf vitlaust gefið. Eðli máls samkvæmt byggir keppni á því að allir sitji við sama borð, en í Eurovision hefur það viðgengist áratugum saman að þau fimm ríki sem greiða mest til EBU kaupi sér beinlínis sæti á úrslitakvöldinu. Myndi einhver sætta sig við að ríkustu knattspyrnusamböndin sem leggja hvað mest til FIFA fengju sjálfkrafa sæti í átta liða úrslitum í heimsmeistarakeppni? Og svo er gleðin farin. Eftir stendur bara glysið. Þá er betur heima setið en af stað farið. Höfundu er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun