Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 10. desember 2025 14:03 Allt bendir til að upptaka kílómetragjalda á næsta ári muni auka hagnað olíufélaga á kostnað almennings og breyting á „almennri heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignar inn á húsnæðislán“ jafngildi milljörðum í skattahækkun á millistéttina. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskoða eða fresta áformum um álagningu kílómetragjalda og veita öllum húsnæðiseigendum heimild til hámarksnýtingar í séreignarleiðinni. Kílómetragjöld á almenning og aukin álagning á eldsneyti á nýju ári Stjórnvöld hafa boðað upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á næsta ári og tilsvarandi niðurfellingu olíugjalda og vörugjalda. Gert er ráð fyrir að niðurfelling olíugjalda og vörugjalda á árinu 2026, upp á rúmlega 20 milljarða króna m.v. horfur ársins 2025, muni að fullu skila sér í lækkuðu eldsneytisverði á dælu. Viska bendir á, rétt eins og Alþýðusambandið hefur ítrekað gert, að olíufélögin hafa engan hvata til að skila niðurfellingu gjalda að fullu til neytenda og stjórnvöld hafa ekki í hyggju að hafa eftirlit með verðinu. Álagning á eldsneyti mun því hækka á nýju ári til hagsbóta fyrir olíufélögin og almenningur greiða hærra verð fyrir eldsneyti en áður, þegar horft er til kílómetragjalda og aukinnar álagningar á dælunni. Viska hvetur stjórnvöld til að fresta upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á árinu 2026 og halda gjöldum á eldsneyti óbreyttum, í það minnsta þangað til að verðbólgan nær markmiði og stjórnvöld hafa tryggt viðunandi eftirlit með olíufélögunum. Minnst 4 milljarða skattahækkun líkleg vegna séreignarúrræðisins Í umsögn Visku um fjárlagafrumvarpið er bent á að virði “almennrar heimildar til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán” jafngildi rúmlega 7 milljörðum í skattaafslátt miðað við núverandi notkun. Síðan þá hefur ríkisstjórnin boðað afnám úrræðisins að hluta á árinu 2026 með þeim orðum að „allir eigendur íbúða muni geta nýtt sér heimildina í 10 ár”. Leiða má líkum að því að stjórnvöld hafi í hyggju að veita öllum 10 ára glugga til að nýta heimildina frá fyrstu nýtingu, óháð því hversu mikið úrræðið er nýtt. Ef 50% þeirra sem nýtt hafa úrræðið detta út núna um áramótin (sem er varfærið mat) verður því afnuminn skattaafsláttur á árinu 2026 sem nemur minnst tæplega 4 milljörðum króna. Líta má á það afnám sem ígildi skattahækkana. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskilgreina 10 ára hámarkið og veita öllum húsnæðiseigendum, sem keyptu húsnæði fyrir 2016, heimild til að nýta ígildi 10 ára skattaafsláttar þ.e. 5 milljónir fyrir einstakling og 7,5 milljónir fyrir hjón. Sú leið tryggir jafnræði allra og er sanngjarnari gagnvart lægri tekjuhópum en núverandi leið. Millistéttin getur ekki tekið á sig meiri byrðar og síaukinn jöfnuð (meira um það síðar) Þótt Viska fagni þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að koma jafnvægi á fjármálin með aukinni tekjuöflun bendir Viska á að millitekjuhópar og efri millitekjuhópar eru þegar skattlagðir í botn á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar greiðir nær enga beina skatta þegar leiðrétt er fyrir tilfærslum og millistéttin hefur þegar greitt mikið fyrir jöfnuðinn. Með krónutöluhækkunum og tilfærslu barna- og vaxtabóta til lægri tekjuhópa. Bótakerfin á Íslandi eru mun lágtekjumiðaðri en á öðrum Norðurlöndum og skattlagning, þegar einnig er horft til skyldugreiðslna utan skatta, er hærri en á mörgum öðrum Norðurlöndum. Viska mun fjalla nánar um stöðu millitekjuhópa á Íslandi á nýju ári í samanburði Norðurlanda. Meira um það síðar. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags, stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hilmarsson Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Allt bendir til að upptaka kílómetragjalda á næsta ári muni auka hagnað olíufélaga á kostnað almennings og breyting á „almennri heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignar inn á húsnæðislán“ jafngildi milljörðum í skattahækkun á millistéttina. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskoða eða fresta áformum um álagningu kílómetragjalda og veita öllum húsnæðiseigendum heimild til hámarksnýtingar í séreignarleiðinni. Kílómetragjöld á almenning og aukin álagning á eldsneyti á nýju ári Stjórnvöld hafa boðað upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á næsta ári og tilsvarandi niðurfellingu olíugjalda og vörugjalda. Gert er ráð fyrir að niðurfelling olíugjalda og vörugjalda á árinu 2026, upp á rúmlega 20 milljarða króna m.v. horfur ársins 2025, muni að fullu skila sér í lækkuðu eldsneytisverði á dælu. Viska bendir á, rétt eins og Alþýðusambandið hefur ítrekað gert, að olíufélögin hafa engan hvata til að skila niðurfellingu gjalda að fullu til neytenda og stjórnvöld hafa ekki í hyggju að hafa eftirlit með verðinu. Álagning á eldsneyti mun því hækka á nýju ári til hagsbóta fyrir olíufélögin og almenningur greiða hærra verð fyrir eldsneyti en áður, þegar horft er til kílómetragjalda og aukinnar álagningar á dælunni. Viska hvetur stjórnvöld til að fresta upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á árinu 2026 og halda gjöldum á eldsneyti óbreyttum, í það minnsta þangað til að verðbólgan nær markmiði og stjórnvöld hafa tryggt viðunandi eftirlit með olíufélögunum. Minnst 4 milljarða skattahækkun líkleg vegna séreignarúrræðisins Í umsögn Visku um fjárlagafrumvarpið er bent á að virði “almennrar heimildar til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán” jafngildi rúmlega 7 milljörðum í skattaafslátt miðað við núverandi notkun. Síðan þá hefur ríkisstjórnin boðað afnám úrræðisins að hluta á árinu 2026 með þeim orðum að „allir eigendur íbúða muni geta nýtt sér heimildina í 10 ár”. Leiða má líkum að því að stjórnvöld hafi í hyggju að veita öllum 10 ára glugga til að nýta heimildina frá fyrstu nýtingu, óháð því hversu mikið úrræðið er nýtt. Ef 50% þeirra sem nýtt hafa úrræðið detta út núna um áramótin (sem er varfærið mat) verður því afnuminn skattaafsláttur á árinu 2026 sem nemur minnst tæplega 4 milljörðum króna. Líta má á það afnám sem ígildi skattahækkana. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskilgreina 10 ára hámarkið og veita öllum húsnæðiseigendum, sem keyptu húsnæði fyrir 2016, heimild til að nýta ígildi 10 ára skattaafsláttar þ.e. 5 milljónir fyrir einstakling og 7,5 milljónir fyrir hjón. Sú leið tryggir jafnræði allra og er sanngjarnari gagnvart lægri tekjuhópum en núverandi leið. Millistéttin getur ekki tekið á sig meiri byrðar og síaukinn jöfnuð (meira um það síðar) Þótt Viska fagni þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að koma jafnvægi á fjármálin með aukinni tekjuöflun bendir Viska á að millitekjuhópar og efri millitekjuhópar eru þegar skattlagðir í botn á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar greiðir nær enga beina skatta þegar leiðrétt er fyrir tilfærslum og millistéttin hefur þegar greitt mikið fyrir jöfnuðinn. Með krónutöluhækkunum og tilfærslu barna- og vaxtabóta til lægri tekjuhópa. Bótakerfin á Íslandi eru mun lágtekjumiðaðri en á öðrum Norðurlöndum og skattlagning, þegar einnig er horft til skyldugreiðslna utan skatta, er hærri en á mörgum öðrum Norðurlöndum. Viska mun fjalla nánar um stöðu millitekjuhópa á Íslandi á nýju ári í samanburði Norðurlanda. Meira um það síðar. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags, stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra á Íslandi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun