Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2018 22:32 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. Gjaldtaka vegatolla gæti hafist undir lok næsta árs gangi áætlanir eftir en með þeim væri hægt að flýta uppbyggingu vegakerfisins. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar lýstu fyrir helgi yfir undrun sinni á forgangsröðun Vegagerðarinnar þegar stofnunin tilkynnti opnun útboðs vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss undor lok mánaðarins og að framkvæmdir gætu hafist síðar í þessum mánuði. Samgönguráðherra segist skilja óþolinmæði fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum.Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér en hann geti þó sýnt því skilning að menn séu pirraðir.vísir/stöð2„Samgönguáætlun mun verða lögð fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Þarna var um að ræða einn áfanga, undirgöng til þess að koma umferð sem á ekki að vera á veginum, hestaumferð, undir göngin og laga það. Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér.“ Sigurður segir það liggja í augum uppi að samgönguyfirvöld séu með nokkur forgangsmál og eitt þeirra er að byggja upp grunnkerfið. „Annar forgangur er augljóslega líka sá að vegirnir hérna út úr Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbrautin, Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur, eru þeir vegir sem eru keyrðir hvað mest. Mesta umferðaröryggið felst í því að laga þá vegi, þeir verða þar með í hæsta forgangi líka.“ Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins. „Það er engu að síður þannig að það eru fleiri verkefni sem bíða, stór verkefni. Þess vegna erum við að horfa á þriðja fasann sem væri að setja á gjaldtöku þar sem við gætum verið með valkosti.“ Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að skýrslu um gjaldtökuna og má gera ráð fyrir því að hann ljúki störfum um áramót og að frumvarp til laga þess efnis verði lagt fram á vorþingi. Samgönguráðherra vonast eftir því að gjaldtaka hefjist verði hægt að fara í mikilvægar framkvæmdir á samgöngumannvirkjum mun fyrr. „Ég myndi vonast til þess að ef það gengi eftir að við næðum að fara með frumvarp næsta vor fyrir þingið að við gætum hafið slíkar framkvæmdir annað hvort í lok árs 2019 eða í það minnsta á árinu 2020,“ segir Sigurður. Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. Gjaldtaka vegatolla gæti hafist undir lok næsta árs gangi áætlanir eftir en með þeim væri hægt að flýta uppbyggingu vegakerfisins. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar lýstu fyrir helgi yfir undrun sinni á forgangsröðun Vegagerðarinnar þegar stofnunin tilkynnti opnun útboðs vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss undor lok mánaðarins og að framkvæmdir gætu hafist síðar í þessum mánuði. Samgönguráðherra segist skilja óþolinmæði fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum.Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér en hann geti þó sýnt því skilning að menn séu pirraðir.vísir/stöð2„Samgönguáætlun mun verða lögð fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Þarna var um að ræða einn áfanga, undirgöng til þess að koma umferð sem á ekki að vera á veginum, hestaumferð, undir göngin og laga það. Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér.“ Sigurður segir það liggja í augum uppi að samgönguyfirvöld séu með nokkur forgangsmál og eitt þeirra er að byggja upp grunnkerfið. „Annar forgangur er augljóslega líka sá að vegirnir hérna út úr Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbrautin, Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur, eru þeir vegir sem eru keyrðir hvað mest. Mesta umferðaröryggið felst í því að laga þá vegi, þeir verða þar með í hæsta forgangi líka.“ Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins. „Það er engu að síður þannig að það eru fleiri verkefni sem bíða, stór verkefni. Þess vegna erum við að horfa á þriðja fasann sem væri að setja á gjaldtöku þar sem við gætum verið með valkosti.“ Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að skýrslu um gjaldtökuna og má gera ráð fyrir því að hann ljúki störfum um áramót og að frumvarp til laga þess efnis verði lagt fram á vorþingi. Samgönguráðherra vonast eftir því að gjaldtaka hefjist verði hægt að fara í mikilvægar framkvæmdir á samgöngumannvirkjum mun fyrr. „Ég myndi vonast til þess að ef það gengi eftir að við næðum að fara með frumvarp næsta vor fyrir þingið að við gætum hafið slíkar framkvæmdir annað hvort í lok árs 2019 eða í það minnsta á árinu 2020,“ segir Sigurður.
Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira