Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2018 22:32 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. Gjaldtaka vegatolla gæti hafist undir lok næsta árs gangi áætlanir eftir en með þeim væri hægt að flýta uppbyggingu vegakerfisins. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar lýstu fyrir helgi yfir undrun sinni á forgangsröðun Vegagerðarinnar þegar stofnunin tilkynnti opnun útboðs vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss undor lok mánaðarins og að framkvæmdir gætu hafist síðar í þessum mánuði. Samgönguráðherra segist skilja óþolinmæði fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum.Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér en hann geti þó sýnt því skilning að menn séu pirraðir.vísir/stöð2„Samgönguáætlun mun verða lögð fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Þarna var um að ræða einn áfanga, undirgöng til þess að koma umferð sem á ekki að vera á veginum, hestaumferð, undir göngin og laga það. Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér.“ Sigurður segir það liggja í augum uppi að samgönguyfirvöld séu með nokkur forgangsmál og eitt þeirra er að byggja upp grunnkerfið. „Annar forgangur er augljóslega líka sá að vegirnir hérna út úr Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbrautin, Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur, eru þeir vegir sem eru keyrðir hvað mest. Mesta umferðaröryggið felst í því að laga þá vegi, þeir verða þar með í hæsta forgangi líka.“ Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins. „Það er engu að síður þannig að það eru fleiri verkefni sem bíða, stór verkefni. Þess vegna erum við að horfa á þriðja fasann sem væri að setja á gjaldtöku þar sem við gætum verið með valkosti.“ Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að skýrslu um gjaldtökuna og má gera ráð fyrir því að hann ljúki störfum um áramót og að frumvarp til laga þess efnis verði lagt fram á vorþingi. Samgönguráðherra vonast eftir því að gjaldtaka hefjist verði hægt að fara í mikilvægar framkvæmdir á samgöngumannvirkjum mun fyrr. „Ég myndi vonast til þess að ef það gengi eftir að við næðum að fara með frumvarp næsta vor fyrir þingið að við gætum hafið slíkar framkvæmdir annað hvort í lok árs 2019 eða í það minnsta á árinu 2020,“ segir Sigurður. Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. Gjaldtaka vegatolla gæti hafist undir lok næsta árs gangi áætlanir eftir en með þeim væri hægt að flýta uppbyggingu vegakerfisins. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar lýstu fyrir helgi yfir undrun sinni á forgangsröðun Vegagerðarinnar þegar stofnunin tilkynnti opnun útboðs vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss undor lok mánaðarins og að framkvæmdir gætu hafist síðar í þessum mánuði. Samgönguráðherra segist skilja óþolinmæði fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum.Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér en hann geti þó sýnt því skilning að menn séu pirraðir.vísir/stöð2„Samgönguáætlun mun verða lögð fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Þarna var um að ræða einn áfanga, undirgöng til þess að koma umferð sem á ekki að vera á veginum, hestaumferð, undir göngin og laga það. Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér.“ Sigurður segir það liggja í augum uppi að samgönguyfirvöld séu með nokkur forgangsmál og eitt þeirra er að byggja upp grunnkerfið. „Annar forgangur er augljóslega líka sá að vegirnir hérna út úr Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbrautin, Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur, eru þeir vegir sem eru keyrðir hvað mest. Mesta umferðaröryggið felst í því að laga þá vegi, þeir verða þar með í hæsta forgangi líka.“ Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins. „Það er engu að síður þannig að það eru fleiri verkefni sem bíða, stór verkefni. Þess vegna erum við að horfa á þriðja fasann sem væri að setja á gjaldtöku þar sem við gætum verið með valkosti.“ Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að skýrslu um gjaldtökuna og má gera ráð fyrir því að hann ljúki störfum um áramót og að frumvarp til laga þess efnis verði lagt fram á vorþingi. Samgönguráðherra vonast eftir því að gjaldtaka hefjist verði hægt að fara í mikilvægar framkvæmdir á samgöngumannvirkjum mun fyrr. „Ég myndi vonast til þess að ef það gengi eftir að við næðum að fara með frumvarp næsta vor fyrir þingið að við gætum hafið slíkar framkvæmdir annað hvort í lok árs 2019 eða í það minnsta á árinu 2020,“ segir Sigurður.
Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira