Boðskort hækkaði hlutabréf í Apple Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 07:15 Búist er við að nýir snjallsímar Apple verði kynntir til leiks þann 12. september næstkomandi. vísir/getty Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi eftir að fyrirtækið sendi frá sér kort þar sem velvöldum einstaklingum var boðið til viðburðar í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Sílíkondalnum. Talið er að fyrirtækið muni nýta tækifærið og kynna nýjar útgáfur af iPhone-símum. Háværir orðrómar hafa verið uppi um að Apple hyggist kynna til leiks þrjá nýja snjallsíma á þessu ári. Búist er við að ein útgáfan verði með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er talið að skjár símans verði „sparneytnari“ en skjárinn á iPhone X og ætti rafhlaða símans því að endast betur. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sjá einnig: Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhoneFyrrnefnt boðskort var gyllt og telja spekúlantar það til marks um að hægt verði að fá nýja símann í sambærilegum lit.The Guardian reifar einnig orðróma þess efnis að snjallúr fyrirtækisins, Apple Watch, gæti átt von á uppfærslu. Hún muni ekki síst felast í tölvert stærri skjá en á síðustu útgáfu. Öllum þessum orðrómum verður þó formlega svarað á viðburðinum sem Apple hefur boðað til, sem haldinn verður þann 12. september næstkomandi. Apple Tækni Tengdar fréttir Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi eftir að fyrirtækið sendi frá sér kort þar sem velvöldum einstaklingum var boðið til viðburðar í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Sílíkondalnum. Talið er að fyrirtækið muni nýta tækifærið og kynna nýjar útgáfur af iPhone-símum. Háværir orðrómar hafa verið uppi um að Apple hyggist kynna til leiks þrjá nýja snjallsíma á þessu ári. Búist er við að ein útgáfan verði með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er talið að skjár símans verði „sparneytnari“ en skjárinn á iPhone X og ætti rafhlaða símans því að endast betur. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sjá einnig: Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhoneFyrrnefnt boðskort var gyllt og telja spekúlantar það til marks um að hægt verði að fá nýja símann í sambærilegum lit.The Guardian reifar einnig orðróma þess efnis að snjallúr fyrirtækisins, Apple Watch, gæti átt von á uppfærslu. Hún muni ekki síst felast í tölvert stærri skjá en á síðustu útgáfu. Öllum þessum orðrómum verður þó formlega svarað á viðburðinum sem Apple hefur boðað til, sem haldinn verður þann 12. september næstkomandi.
Apple Tækni Tengdar fréttir Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38
Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36
Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58