Stelpurnar okkar geta nú sett stefnuna á EM í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 12:30 Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu á EM 2017. Vísir/Getty England er eina þjóðin sem sótti um að halda næsta Evrópumeistaramót kvenna í fótbolta sem fer fram sumarið 2021. Íslenska kvennalandsliðið missti af HM-sæti á þriðjudaginn og næst á dagskrá hjá stelpunum er því að vinna sér sæti á næsta EM. Nú er orðið nánast öruggt að það Evrópumót fer fram í Englandi en UEFA hefur staðfest að ekkert annað framboð hafi skilað sér inn til þeirra. Það voru sögusagnir um áhuga frá Austurríki og Ungverjalandi að halda mótið saman en ekkert varð að því. BBC segir frá. UEFA mun taka endanlega ákvörðun 3. desember næstkomandi og þarf enska sambandið væntanlega að uppfylla einhverjar kröfur frá UEFA fyrir þann tíma. Það verður hins vegar engin kosning. Samkvæmt framboði enska knattspyrnusambandsins þá mun úrslitaleikurinn fara fram á Wembley og aðrir vellir keppninnar verða síðan Amex Stadium í Brighton, Community Stadium hjá Brentford, MK Dons leikvangurinn, Academy Stadium hjá Manchester City, Meadow Lane hjá Notts County, Abax Stadium hjá Peterborough, New York Stadium hjá Rotherham og Bramall Lane hjá Sheffield United. Það verða því fáir leikvangar úr ensku úrvalsdeildinni og enginn Old Trafford, Anfield, Stamford Bridge eða Emirates. Engu að síður en mjög spennandi fyrir íslensku stelpurnar að fá að spila á Evrópumóti í Englandi. Íslenskir stuðningsmenn munu örugglega fjölmenn til Englands komist íslenska liðið í lokakeppnina. Íslenska kvennalandsliðið hefur komist inn á þrjú síðustu Evrópumót en stelpurnar okkar voru í Finnlandi 2009, í Svíþjóð 2013 og í Hollandi 2017. Nú er bara að vona að þær verði líka i Englandi 2021. Það verður dregið í undankeppni EM 2021 í febrúar næstkomandi en sextán af mögulega 54 þjóðum innan UEFA verða í lokakeppninni sumarið 2021. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
England er eina þjóðin sem sótti um að halda næsta Evrópumeistaramót kvenna í fótbolta sem fer fram sumarið 2021. Íslenska kvennalandsliðið missti af HM-sæti á þriðjudaginn og næst á dagskrá hjá stelpunum er því að vinna sér sæti á næsta EM. Nú er orðið nánast öruggt að það Evrópumót fer fram í Englandi en UEFA hefur staðfest að ekkert annað framboð hafi skilað sér inn til þeirra. Það voru sögusagnir um áhuga frá Austurríki og Ungverjalandi að halda mótið saman en ekkert varð að því. BBC segir frá. UEFA mun taka endanlega ákvörðun 3. desember næstkomandi og þarf enska sambandið væntanlega að uppfylla einhverjar kröfur frá UEFA fyrir þann tíma. Það verður hins vegar engin kosning. Samkvæmt framboði enska knattspyrnusambandsins þá mun úrslitaleikurinn fara fram á Wembley og aðrir vellir keppninnar verða síðan Amex Stadium í Brighton, Community Stadium hjá Brentford, MK Dons leikvangurinn, Academy Stadium hjá Manchester City, Meadow Lane hjá Notts County, Abax Stadium hjá Peterborough, New York Stadium hjá Rotherham og Bramall Lane hjá Sheffield United. Það verða því fáir leikvangar úr ensku úrvalsdeildinni og enginn Old Trafford, Anfield, Stamford Bridge eða Emirates. Engu að síður en mjög spennandi fyrir íslensku stelpurnar að fá að spila á Evrópumóti í Englandi. Íslenskir stuðningsmenn munu örugglega fjölmenn til Englands komist íslenska liðið í lokakeppnina. Íslenska kvennalandsliðið hefur komist inn á þrjú síðustu Evrópumót en stelpurnar okkar voru í Finnlandi 2009, í Svíþjóð 2013 og í Hollandi 2017. Nú er bara að vona að þær verði líka i Englandi 2021. Það verður dregið í undankeppni EM 2021 í febrúar næstkomandi en sextán af mögulega 54 þjóðum innan UEFA verða í lokakeppninni sumarið 2021.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira