Paragvæjar flytja sendiráðið aftur til Tel Aviv Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2018 23:30 Mario Abdo Benítez er nýr forseti Paragvæ. Vísir/Getty Mikil spenna er komin upp í samskiptum Ísraels og Paragvæ eftir að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að sendiráð landsins í Ísrael yrði flutt aftur til Tel Avív, þremur mánuðum eftir að það var flutt til Jerúsalem. Einungis þrír mánuðir eru síðan að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að landið myndi fylgja fordæmi Bandaríkjastjórnar með því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð sitt til borgarinnar. Stjórnvöld í Ísrael hafa gagnrýnt nýjustu ákvörðun stjórnar Paragvæ harðlega, lokað sendiráði sínu í paragvæsku höfuðborginni Asunción og kallað sendiherrann heim. Ný stjórn tók við völdum í Paragvæ fyrir um mánuði síðan og segir nýr utanríkisráðherra landsins Luis Alberto Castiglioni, að Paragvæar vilji með þessi leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að ná fram varanlegum friði í Miðausturlöndum. Allt frá stofnun Ísraelsríkis 1948 hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila á svæðinu, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg. Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborgina. Þannig var ekkert sendiráð staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 þar til að Bandaríkjamenn fluttu sitt fyrr á árinu. Gvatemala og Paragvæ fylgdu svo í kjölfar Bandaríkjanna, en nú hafa Paragvæar sem sagt endurskoðað ákvörðun sína. Gvatemala Ísrael Paragvæ Suður-Ameríka Tengdar fréttir Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Mikil spenna er komin upp í samskiptum Ísraels og Paragvæ eftir að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að sendiráð landsins í Ísrael yrði flutt aftur til Tel Avív, þremur mánuðum eftir að það var flutt til Jerúsalem. Einungis þrír mánuðir eru síðan að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að landið myndi fylgja fordæmi Bandaríkjastjórnar með því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð sitt til borgarinnar. Stjórnvöld í Ísrael hafa gagnrýnt nýjustu ákvörðun stjórnar Paragvæ harðlega, lokað sendiráði sínu í paragvæsku höfuðborginni Asunción og kallað sendiherrann heim. Ný stjórn tók við völdum í Paragvæ fyrir um mánuði síðan og segir nýr utanríkisráðherra landsins Luis Alberto Castiglioni, að Paragvæar vilji með þessi leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að ná fram varanlegum friði í Miðausturlöndum. Allt frá stofnun Ísraelsríkis 1948 hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila á svæðinu, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg. Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborgina. Þannig var ekkert sendiráð staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 þar til að Bandaríkjamenn fluttu sitt fyrr á árinu. Gvatemala og Paragvæ fylgdu svo í kjölfar Bandaríkjanna, en nú hafa Paragvæar sem sagt endurskoðað ákvörðun sína.
Gvatemala Ísrael Paragvæ Suður-Ameríka Tengdar fréttir Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15
Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00