Tilvistarkreppa Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. september 2018 10:00 Undanfarið hefur birst holskefla frétta af bágri stöðu fjölmiðla á Íslandi. Nú síðast var það Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sem birti afkomu sína, en tæplega 300 milljóna tap var á rekstri félagsins í fyrra. Framkvæmdastjórinn taldi nokkrar ástæður fyrir versnandi afkomu, meðal annars hækkandi launakostnað og harðvítuga erlenda samkeppni. Þessa liði þekkja atvinnurekendur úr öðrum geirum. Launakostnaðinn þekkja allir, og erlenda samkeppnin ætti að hljóma kunnuglega í eyrum verslunareigenda nú á tímum alþjóðlegra netverslana. Eitt til nefndi framkvæmdastjórinn. Atriði sem aðrir atvinnurekendur kannast síður við. Forsvarsmenn Haga þurfa ekki að berjast um starfsfólk og markaðshlutdeild við niðurgreidda ríkismatvörubúð. Eigendur tískuverslana þurfa heldur ekki að eiga við Tízkuverslun ríkisins í daglegu amstri. Sem betur fer ekki. Fjölmiðlar þurfa hins vegar að etja kappi við ríkisrisann RÚV, sem ekki bara fær um fjóra milljarða í skattfé í vasann á ári hverju, heldur starfrækir öflugustu auglýsingasöludeild landsins og tekur þar vel á þriðja milljarð árlega til viðbótar. Sumarið var sérstaklega slæmt í þeim efnum. RÚV beitti óvönduðum meðulum við sölu á auglýsingum vegna HM í knattspyrnu. Auglýsingapakkar stofnunarinnar bundu auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti. Einkamiðlarnir urðu því ekki bara af tekjum yfir blásumarið heldur frá því snemma í vor og langt fram á haustið. Allir frjálsir miðlar finna fyrir þessu nú um stundir. Þeir smærri, til dæmis N4 á Akureyri, kvörtuðu undan því að svona högg gæti riðið þeim að fullu. Eins og ritstjóri annars smærri miðils, Kjarnans, orðaði það svo smekklega, þá tekur RÚV súrefni frá öðrum á markaðnum. Markmiðið með veru RÚV á markaði hlýtur að vera að efla frjálsa fjölmiðlun og þar með tjáningarfrelsið. Staðreyndin er hins vegar sú að RÚV tekur við almannafé með annarri hendinni, en murkar svo lífið úr einkareknu miðlunum með hinni. Svo mjög að eðlilegt er að spyrja hvort áhrif RÚV á opna og lýðræðislega umræðu í landinu séu yfir höfuð jákvæð þegar allt er talið. Flest getum við sammælst um að RÚV eigi að vera starfrækt í einhverri mynd. Þar starfar margt frábært fagfólk og dagskrárgerð er í mörgu til fyrirmyndar. Ekki er við það fólk að sakast þótt stjórnmálamönnum hafi með aðgerðaleysi tekist að gera RÚV að útblásnu bákni í tilvistarkreppu. Vandræðagangur stjórnmálamannanna er aðför að tjáningarfrelsinu og hættulegt frjálsri fjölmiðlun. Nú liggja fyrir ágætar tillögur fjölmiðlanefndar númer óteljandi. Síðast þegar fréttist hafði verið skipuð nefnd um niðurstöðu nefndarinnar. Kannski þarf svo nefnd um niðurstöðu þeirrar nefndar. Gott fyrsta skref úr þessari heimatilbúnu tilvistarkreppu væri að koma ágætum tillögum þeirrar nefndar til framkvæmdar. Ef menntamálaráðherra myndi auðnast að taka það skref hefði hún tekið þau fleiri en allir forverar hennar samanlagt í þessum málaflokki. Áfram gakk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur birst holskefla frétta af bágri stöðu fjölmiðla á Íslandi. Nú síðast var það Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sem birti afkomu sína, en tæplega 300 milljóna tap var á rekstri félagsins í fyrra. Framkvæmdastjórinn taldi nokkrar ástæður fyrir versnandi afkomu, meðal annars hækkandi launakostnað og harðvítuga erlenda samkeppni. Þessa liði þekkja atvinnurekendur úr öðrum geirum. Launakostnaðinn þekkja allir, og erlenda samkeppnin ætti að hljóma kunnuglega í eyrum verslunareigenda nú á tímum alþjóðlegra netverslana. Eitt til nefndi framkvæmdastjórinn. Atriði sem aðrir atvinnurekendur kannast síður við. Forsvarsmenn Haga þurfa ekki að berjast um starfsfólk og markaðshlutdeild við niðurgreidda ríkismatvörubúð. Eigendur tískuverslana þurfa heldur ekki að eiga við Tízkuverslun ríkisins í daglegu amstri. Sem betur fer ekki. Fjölmiðlar þurfa hins vegar að etja kappi við ríkisrisann RÚV, sem ekki bara fær um fjóra milljarða í skattfé í vasann á ári hverju, heldur starfrækir öflugustu auglýsingasöludeild landsins og tekur þar vel á þriðja milljarð árlega til viðbótar. Sumarið var sérstaklega slæmt í þeim efnum. RÚV beitti óvönduðum meðulum við sölu á auglýsingum vegna HM í knattspyrnu. Auglýsingapakkar stofnunarinnar bundu auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti. Einkamiðlarnir urðu því ekki bara af tekjum yfir blásumarið heldur frá því snemma í vor og langt fram á haustið. Allir frjálsir miðlar finna fyrir þessu nú um stundir. Þeir smærri, til dæmis N4 á Akureyri, kvörtuðu undan því að svona högg gæti riðið þeim að fullu. Eins og ritstjóri annars smærri miðils, Kjarnans, orðaði það svo smekklega, þá tekur RÚV súrefni frá öðrum á markaðnum. Markmiðið með veru RÚV á markaði hlýtur að vera að efla frjálsa fjölmiðlun og þar með tjáningarfrelsið. Staðreyndin er hins vegar sú að RÚV tekur við almannafé með annarri hendinni, en murkar svo lífið úr einkareknu miðlunum með hinni. Svo mjög að eðlilegt er að spyrja hvort áhrif RÚV á opna og lýðræðislega umræðu í landinu séu yfir höfuð jákvæð þegar allt er talið. Flest getum við sammælst um að RÚV eigi að vera starfrækt í einhverri mynd. Þar starfar margt frábært fagfólk og dagskrárgerð er í mörgu til fyrirmyndar. Ekki er við það fólk að sakast þótt stjórnmálamönnum hafi með aðgerðaleysi tekist að gera RÚV að útblásnu bákni í tilvistarkreppu. Vandræðagangur stjórnmálamannanna er aðför að tjáningarfrelsinu og hættulegt frjálsri fjölmiðlun. Nú liggja fyrir ágætar tillögur fjölmiðlanefndar númer óteljandi. Síðast þegar fréttist hafði verið skipuð nefnd um niðurstöðu nefndarinnar. Kannski þarf svo nefnd um niðurstöðu þeirrar nefndar. Gott fyrsta skref úr þessari heimatilbúnu tilvistarkreppu væri að koma ágætum tillögum þeirrar nefndar til framkvæmdar. Ef menntamálaráðherra myndi auðnast að taka það skref hefði hún tekið þau fleiri en allir forverar hennar samanlagt í þessum málaflokki. Áfram gakk.
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar