Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 07:30 John Millman sigurreifur. Vísir/getty Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Roger Federer datt út í nótt á móti Ástralanum John Millman en Millman varð þar með fyrsti spilarinn til að slá Federer á Opna bandaríska meistaramótinu sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum.Absolutely stunning upset as @johnhmillman defeats Federer 3-6, 7-5, 7-6, 7-6 under the lights in Arthur Ashe Stadium! Millman's first top ten victory lands him a spot in the QF against Djokovic...#USOpenpic.twitter.com/4DPEOJpJw7 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2018John Millman var bara í 55. sæti á síðasta heimslista en það kom ekki í veg fyrir það að hann vann Roger Federer 3-6 7-5 7-6 (9-7) 7-6 (7-3). Leikur þeirra tók þrjá klukkutíma og 39 mínútum. John Millman fær að launum annan leik á móti margföldum meistara því í átta manna úrslitunum mætir hann Serbanum Novak Djokovic. Millman hefur aldrei komist svona langt á risamóti. Millman er 29 ára gamall en það segir ýmislegt um hversu óvæntur sigur þetta var að hann hafði aldrei áður unnið mann sem var inn á topp tíu á heimslistanum.Gracious and classy as always. Until next time, @rogerfederer...#USOpenpic.twitter.com/zxPLUSbFuD — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2018Roger Federer hefur fimm sinnum unnið Opna bandaríska meistaramótð en síðasti sigur hans kom hins vegar fyrir tíu árum. Federer fagnaði sigri á mótinu fimm ár í röð frá 2004 til 2008. Federer var raðað í öðru sæti inn í mótið og var að reyna að vinna sitt 21. risamót á ferlinum. Engum öðrum karlmanni hefur tekist að vinna tuttugu risamót. Sá sigur verður aftur á móti að bíða betri tíma.Átta manna úrslit karla á Opna bandaríska meistaramótinu 2018 eru klár og þar mætast:Men’s QF are set: Nadal Thiem Del Potro Isner __________________________ Cilic Nishikori Djokovic Millman#USOpen — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2018Rafael Nadal frá Spáni og Dominic Thiem frá Austurríki Juan Martín del Potro frá Argentínu og John Isner frá Bandaríkjunum Marin Cilic frá króatíu og Kei Nishikori frá Japan Novak Djokovic frá Serbíu og John Millman frá ÁstralíuÁtta manna úrslit kvenna á Opna bandaríska meistaramótinu 2018 eru klár og þar mætast:Women’s QF are set: Serena Ka. Pliskova Stephens Sevastova ________________________________ Keys Suárez Navarro Osaka Tsurenko#USOpen — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2018Serena Williams frá Bandaríkjunum og Karolína Plíšková frá Tékklandi Sloane Stephens frá Bandaríkjunum og Anastasija Sevastova frá Lettlandi Carla Suárez Navarro frá Spáni og Madison Keys frá Bandaríkjunum Naomi Osaka frá Japan og Lesia Tsurenko frá Úkraínu Tennis Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Roger Federer datt út í nótt á móti Ástralanum John Millman en Millman varð þar með fyrsti spilarinn til að slá Federer á Opna bandaríska meistaramótinu sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum.Absolutely stunning upset as @johnhmillman defeats Federer 3-6, 7-5, 7-6, 7-6 under the lights in Arthur Ashe Stadium! Millman's first top ten victory lands him a spot in the QF against Djokovic...#USOpenpic.twitter.com/4DPEOJpJw7 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2018John Millman var bara í 55. sæti á síðasta heimslista en það kom ekki í veg fyrir það að hann vann Roger Federer 3-6 7-5 7-6 (9-7) 7-6 (7-3). Leikur þeirra tók þrjá klukkutíma og 39 mínútum. John Millman fær að launum annan leik á móti margföldum meistara því í átta manna úrslitunum mætir hann Serbanum Novak Djokovic. Millman hefur aldrei komist svona langt á risamóti. Millman er 29 ára gamall en það segir ýmislegt um hversu óvæntur sigur þetta var að hann hafði aldrei áður unnið mann sem var inn á topp tíu á heimslistanum.Gracious and classy as always. Until next time, @rogerfederer...#USOpenpic.twitter.com/zxPLUSbFuD — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2018Roger Federer hefur fimm sinnum unnið Opna bandaríska meistaramótð en síðasti sigur hans kom hins vegar fyrir tíu árum. Federer fagnaði sigri á mótinu fimm ár í röð frá 2004 til 2008. Federer var raðað í öðru sæti inn í mótið og var að reyna að vinna sitt 21. risamót á ferlinum. Engum öðrum karlmanni hefur tekist að vinna tuttugu risamót. Sá sigur verður aftur á móti að bíða betri tíma.Átta manna úrslit karla á Opna bandaríska meistaramótinu 2018 eru klár og þar mætast:Men’s QF are set: Nadal Thiem Del Potro Isner __________________________ Cilic Nishikori Djokovic Millman#USOpen — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2018Rafael Nadal frá Spáni og Dominic Thiem frá Austurríki Juan Martín del Potro frá Argentínu og John Isner frá Bandaríkjunum Marin Cilic frá króatíu og Kei Nishikori frá Japan Novak Djokovic frá Serbíu og John Millman frá ÁstralíuÁtta manna úrslit kvenna á Opna bandaríska meistaramótinu 2018 eru klár og þar mætast:Women’s QF are set: Serena Ka. Pliskova Stephens Sevastova ________________________________ Keys Suárez Navarro Osaka Tsurenko#USOpen — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2018Serena Williams frá Bandaríkjunum og Karolína Plíšková frá Tékklandi Sloane Stephens frá Bandaríkjunum og Anastasija Sevastova frá Lettlandi Carla Suárez Navarro frá Spáni og Madison Keys frá Bandaríkjunum Naomi Osaka frá Japan og Lesia Tsurenko frá Úkraínu
Tennis Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Sjá meira