Sæhrímnir og íslenskur fjármálamarkaður Katrín Júlíusdóttir skrifar 19. september 2018 09:00 Sæhrímnir heitir gölturinn sem einherjar og æsir í Valhöll hafa sér til matar. Honum er slátrað á hverjum degi en er alltaf heill að kvöldi og aldrei er svo mikill mannfjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki flesk galtarins. Stundum hvarflar það að manni að stjórnmálamenn og álitsgjafar gangi út frá því sem vísu að íslensk fjármálafyrirtæki búi yfir sömu eiginleikum og hinn goðsagnakenndi göltur: Þau geti borið allar þær byrðar sem á þau eru lagðar án þess að það hafi nokkur áhrif á getu þeirra til að sinna hlutverki sínu í hagkerfinu. Það er fjarri lagi. Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hafa verið að greiða um 35 til 40 milljarða króna í opinber gjöld á ári hverju undanfarið en samanlagt greiðir fjármálageirinn um 50 milljarða til ríkisins. Í skýrslu fjármála- og efnahagsmálaráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem lögð var fyrir 147. löggjafarþing er þróun opinberra gjalda lögaðila skipt eftir atvinnugreinaflokkum borin saman. Þar sést að fyrirtæki í fjármála- og vátryggingastarfsemi bera langþyngstu byrðarnar þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda en þau borga tæplega þriðjung allra opinberra gjalda hér á landi. Í raun er hlutfallið enn hærra þegar hlutur hins opinbera er tekinn úr jöfnunni.Hæsta framlagið Framlag fjármálafyrirtækja hefur þannig aukist verulega þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda og skattheimtu. Hefur heildarhlutur fjármála- og vátryggingafyrirtækja þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda aukist um 233% frá árinu 2010. Til þess að varpa ljósi á þá staðreynd að þessi aukning er ekki tilkomin vegna aukinna umsvifa heldur vegna aukningar á álögum má benda á þróun tekjuskattsstofnsins. Hann hefur þannig aðeins aukist um 79% frá árinu 2010 hjá fjármála og vátryggingafyrirtækjum Þessi skattheimta er meðal annars tilkomin vegna fjölda sérskatta sem eru lagðir á aðildarfélög SFF og eru ekki tekjutengdir. Af ótekjutengdum sköttum er bankaskatturinn svokallaði þungbærastur. Bankaskatturinn er íþyngjandi skattur sem skaðar hagsmuni viðskiptavina einnar tegundar lánafyrirtækja og grefur undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins. Sökum þessa er brýnt að afnema skattinn í stað þess að lækka hann í áföngum á árunum 2020 til 2023 í upphaflegt hlutfall. Afnám skattsins væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld til þessa ná niður vaxtastiginu sem heimilum og fyrirtækjum stendur til boða í bankakerfinu. Sjái stjórnvöld sér ekki fært að afnema skattinn er eðlileg krafa að hann verði lagður á alla þá sem stunda útlánastarfsemi til þess að jafna þau kjör sem ólíkum einstaklingum og heimilum stendur til boða á lánamarkaði.Ójöfn samkeppni Þetta óheilbrigða samkeppnisumhverfi hefur haft verulegar afleiðingar á lánamarkaði. Hin þunga sókn lífeyrissjóða inn á fasteignalánamarkaðinn hófst af fullum þunga eftir að bankaskatturinn var hækkaður. Lífeyrissjóðir greiða hvorki bankaskatt né tekjuskatt og geta því boðið hagstæðari kjör en bankarnir. Þau kjör standa ekki öllum til boða þar sem hámark veðsetningar er lægra hjá lífeyrissjóðum en bönkum. Þetta þýðir með öðrum orðum að hinum eignamestu standa til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og fyrstu kaupendur þurfa í raun að bera bankaskattinn. Í aðdraganda kjarasamninga hefur nokkuð verið rætt um mikilvægi þess að ná niður vaxtastiginu og þar af leiðandi fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja. Ein leið til þess væri að fella niður bankaskattinn og ráðast í endurskoðun á skattastefnu stjórnvalda gagnvart fjármálafyrirtækjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Sjá meira
Sæhrímnir heitir gölturinn sem einherjar og æsir í Valhöll hafa sér til matar. Honum er slátrað á hverjum degi en er alltaf heill að kvöldi og aldrei er svo mikill mannfjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki flesk galtarins. Stundum hvarflar það að manni að stjórnmálamenn og álitsgjafar gangi út frá því sem vísu að íslensk fjármálafyrirtæki búi yfir sömu eiginleikum og hinn goðsagnakenndi göltur: Þau geti borið allar þær byrðar sem á þau eru lagðar án þess að það hafi nokkur áhrif á getu þeirra til að sinna hlutverki sínu í hagkerfinu. Það er fjarri lagi. Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hafa verið að greiða um 35 til 40 milljarða króna í opinber gjöld á ári hverju undanfarið en samanlagt greiðir fjármálageirinn um 50 milljarða til ríkisins. Í skýrslu fjármála- og efnahagsmálaráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem lögð var fyrir 147. löggjafarþing er þróun opinberra gjalda lögaðila skipt eftir atvinnugreinaflokkum borin saman. Þar sést að fyrirtæki í fjármála- og vátryggingastarfsemi bera langþyngstu byrðarnar þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda en þau borga tæplega þriðjung allra opinberra gjalda hér á landi. Í raun er hlutfallið enn hærra þegar hlutur hins opinbera er tekinn úr jöfnunni.Hæsta framlagið Framlag fjármálafyrirtækja hefur þannig aukist verulega þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda og skattheimtu. Hefur heildarhlutur fjármála- og vátryggingafyrirtækja þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda aukist um 233% frá árinu 2010. Til þess að varpa ljósi á þá staðreynd að þessi aukning er ekki tilkomin vegna aukinna umsvifa heldur vegna aukningar á álögum má benda á þróun tekjuskattsstofnsins. Hann hefur þannig aðeins aukist um 79% frá árinu 2010 hjá fjármála og vátryggingafyrirtækjum Þessi skattheimta er meðal annars tilkomin vegna fjölda sérskatta sem eru lagðir á aðildarfélög SFF og eru ekki tekjutengdir. Af ótekjutengdum sköttum er bankaskatturinn svokallaði þungbærastur. Bankaskatturinn er íþyngjandi skattur sem skaðar hagsmuni viðskiptavina einnar tegundar lánafyrirtækja og grefur undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins. Sökum þessa er brýnt að afnema skattinn í stað þess að lækka hann í áföngum á árunum 2020 til 2023 í upphaflegt hlutfall. Afnám skattsins væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld til þessa ná niður vaxtastiginu sem heimilum og fyrirtækjum stendur til boða í bankakerfinu. Sjái stjórnvöld sér ekki fært að afnema skattinn er eðlileg krafa að hann verði lagður á alla þá sem stunda útlánastarfsemi til þess að jafna þau kjör sem ólíkum einstaklingum og heimilum stendur til boða á lánamarkaði.Ójöfn samkeppni Þetta óheilbrigða samkeppnisumhverfi hefur haft verulegar afleiðingar á lánamarkaði. Hin þunga sókn lífeyrissjóða inn á fasteignalánamarkaðinn hófst af fullum þunga eftir að bankaskatturinn var hækkaður. Lífeyrissjóðir greiða hvorki bankaskatt né tekjuskatt og geta því boðið hagstæðari kjör en bankarnir. Þau kjör standa ekki öllum til boða þar sem hámark veðsetningar er lægra hjá lífeyrissjóðum en bönkum. Þetta þýðir með öðrum orðum að hinum eignamestu standa til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og fyrstu kaupendur þurfa í raun að bera bankaskattinn. Í aðdraganda kjarasamninga hefur nokkuð verið rætt um mikilvægi þess að ná niður vaxtastiginu og þar af leiðandi fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja. Ein leið til þess væri að fella niður bankaskattinn og ráðast í endurskoðun á skattastefnu stjórnvalda gagnvart fjármálafyrirtækjum.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun