Á kafi í umbreytingu á rekstri fyrirtækja Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. september 2018 09:45 Það er áhyggjuefni hvað það eru mörg fyrirtæki á hlutabréfamarkaði þar sem krafta einkafjárfesta nýtur ekki við segir Jón Diðrik Jónsson, stjórnarformaður Skeljungs. Fréttablaðið/Ernir Jón Diðrik Jónsson kemur að tveimur þekktum fyrirtækjum sem hafa á undanförnum árum gengið í gegnum umtalsverðar breytingar til að standast tímans tönn og ekki sér fyrir endann á þeirri vinnu. Hann er framkvæmdastjóri og eigandi Senu, sem meðal annars á Smárabíó og átti áður Skífuna, og er stjórnarformaður Skeljungs. Afþreyingariðnaðurinn hefur siglt í gegnum stormviðri sem rekja má til ólöglegs niðurhals og síðar innreiðar Amazon, Netflix og Spotify. Af þeim sökum hefur þurft að endurskipuleggja rekstur Senu þrisvar frá árinu 2009 og viðskiptamódelið verið stokkað upp á nýtt. Olíufélögin glíma við að skip og bílar verða sífellt sparneytnari og æ fleiri bílar verða knúnir af rafmagni eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum þegar fram líða stundir. Starfsumhverfi fyrirtækjanna er því að taka stakkaskiptum. Jón Diðrik tekur því með stökustu ró og bendir á að flestar atvinnugreinar þurfi að glíma við síbreytilegt starfsumhverfi.Frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.vísir/ernirAf hverju ákvaðst þú að fjárfesta í Senu árið 2009?„Á þeim tíma var ég nýbúinn að fjárfesta í Capacent og unnið var að því að koma fyrirtækjaráðgjöf á koppinn. Ráðgjafi Dagsbrúnar átti að selja Sagafilm og Senu og spurði hvort ég hefði áhuga á fyrirtækjunum. Ég ákvað að skoða Senu nánar – í aðra röndina til að athuga hvernig ráðgjafar við söluna ynnu sína vinnu. Mér þótti verkefnið spennandi því um var að ræða afþreyingarfyrirtæki og umbreytingarverkefni. En ég hef unnið mikið við umbreytingu og markaðssetningu, allt frá því ég starfaði alþjóðlega hjá Coca-Cola og síðar hjá Ölgerðinni. Sena stóð illa á þeim tíma rétt eins og flest fyrirtæki eftir bankahrun. Landsbankinn sem hugðist fjármagna reksturinn féll frá því og það þurfti leggja fé í fyrirtækið áður en hægt var að fara í áreiðanleikakönnun. Við Magnús Bjarnason, meðeigandi minn á þeim tíma, tókum veð í geisladiskum, bíósætum, poppvélum og fleiru og létum vaða. Við hefðum getað endað á Perlumarkaðnum með gott úrval ef þetta hefði farið illa,“ segir Jón Diðrik og kímir.Verslunin Skífan á Laugaveginum hættir starfsemi árið 2010.Fyrsti spretturinn „Fyrsti spretturinn fór í að selja eignir, endurmeta efnahaginn og færa niður eignir sem hafði verið látið hjá líða í uppsveiflunni. Við urðum að selja Skífuna, sem Sena hafði tekið upp í skuldir, í snarheitum því Samkeppniseftirlitið hafði ekki heimilað yfirtökuna og reksturinn stóð ekki undir sér. Það þurfti jafnframt að loka Regnboganum sem tapaði háum fjárhæðum í hverjum mánuði. Þar er nú rekið ríkis- og borgarstyrkt Bíó Paradís. Sena á einnig Smárabíó sem hefur ávallt gengið nokkuð vel. Næsti sprettur fór í að ná betri tökum á rekstrinum. Við rákum stóra söludeild fyrir DVD-diska og geisladiska, ásamt því að vera með umboð til að selja kvikmyndir. Hafist var handa við að leita leiða um hvernig hægt væri að selja efni í fleiri efnisgáttir en í kvikmyndahús og sjónvarp þegar ljóst var að sala til verslana myndi fara að skreppa mikið saman. Á þeim tíma áttuðum við okkur á að samkeppni frá fyrirtækjum á borð við Netflix og Spotify væri yfirvofandi en fyrirtækin höfðu ekki enn sprottið fram á markaðnum. Af þeim sökum var meðal annars fjárfest í tónlistarvefnum tonlist.is og hljóðbókafyrirtækinu Skynjun, sem nú er orðið að hinu sænska Storytel. Sömuleiðis var reynt að kaupa Miða.is enSamkeppniseftirlitið tók dræmt í þær hugmyndir. Það var því fjárfest töluvert í tækni. Við byggðum upp efnisgáttir en hjartað sló ekki þar. Við erum ekki tæknifólk. Það var því brugðið á það ráð að selja þær. Tekin var ákvörðun um að einfalda rekstur Senu og einblína á styrkleika fyrirtækisins. Við lögðum því allt kapp á að selja efni til kvikmyndahúsa, sjónvarpsstöðvanna og VOD-þjónustu símafyrirtækjanna – sem eru reyndar nú komin í eina sæng – og Netflix. Jafnframt var unnið í að koma skikki á útgáfu á tónlist, sem hafði verið rekin með tapi árum saman. Þegar rekstur var kominn í lag, sterkir samningar við Spotify og aðrar veitur, þá var brugðið á það ráð að selja útgáfuna til Öldu sem stýrt er af Sölva Blöndal og Ólafi Arnalds tónlistarmönnum. Þeir kunna fagið upp á sína tíu fingur og eru með öflugt tengslanet á meðan við vorum með brunablöðrur á öllum fingrum eftir reksturinn. Þau viðskipti voru afar hagkvæm tel ég, bæði fyrir okkur, kaupendur og tónlistarfólk.“Jón Diðrik segir að markaður sé fyrir gæðakvikmyndahús hér á landi.mynd/mummi lúGæða kvikmyndahús dafna „Og þá er komið að þriðja fasanum. Fyrirtækið býr að sterku þekkingarfólki í hverjum geira, Tínó leiðir kvikmyndadeild okkar, Ólafur tölvuleiki, Ísi tónleikahald og Ásta María daglegan rekstur kvikmyndahúsa og starfsmannamál. Þetta er allt fólk með mikla ástríðu fyrir því sem það gerir og gífurlega þekkingu. Við Solla skrifstofustjóri og Lilja Ósk markaðsstjóri sinnum því svo að styðja við þessa starfsemi ásamt öðru starfsfólki. Nú erum við að fjárfesta ríkulega í Smárabíói og teljum að í samkeppni við sófann og fína sjónvarpið heima í stofu þurfi sífellt að bjóða upp á betri bíósali og alla upplifun. Við erum eitt fyrsta bíóið í Evrópu sem býður upp á hágæða leysigeisla-sýningartæki í öllum sölum og það eina á Íslandi, fyrstir með Dolby Atmos-hljóðkerfi á Íslandi, höfum aukið pláss á milli sæta, hleypt af stokkunum nýrri veitingaþjónustu, boðið upp á sjálfsala og fleira til að auðvelda fólki að versla og sleppa við raðir, sér aðstöðu fyrir afmæli, fleiri viðburði fyrir börn, fjölskyldur, unglinga og fyrirtæki. Þarna verður mikil áhersla hjá okkur í framtíðinni og spennandi tímar. Erlendis er þróunin sú að kvikmyndahús sem fjárfesta í gæðum vaxa og dafna á meðan kvikmyndageirinn dregst saman um eitt prósent á ári. Það verða því færri vel staðsett og fullkomnari bíó sem standa eftir á flestum mörkuðum og eru í harðri samkeppni við aðra afþreyingu.“Það kom mér einmitt skemmtilega á óvart að samkvæmt ársreikningi var 6 prósenta vöxtur í tekjum kvikmyndahússins í fyrra.„Það hefur verið aukning hjá Smárabíói en hins vegar er það ekkert launungarmál að rekstur minni kvikmyndahúsa er erfiðari eins og í tilviki Háskólabíós. Við höfum aðgreint kvikmyndahúsin á þá vegu að Háskólabíó er eins konar Cannes með áherslu á listrænar kvikmyndir og íslenskar, með númeruð sæti og ekkert hlé, á meðan Smárabíó er Hollywood þar sem allar stærstu og vinsælustu myndirnar eru sýndar í bestu mögulegu tæknilegum gæðum. Það má segja að stærri myndirnar séu stærri en þær voru en að sama skapi fer fólk ekki jafn oft í bíó og áður fyrr þegar ungt fólk sá flestallt í bíó. Einnig höfum við lagt mikla áherslu á gott samstarf við íslenska kvikmyndagerð. Við reynum að koma með verðmæti í framleiðsluferilinn og komum að dreifingu og markaðssetningu á íslenska markaðnum. Það skiptir miklu máli að það sé mikil gróska í þessu og gífurlega gaman að fylgjast með frábæru starfi í þessum geira.“Hvað sáuð þið í félaginu fyrst það þurfti að endurskipuleggja reksturinn jafn mikið og raun ber vitni? „Við töldum að verðmætin lægju í Smárabíói og miklu safni af íslenskri tónlist. Ef við yrðum að loka öllu nema því væri grunnverðmætið í lagi. Einnig að afþreying er ekki að minnka í mikilvægi en hvernig hennar er notið tekur endalausum breytingum og við viljum vera þar þátttakendur,“ segir Jón Diðrik.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live sem meðal annars hefur tekið yfir Iceland Airwaves.Fréttablaðið/EyþórTimberlake, Bieber og Kevin Hart Fyrir nokkrum árum ákvað Sena ásamt Ísleifi Þórhallssyni tónleikahaldara að setja aukinn kraft í tónleika og aðra viðburði með viðburðafyrirtækinu Senu Live, sem hefur meðal annars flutt inn tónlistarmennina Justin Timberlake, Justin Bieber og Eagles auk skemmtikraftanna John Cleese, Jeff Dunham, Ricky Gervais og Kevin Hart. „Ég lít á tónleikahald eins og áhættufjárfestingu í nýsköpun. Það verður að skipuleggja fjölda viðburða á hverju ári því eitthvað af þeim mun fara afar illa og þá er eins gott að það sé ekki allt undir. Fyrir stóra viðburði eins og Justin Bieber fengum við aðra með okkur í lið til að dreifa áhættunni. Nú erum við með yfir 20 viðburði á ári. Ég tel einnig að Ísi og samstarfsfólk í Senu Live hafi tekið tónleikahald upp á nýtt stig. Það er mikill metnaður fyrir gæðum og upplifun og keppnisskap um að allt sé eins og best gerist í heiminum í tónleikahaldi. Það sést á viðburðum Senu Live. Núverandi verkefni er að ná tökum á rekstri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves og teljum við að sú næsta verði ein sú öflugasta hingað til.“Er erfitt að fá þessi allra stærstu nöfn til landsins? „Já. Það þarf svo margt að falla með þér. Oft höfum við átt í viðræðum við tónlistarmenn og allt er klappað og klárt en á síðustu stundu ákveða þeir að hnika til áfangastöðum í tónaleikaferðinni og þá dettum við út. Við gátum til dæmis boðið Eagles að æfa í þrjá daga áður en tónleikaferðin þeirra hófst og því létu þeir slag standa. Timberlake vildi sjálfur ljúka túrnum hér á landi og Bieber vildi sérstaklega koma til landsins. Núna erum við meðal annars í samstarfi með umsvifamiklum tónleikahöldurum sem halda tónleika í Norður-Evrópu en eru ekki með starfsemi á Íslandi. Þeir spyrja því hvort við höfum áhuga á að halda ýmsa tónleika hér á landi til að þeir geti boðið tónlistarmönnum upp á enn stærri túr. En það er dýrara að halda tónleika hér en annars staðar. Við höfum misst af tónleikum jafnvel þótt við höfum boðið betur en gert var í Danmörku því það er mun ódýrara að keyra trukk til Kaupmannahafnar sem hluta af tónleikaferðalagi en að fljúga hingað til Íslands með allan búnaðinn. Og það getur verið erfitt að finna hótel á eðlilegum kjörum á sumrin.“Fjárfest í CP Reykjavík Jón Diðrik segir að Sena gangi vel. „Nú bætum við öðrum þekkingargeira við með samstarfi og fjárfestingu í CP Reykjavík. Þar eru frábærir aðilar eins og Lára, Marín, Anna og Sirrý, sem hafa gert frábæra hluti í ráðstefnum, hvataferðum og viðburðum. Það er mikil rekstrarleg samlegð en tækifæri fyrir þær að nýta sína krafta til að vinna enn betur með sínum viðskiptamönnum í gegnum samstarf við Senu og Senu Live í grunnrekstri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Jón Diðrik Jónsson kemur að tveimur þekktum fyrirtækjum sem hafa á undanförnum árum gengið í gegnum umtalsverðar breytingar til að standast tímans tönn og ekki sér fyrir endann á þeirri vinnu. Hann er framkvæmdastjóri og eigandi Senu, sem meðal annars á Smárabíó og átti áður Skífuna, og er stjórnarformaður Skeljungs. Afþreyingariðnaðurinn hefur siglt í gegnum stormviðri sem rekja má til ólöglegs niðurhals og síðar innreiðar Amazon, Netflix og Spotify. Af þeim sökum hefur þurft að endurskipuleggja rekstur Senu þrisvar frá árinu 2009 og viðskiptamódelið verið stokkað upp á nýtt. Olíufélögin glíma við að skip og bílar verða sífellt sparneytnari og æ fleiri bílar verða knúnir af rafmagni eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum þegar fram líða stundir. Starfsumhverfi fyrirtækjanna er því að taka stakkaskiptum. Jón Diðrik tekur því með stökustu ró og bendir á að flestar atvinnugreinar þurfi að glíma við síbreytilegt starfsumhverfi.Frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.vísir/ernirAf hverju ákvaðst þú að fjárfesta í Senu árið 2009?„Á þeim tíma var ég nýbúinn að fjárfesta í Capacent og unnið var að því að koma fyrirtækjaráðgjöf á koppinn. Ráðgjafi Dagsbrúnar átti að selja Sagafilm og Senu og spurði hvort ég hefði áhuga á fyrirtækjunum. Ég ákvað að skoða Senu nánar – í aðra röndina til að athuga hvernig ráðgjafar við söluna ynnu sína vinnu. Mér þótti verkefnið spennandi því um var að ræða afþreyingarfyrirtæki og umbreytingarverkefni. En ég hef unnið mikið við umbreytingu og markaðssetningu, allt frá því ég starfaði alþjóðlega hjá Coca-Cola og síðar hjá Ölgerðinni. Sena stóð illa á þeim tíma rétt eins og flest fyrirtæki eftir bankahrun. Landsbankinn sem hugðist fjármagna reksturinn féll frá því og það þurfti leggja fé í fyrirtækið áður en hægt var að fara í áreiðanleikakönnun. Við Magnús Bjarnason, meðeigandi minn á þeim tíma, tókum veð í geisladiskum, bíósætum, poppvélum og fleiru og létum vaða. Við hefðum getað endað á Perlumarkaðnum með gott úrval ef þetta hefði farið illa,“ segir Jón Diðrik og kímir.Verslunin Skífan á Laugaveginum hættir starfsemi árið 2010.Fyrsti spretturinn „Fyrsti spretturinn fór í að selja eignir, endurmeta efnahaginn og færa niður eignir sem hafði verið látið hjá líða í uppsveiflunni. Við urðum að selja Skífuna, sem Sena hafði tekið upp í skuldir, í snarheitum því Samkeppniseftirlitið hafði ekki heimilað yfirtökuna og reksturinn stóð ekki undir sér. Það þurfti jafnframt að loka Regnboganum sem tapaði háum fjárhæðum í hverjum mánuði. Þar er nú rekið ríkis- og borgarstyrkt Bíó Paradís. Sena á einnig Smárabíó sem hefur ávallt gengið nokkuð vel. Næsti sprettur fór í að ná betri tökum á rekstrinum. Við rákum stóra söludeild fyrir DVD-diska og geisladiska, ásamt því að vera með umboð til að selja kvikmyndir. Hafist var handa við að leita leiða um hvernig hægt væri að selja efni í fleiri efnisgáttir en í kvikmyndahús og sjónvarp þegar ljóst var að sala til verslana myndi fara að skreppa mikið saman. Á þeim tíma áttuðum við okkur á að samkeppni frá fyrirtækjum á borð við Netflix og Spotify væri yfirvofandi en fyrirtækin höfðu ekki enn sprottið fram á markaðnum. Af þeim sökum var meðal annars fjárfest í tónlistarvefnum tonlist.is og hljóðbókafyrirtækinu Skynjun, sem nú er orðið að hinu sænska Storytel. Sömuleiðis var reynt að kaupa Miða.is enSamkeppniseftirlitið tók dræmt í þær hugmyndir. Það var því fjárfest töluvert í tækni. Við byggðum upp efnisgáttir en hjartað sló ekki þar. Við erum ekki tæknifólk. Það var því brugðið á það ráð að selja þær. Tekin var ákvörðun um að einfalda rekstur Senu og einblína á styrkleika fyrirtækisins. Við lögðum því allt kapp á að selja efni til kvikmyndahúsa, sjónvarpsstöðvanna og VOD-þjónustu símafyrirtækjanna – sem eru reyndar nú komin í eina sæng – og Netflix. Jafnframt var unnið í að koma skikki á útgáfu á tónlist, sem hafði verið rekin með tapi árum saman. Þegar rekstur var kominn í lag, sterkir samningar við Spotify og aðrar veitur, þá var brugðið á það ráð að selja útgáfuna til Öldu sem stýrt er af Sölva Blöndal og Ólafi Arnalds tónlistarmönnum. Þeir kunna fagið upp á sína tíu fingur og eru með öflugt tengslanet á meðan við vorum með brunablöðrur á öllum fingrum eftir reksturinn. Þau viðskipti voru afar hagkvæm tel ég, bæði fyrir okkur, kaupendur og tónlistarfólk.“Jón Diðrik segir að markaður sé fyrir gæðakvikmyndahús hér á landi.mynd/mummi lúGæða kvikmyndahús dafna „Og þá er komið að þriðja fasanum. Fyrirtækið býr að sterku þekkingarfólki í hverjum geira, Tínó leiðir kvikmyndadeild okkar, Ólafur tölvuleiki, Ísi tónleikahald og Ásta María daglegan rekstur kvikmyndahúsa og starfsmannamál. Þetta er allt fólk með mikla ástríðu fyrir því sem það gerir og gífurlega þekkingu. Við Solla skrifstofustjóri og Lilja Ósk markaðsstjóri sinnum því svo að styðja við þessa starfsemi ásamt öðru starfsfólki. Nú erum við að fjárfesta ríkulega í Smárabíói og teljum að í samkeppni við sófann og fína sjónvarpið heima í stofu þurfi sífellt að bjóða upp á betri bíósali og alla upplifun. Við erum eitt fyrsta bíóið í Evrópu sem býður upp á hágæða leysigeisla-sýningartæki í öllum sölum og það eina á Íslandi, fyrstir með Dolby Atmos-hljóðkerfi á Íslandi, höfum aukið pláss á milli sæta, hleypt af stokkunum nýrri veitingaþjónustu, boðið upp á sjálfsala og fleira til að auðvelda fólki að versla og sleppa við raðir, sér aðstöðu fyrir afmæli, fleiri viðburði fyrir börn, fjölskyldur, unglinga og fyrirtæki. Þarna verður mikil áhersla hjá okkur í framtíðinni og spennandi tímar. Erlendis er þróunin sú að kvikmyndahús sem fjárfesta í gæðum vaxa og dafna á meðan kvikmyndageirinn dregst saman um eitt prósent á ári. Það verða því færri vel staðsett og fullkomnari bíó sem standa eftir á flestum mörkuðum og eru í harðri samkeppni við aðra afþreyingu.“Það kom mér einmitt skemmtilega á óvart að samkvæmt ársreikningi var 6 prósenta vöxtur í tekjum kvikmyndahússins í fyrra.„Það hefur verið aukning hjá Smárabíói en hins vegar er það ekkert launungarmál að rekstur minni kvikmyndahúsa er erfiðari eins og í tilviki Háskólabíós. Við höfum aðgreint kvikmyndahúsin á þá vegu að Háskólabíó er eins konar Cannes með áherslu á listrænar kvikmyndir og íslenskar, með númeruð sæti og ekkert hlé, á meðan Smárabíó er Hollywood þar sem allar stærstu og vinsælustu myndirnar eru sýndar í bestu mögulegu tæknilegum gæðum. Það má segja að stærri myndirnar séu stærri en þær voru en að sama skapi fer fólk ekki jafn oft í bíó og áður fyrr þegar ungt fólk sá flestallt í bíó. Einnig höfum við lagt mikla áherslu á gott samstarf við íslenska kvikmyndagerð. Við reynum að koma með verðmæti í framleiðsluferilinn og komum að dreifingu og markaðssetningu á íslenska markaðnum. Það skiptir miklu máli að það sé mikil gróska í þessu og gífurlega gaman að fylgjast með frábæru starfi í þessum geira.“Hvað sáuð þið í félaginu fyrst það þurfti að endurskipuleggja reksturinn jafn mikið og raun ber vitni? „Við töldum að verðmætin lægju í Smárabíói og miklu safni af íslenskri tónlist. Ef við yrðum að loka öllu nema því væri grunnverðmætið í lagi. Einnig að afþreying er ekki að minnka í mikilvægi en hvernig hennar er notið tekur endalausum breytingum og við viljum vera þar þátttakendur,“ segir Jón Diðrik.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live sem meðal annars hefur tekið yfir Iceland Airwaves.Fréttablaðið/EyþórTimberlake, Bieber og Kevin Hart Fyrir nokkrum árum ákvað Sena ásamt Ísleifi Þórhallssyni tónleikahaldara að setja aukinn kraft í tónleika og aðra viðburði með viðburðafyrirtækinu Senu Live, sem hefur meðal annars flutt inn tónlistarmennina Justin Timberlake, Justin Bieber og Eagles auk skemmtikraftanna John Cleese, Jeff Dunham, Ricky Gervais og Kevin Hart. „Ég lít á tónleikahald eins og áhættufjárfestingu í nýsköpun. Það verður að skipuleggja fjölda viðburða á hverju ári því eitthvað af þeim mun fara afar illa og þá er eins gott að það sé ekki allt undir. Fyrir stóra viðburði eins og Justin Bieber fengum við aðra með okkur í lið til að dreifa áhættunni. Nú erum við með yfir 20 viðburði á ári. Ég tel einnig að Ísi og samstarfsfólk í Senu Live hafi tekið tónleikahald upp á nýtt stig. Það er mikill metnaður fyrir gæðum og upplifun og keppnisskap um að allt sé eins og best gerist í heiminum í tónleikahaldi. Það sést á viðburðum Senu Live. Núverandi verkefni er að ná tökum á rekstri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves og teljum við að sú næsta verði ein sú öflugasta hingað til.“Er erfitt að fá þessi allra stærstu nöfn til landsins? „Já. Það þarf svo margt að falla með þér. Oft höfum við átt í viðræðum við tónlistarmenn og allt er klappað og klárt en á síðustu stundu ákveða þeir að hnika til áfangastöðum í tónaleikaferðinni og þá dettum við út. Við gátum til dæmis boðið Eagles að æfa í þrjá daga áður en tónleikaferðin þeirra hófst og því létu þeir slag standa. Timberlake vildi sjálfur ljúka túrnum hér á landi og Bieber vildi sérstaklega koma til landsins. Núna erum við meðal annars í samstarfi með umsvifamiklum tónleikahöldurum sem halda tónleika í Norður-Evrópu en eru ekki með starfsemi á Íslandi. Þeir spyrja því hvort við höfum áhuga á að halda ýmsa tónleika hér á landi til að þeir geti boðið tónlistarmönnum upp á enn stærri túr. En það er dýrara að halda tónleika hér en annars staðar. Við höfum misst af tónleikum jafnvel þótt við höfum boðið betur en gert var í Danmörku því það er mun ódýrara að keyra trukk til Kaupmannahafnar sem hluta af tónleikaferðalagi en að fljúga hingað til Íslands með allan búnaðinn. Og það getur verið erfitt að finna hótel á eðlilegum kjörum á sumrin.“Fjárfest í CP Reykjavík Jón Diðrik segir að Sena gangi vel. „Nú bætum við öðrum þekkingargeira við með samstarfi og fjárfestingu í CP Reykjavík. Þar eru frábærir aðilar eins og Lára, Marín, Anna og Sirrý, sem hafa gert frábæra hluti í ráðstefnum, hvataferðum og viðburðum. Það er mikil rekstrarleg samlegð en tækifæri fyrir þær að nýta sína krafta til að vinna enn betur með sínum viðskiptamönnum í gegnum samstarf við Senu og Senu Live í grunnrekstri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira