Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2018 21:53 Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. Vísir/getty Dagskrárgerðarkonan Julie Chen tilkynnti í dag með formlegum hætti að hún væri hætt í spjallþættinum The Talk. Eiginmaður hennar, Les Moonves, lét af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir fréttir um kynferðislegt ofbeldi tóku að spyrjast út. Alls hafa tólf konur sakað Moonves um kynferðisbrot. Honum er gert að sök að hafa þvingað minnst eina konu til munnmaka og að hafa kysst og snert konur án samþykkis. Ný sería af þáttunum The Talk hófust að nýju síðasta mánudag og vakti það athygli að Chen var fjarri góðu gamni. Chen gerði grein fyrir ákvörðun sinni í myndskeiði sem birtist á CBS-sjónvarpsstöðinni í dag. Samstarfskonurnar í The Talk heyrðu tilfinningarík skilaboð hennar á sama tíma og áhorfendur þáttanna. Chen var gráti næst þegar hún þakkaði samstarfskonum sínum og áhorfendum fyrir samstarfið og áhorfið. Í myndskeiðinu sagðist hún hafa ákveðið að hætta störfum við þættina til þess að geta varið meiri tíma með eiginmanni sínum og syni þeirra. „Ég elska ykkur allar, og ég veit að þessi þáttur, og það systralag sem þættirnir standa fyrir, mun áfram vera í loftinu í fleiri fleiri fleiri ár. Þið konur eruð alveg með þetta og ég gæti ekki verið stoltari af því að geta kallað ykkur vinkonur mínar. Ég elska ykkur,“ sagði Chen. Moonves er einn af valdamestu mönnum í Hollywood og fram að uppsögn hans hafði hann haldið um stjórnartaumana hjá CBS í um áratug. Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Dagskrárgerðarkonan Julie Chen tilkynnti í dag með formlegum hætti að hún væri hætt í spjallþættinum The Talk. Eiginmaður hennar, Les Moonves, lét af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir fréttir um kynferðislegt ofbeldi tóku að spyrjast út. Alls hafa tólf konur sakað Moonves um kynferðisbrot. Honum er gert að sök að hafa þvingað minnst eina konu til munnmaka og að hafa kysst og snert konur án samþykkis. Ný sería af þáttunum The Talk hófust að nýju síðasta mánudag og vakti það athygli að Chen var fjarri góðu gamni. Chen gerði grein fyrir ákvörðun sinni í myndskeiði sem birtist á CBS-sjónvarpsstöðinni í dag. Samstarfskonurnar í The Talk heyrðu tilfinningarík skilaboð hennar á sama tíma og áhorfendur þáttanna. Chen var gráti næst þegar hún þakkaði samstarfskonum sínum og áhorfendum fyrir samstarfið og áhorfið. Í myndskeiðinu sagðist hún hafa ákveðið að hætta störfum við þættina til þess að geta varið meiri tíma með eiginmanni sínum og syni þeirra. „Ég elska ykkur allar, og ég veit að þessi þáttur, og það systralag sem þættirnir standa fyrir, mun áfram vera í loftinu í fleiri fleiri fleiri ár. Þið konur eruð alveg með þetta og ég gæti ekki verið stoltari af því að geta kallað ykkur vinkonur mínar. Ég elska ykkur,“ sagði Chen. Moonves er einn af valdamestu mönnum í Hollywood og fram að uppsögn hans hafði hann haldið um stjórnartaumana hjá CBS í um áratug.
Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27
Colbert spænir í eigin yfirmann Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. 31. júlí 2018 10:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna